Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Apríl

30.04.2006 19:59

Apríl 2006

April 30, 2006

Bíó í dag

Fórum í bíó í dag, fyrsta skipti sem Bjartmar fer í bíó og fyrsta skipti á þessu ári sem við förum í bíó.... vá maður hvað maður er bíósjúkur.
Sáum Ísöld 2 og hún er svo skemmtileg. Þarna sat litli maðurinn og borðaði nokkur popp og sat svo bara agndofa yfir þessari mynd. Ég gerði það nú eiginlega líka.

Vinur hans Sigurgeirs hann Jóhann Hrafn gisti hjá okkur og það var voðalega gaman hjá þeim í gær, sofnuðu um 11 en vöknuðu fyrir allar aldir í morgun alveg kl. 7, við litla hrifningu mína en what ever sef bara síðar, nógur tími til þess og þeir líka :)

Annars allt við það sama hér og vona það sé líka hjá ykkur :)

Posted by Selma at 10:18 PM | Comments (0)

April 26, 2006

Bólur

Við erum "enn" heima með bólur, þ.e. Bjartmar er með bólur á líkamanum en ég fékk bólur í gær útaf símanum, þær eru farnar og símanum var ekki lokið :)

Vangaveltur þessa dagana, fyrir utan kennsluna og pappírsvinnuna, snúast um það hvað ég á að halda mörgum merum og þá undir hvaða hesta. Rosalega margir flottir klárar til og auðvitað eru allar merarnar mínar þær flottustu líka.
Einhver sem getur hjálpað mér með það.....

Posted by Selma at 11:09 AM | Comments (0)

April 25, 2006

Síminn

Má til með að tjá mig aðeins um þetta fyrirtæki Síminn og það er sko f...... síminn.

Fæ ég ekki sendan símareikning í morgun eins og í hverjum mánuði og þá er bara búið að skella inn 230 í útskriftargjald án þess að láta mig vita eitt eða neitt um það. Jæja hringi ég í þá - sem betur fer er það nú gjaldfrjálst því ég beið í heilar 10 mín. og vil hætta að fá greiðsluseðilinn en fá reikninginn áfram þar sem hann fer í bókhaldið. Nei annaðhvort bæði eða ekkert, boðgreiðslur, beingreiðslur eða hvað þetta nú allt heitir og gera skildi ég það bara sjálf á netinu. Hvað er þetta fólk að gera þarna og hvað er maður að borga þessu fyrirtæki 100.000 í símareikning á ári. Ég ákvað í morgun að hætta að skipta við þá og fer með allan minn síma til Bónusfeðga, þeir geta þá styrkt einhverja góða fyrir minn pening.

Ein smá pirruð................

Posted by Selma at 10:17 AM | Comments (2)

April 23, 2006

Hlaupabóla

Skutlaðist norður á föstudag og kenndi út í eitt, var komin heim aftur kl. hálf eitt í gærkvöldi :)

Bjartmar fékk hlaupabólu á meðan......

og Beggi skipti um þakskegg á bílskúrnum, er að klára það í dag....

og Sigurgeir er í afmælum þessa dagana, ef það eru ekki fermingarveislur þá eru það afmælisveislur :)

Posted by Selma at 02:27 PM | Comments (0)

April 21, 2006

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)

Helstu fréttir eru þær að Beggi ákvað að hafa 2 rauðhærðar konur
með sér í sumarfríið til Spánar, sé hann fyrir mér með sólarkremið :) Harpa og strákarnir þ.e. 2 af þeim, Tryggvi verður bara á Landsmóti :) koma og verða í viku. Þetta verður sem sagt algjör snilld.....

Fermingarveisluvertíðin búin í bili.
Norðurferð í dag að kenna.
Annað bara í fínum gír :)

Posted by Selma at 01:57 PM | Comments (2)

April 16, 2006

Súkkulaði

Drifum okkur á fætur að leita að páskaeggjunum :)
Þau voru í stærri kantinum þetta árið svo þau fyndust örugglega.
Síðan var ráðist í að gata þau svo hægt væri að ná í málsháttinn :)

Bjartmar entist í 20 mínútur við þennan morgunverð og kom svo með skálina inn í eldhús og sagðist ekki vilja meir.


Sigurgeir náði klukkutíma og bað mig þá að geyma þetta á góðum stað


Beggi kláraði sitt á augabragði...... eða þannig en ég hins vegar er ekki búin að opