Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Júní

30.06.2006 20:03

Júní 2006

June 20, 2006

Spánn

Eins og þið hafið kannski orðið vör við þá hefur ekki verið mikill fréttaflutningur héðan "enginn tími". Fréttir eru svo sem bara góðar, Beggi fór í myndatöku í gær og fékk loks að vita það kl. 17.00 í dag að þetta væri bara á góðri leið og hann mætti alveg hreyfa hendina upp að sársaukamörkum og fara til Spánar.

Ég hef verið að kenna og kenna + allt hitt sem gera þar og allt í einu er kominn 20. júní og við til Spánar í fyrramálið. Kom Sölku á Helgu, hún fer alltaf í hundana þegar ég er annars vegar og þarf að bregða mér af bæ. Kannski kaupi ég nammi handa henni í staðin :) þ.e. Helgu auðvitað.

Sem sagt ef ég finn tölvu á Spáni sendi ég kannski eina frétt eða svo en annars hafið það gott þar til við skjáumst hér næst :)

Posted by Selma at 11:34 PM | Comments (0)

June 12, 2006

Allir komnir heim

Við komum öll heim í gær.....

Beggi kom heim í gær, í fatla. Átti að koma á þriðjudaginn en braut á sér herðablað og kom heim í nótt með hendina í fatla. Sem betur fer var þetta ekki vont brot svo hann slapp við aðgerð og var settur í fatla og fer ekki í vinnu fyrr en eftir 2 mánuði. Spurningin hvort okkar verður orðið geðverra...............

Við komum líka heim í gær eftir 10 daga fyrir norðan. Fanney og hennar fjölskylda sátu uppi með okkur allan tímann og við "fíluðum" það í botn að vera hjá þeim og í sveitinn auðvitað. Bjartmar náði hverju orði sem sagt var þar á meðal "farið þið fíflin ykkar" en Fanney hafði verið að reka kálfa og sagði þetta og þegar hann fór í fjósið með henni daginn eftir sá hann kálfa og hafði þetta bara orðrétt eftir henni.

Takk fyrir frábæra daga, reyndar var ég lítið heima, var að kenna alla daga, allan daginn næstum því og því sá hún og mamma um strákana og hundinn........ æðislegar, takk, takk takk :)


Sigurgeir, Hilmar og Guðmar eitthvað að spá .....

Í gær fórum við í Helgavatn í útskriftarveislu hjá Val og Erlu Rut. Frábær veisla og æðislegt að hittast svona og hafa góða stund saman. Valur sem sagt útskrifaðist úr Fjöltækniskólanum með skipstjórnarréttindi á öll fiskiskip. Erla Rut útskrifaðist úr Menntaskólanum í Hamrahlíð og ætlar í HR í fjármálaverkfræði. Hún er svo mikill peningur........ hún ætlar pottþétt að telja peninga þegar hún er orðin stór. Náði nokkrum myndum sem ég læt fljóta hér með....


Við Fanney (og okkar fylgifiskar) gáfum Erlu Rut öngul svo hún gæti veitt peninga (eða menn með pening) því pabbi hennar sér um fiskinn...


og hér eru þau feðgin...


og amma/mamma með....


og Erlurnar saman....


og frænkurnar Arnheiður sem er búin með 1. árið í MA og Erla sem kláraði í vor...


og loksins náðist mynd af okkur öllum saman
Albert, Eiður, Guðmundur, Valur, Selma og Fanney


og hér eru Maggi og Halla í rólegheitunum.

Ekki má gleyma að það fæddist prinsessa inn í fjölskylduna 2. júní og hefur hún fengið nafnið Þórdís Katla. Hún er að sjálfsögðu með heimasíðu sem allir eiga auðvitað að kíkja inná. Sibbi og Birna innilega til hamingju með litlu fallegu stúlkuna :)


Í lokin læt ég fljóta með mynd af henni Hyllingu minni sem meikaði það ALLS ekki og ég er ALLS ekki glöð. Hún fór á sýningu á Hvammstanga og lækkaði úr 8,08 í 7.65 fyrir hæfileika, ég er virkilega fúl. Hún hækkaði hins vegar úr 7,7 í byggingu í 7,79 sem var gott. Þannig að allar mínar væntingar til Landsmóts eru úr sögunni. Ég sendi hana bara í staðin suður á land til Krumma frá Blesastöðum og ég vona að hún hafi það gott þar.
Sá Hyllingu samt hjá Tryggva 2 dögum fyrir sýningu og þar sýndi hún mér allan gang rúman og fínan. What ever myndin er tekin eftir þann reiðtúr.


Posted by Selma at 07:06 PM | Comments (2)

June 01, 2006

Jóhann farinn til Eyja

Mikil sorg ríkti hér í gær því hann Jóhann besti vinur hans Sigurgeirs flutti aftur til Vestmannaeyja. Þetta var bara leiðinlegasti dagur ever sagði hann. En honum til gleði bauð Sheila honum í bíó í dag og fóru þau kl. 14:00 og koma víst um 21:00, eitthvað skolast til hvenær myndin byrjaði en það er bara hið besta mál. Sheila er sem sagt búin að koma hérna 3 kvöld í röð á meðan ég hef verið að kenna og hún er bara best :)

Próf í dag og það gekk mjög vel.

Hér er mynd af Sheilu og strákunum, Bjartmar mátti nú eiginlega ekkert vera að þessu en stoppaði smá stund. Alveg búinn að gleyma snuddunni :)


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar