Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Maí

31.05.2006 19:51

Maí 2006

May 30, 2006

Túttan tekin

Ákvað á sunnudaginn að nú væri tíminn kominn.......
tók snuðið af Bjartmari í gær og allt gekk vel í gær en í nótt þegar hann vaknaði og fann ekki snudduna sína fór hins vegar allt á verri veg og hann varð svo reiður að það tók langa stund að tala hann til. Hann vaknaði aftur uppúr 6 mjög reiður og vildi fara til Jóhanns (vinur hans Sigurgeirs) sem gisti hjá okkur í nótt og þegar hann var búinn að vekja þá með grenji sínu fór hann og kúrði hjá honum og varð glaður með það sama. Þeir félagarnir sofnuðu hins vegar ekki aftur.

Spurning hvor okkar verður þreyttari þegar hann kemur af leikskólanum eftir hádegið .........

Framundan er.....
Frí hjá Sigurgeiri í dag vegna starfsdaga kennara, skrítið að geta bara ekki haft það efir hvítasunnu í stað þess að hafa skólaslitin 6. júní. Ég ætla allavega ekki að mæta á þau þar sem ég og allt mitt lið, fyrir utan Begga sem er í Finnlandi að sjá Lordi, ætlum að vera fyrir norðan.
Próf á Selfossi á fimmtudag.
Fara norður á föstudaginn og gera innrás í Eyvindarstaði með strákana, mömmu og hundinn, alltaf sama vandamálið þegar maður fer eitthvað hvað maður á að gera við hundinn. Fanney fær að sitja uppi með okkur í viku ...... spurning hvort það sé ekki aðeins og langt.
Kenna alla hvítasunnuna og fram á miðvikudag þá eru próf á Blönduósi. Fanney og mamma passa bara fyrir mig á meðan :)
Koma kannski aftur suður en held það taki því ekki því ég held það eigi að halda uppá tvöfalda útskrift á Helgavatni 10. júní. Erla útskrifaðist úr MH og Valli úr, ætli það heiti ekki, Fjöltækniskólinn eða eitthvað í þá áttina.
Þá er nú kominn 11. júní vá og ekki nema 10 dagar til Spánarferðar.
Á þeim tíma þarf ég að koma slatta í próf á Selfossi........
Þarf að fara að skipuleggja mig eitthvað :)

Posted by Selma at 08:22 AM | Comments (2)

May 28, 2006

Finnland í morgun

Já já þessi vika búin..... maður hefur varla undan, allaf ný vika framundan og svo er hún bara búin.

Það gerðist nú samt ekki neitt í vikunni, svo ég muni. Kallinn fór til Finnlands í morgun og verður í 2 vikur og rétt kemst í Spánarferðina.

Sigurgeir var á lokaónleikum hjá Tónlistarskólanum sl. föstudag, ég var að kenna og þeir feðgar fóru bara. Hann fékk umsögn um að hann væri framúrskarandi nemandi og væri greinilega músikalskur. Hann er búinn með stigspróf 1 á klarinettu.

Posted by Selma at 08:58 AM | Comments (0)

May 20, 2006

"Mamma United"

Já hvað er það sem maður gerir ekki fyrir börnin sín, ég og takið þið eftir ÉG fór og spilaði fótbolta með hinum mömmunum í morgun á móti strákunum okkar. Þetta var sem sagt æfingaleikur við "Mömmu United". Algjörlega frábær leikur sem endaði í vítaspyrnukeppni og ég held að það hafi farið jafnt. Læt hérna nokkrar myndir fylgja; við Sigurgeir að taka vítaspyrnu og við skoruðum bæði og svo af öllum hópnum og ein af okkur snillingunum að leikslokum :)


Nú annað er það að frétta að Beggi fer til Finnlands 28. maí og verður til 13. júní og þar af leiðandi er ég ekki viss um að ég nenni að keyra ein "alla" leið á Suðureyri í fermingarveislu til Hilmars og Lilju um hvítasunnuhelgina. Ég veit, ég veit, keyri nú annað eins en ...... já ekki viss um að ég nenni ein í svo langa ferð með strákana þó þeir séu í alla stað frábærir í bíl. Sé til. Svo er það spurningin hvort Beggi kemur "örugglega" heim 13. Því má ekki seinka nema um viku annars fær hann ekki að koma með okkur Hörpu til Spánar :)

Posted by Selma at 01:24 PM | Comments (2)

May 18, 2006

Í afmæli hjá Halldóri

Við Sigurgeir fórum norður í fyrradag og fórum í afmæli hjá Halldóri. Hann fór reyndar í afmælið og ég að kenna. Alveg frábært afmæli og svo gistum við í Fagranesi auðvitað. Strákarnir fóru að sofa um 11 leytið svo sumir voru nú þreyttir í gærmorgun. Hafði fengið leyfi hjá Hödda um að Sigurgeir fengi að koma í heimsókn í skólann svo hann fór með skólabílnum Jobbu og það var víst alveg frábært. Hann sagði öllum að við værum að flytja á Blönduós eftir 2 vikur en ég held það sé nú ekki alveg rétt hjá honum. Hann svaf alla leiðina heim í gær.

Beggi var í vinnu líka svo ég fékk mömmu til að koma og vera hjá Bjartmari. Hann var auðvitað bara þægur.

Þarf að mæta uppí Miðengi kl. 16.00 í dag því Sigga bíður og er búin að bíða lengi eftir að komast í ökutíma svo spurning hvort ég skili henni, mömmu og Siggu líka, nokkuð heim fyrr en á morgun. Og svo er auðvitað júróvision partý í kvöld þó svo mér finnst nú Silvía Nótt dæmið orðið mjög úrelt og ömurlegt en það er þeirra mál.......

Posted by Selma at 10:45 AM | Comments (0)

May 14, 2006

Enn er hjólað

Bjartmar ákvað það í gær að hann væri nógu stór fyrir hjólið sem Einar gaf honum. Ég var nú ekki sammála en hann fór sjálfur út í bílskúr í gær, náði í hjólið, kom með það inn, æfði sig, fór út með það og er búinn að hjóla síðan og það hefur gengið mjög vel, var fljótur að ná þessu, kannski einum of því þegar strákarnir fóru í fótboltann í gær þá ákvað hann líka að hann væri nógu stór fyrir Heiðmörkina og var kominn ansi langt þegar það uppgötvaðist að hann hafði farið á eftir þeim. Beggi náði honum og talaði um það við hann að hann mætti alls ekki fara útá stóru götuna og hann ætti bara að hjóla heima og yrði að passa sig á bílunum og mætti alls ekki hjóla á götunni.
Nema hvað þegar ég ákvað svo að drífa mig á hjólinu í Bónus með hann í vagninum þá ætlaði ég auðvitað bara að hjóla á götinni eins og ég hef gert á leið í leikskólann, en hann varð brjálaður og fór að grenja og ég fattaði ekki hvað var að honum og hann sagði að mætti ekki hjóla á götunni því bílarnir kæmu þar. Góður. Ég hjólaði á gangstéttinni það sem eftir var.

Í morgun stungu þeir feðgar af og eftir langa stund komu þeir heim með blóm handa gömlu, þeir eru svo sætir :) Bjartmar hjólaði báðar leiðir eins og ekkert væri, það eru svona ca 800 metrar hér niður Heiðmörkina í blómabúðina. Ekkert mál hjá honum. Æðislegir :)


Posted by Selma at 01:47 PM | Comments (0)

May 11, 2006

Á leið heim

Má til með að setja mynd af Bjartmari sofandi í vagninum, það er greinilega þægilegt að sitja í þessum vagni því í dag sofnaði hann á leiðinni heim úr leikskólanum. Við erum sem sagt búin að hjóla í skólann alla þessa viku, jafnvel í rigningunni í morgunn.

Posted by Selma at 05:04 PM | Comments (1)

May 09, 2006

Myndband

Sigurgeir var á tónfundi í dag en þá fær tónlistarskólinn nokkra krakka til að spila stutt lög. Það voru 10 krakkar í dag, voðalega sætt og gaman.
Setti inn myndband af Sigurgeiri og vona að það virki hjá ykkur. Verðið að klikka á Myndband til hægri.
Það virkar reyndar þannig hjá mér að ég verð að láta það spilast fyrst en þá spilast það með rykkjum og skrykkjum en svo er í lagi þegar ég læt það spilast aftur. Endilega látið mig vita ef þetta kemur sæmilega út hjá ykkur.

Já og Beggi slapp við að fara til Tælands, hann var ekkert smá glaður, langaði ekki mikið. Fer bara til Skotlands eða Finnlands í staðinn.

Posted by Selma at 10:32 PM | Comments (2)

May 07, 2006

Hjóla hjóla

Ákveðið var í gær að spara bensín og fór því bóndinn og keypti vagn aftan í hjólið, nóta bene ég er búin að eiga hjól í 10 ár og Beggi keypti sér hjól í vetur, Bjartmar Dagur fékk hjól hjá Guðrúnu hérna útá enda svo allir eiga hjól, hann á reyndar þríhjól sem hann ætlar að nota eitthvað áfram.
Sé ég í hendi mér að ég muni bruna um á hjólinu mínu með Bjartmar aftan í og ná af mér björgunarhringnum, ómögulegt að fara með slíkan hring til Spánar. Eftir prufuhringinn lá ég fyrir það sem eftir var dagsins sökum þreytu. Verð sem sagt að æfa mig MIKIÐ.

Sigurgeir er búinn að vera á línuskautunum sínum síðan þeir komu í hús. Læt hér fylgja nokkrar myndir af þessum hjóla hjóla degi okkar í gær og fyrradag :)

Þetta hundahús smíðuðu þeir feðgar um daginn og máluðu,
Sigurgeir var að prófa það með Sölku eftir að við
settum það út í gær :)


Posted by Selma at 12:24 PM | Comments (0)

May 04, 2006

Línuskautar

Búið að tala um það hér á bæ síðan á sumardaginn fyrsta að fara og kaupa línuskauta hana miðdrengnum ;) og var ferðin loksins farin í dag.
Fórum í Everest og fengum þar þessa fínu skauta og allt tilheyrandi.
Þeir meira segja passa á mig ef ég stækka þá.
Þegar heim var komið fékk drengurinn ekkert að prófa þá því sá minnsti varð alveg snar og þurfti að prófa þá fyrst og læt ég hér nokkrar myndir fljóta með af þeim prófunum :)


Annars er það helst að frétta að Beggi er að fara til Tælands í næstu viku, held hann verði nú örugglega kominn heim fyrir Spánarferðina :) og mín helstu ferðalög þessa dagana eru Hveragerði, Selfoss, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Hveragerði. Ég er að kenna fjórum konum frá Filippseyjum og er ein á Stokkseyri og þrjár í Þorlákshöfn. Ég fer sem sagt þennan hring sirka annan hvern dag. Margs sem maður verður vísari í þessum ferðum..........


  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar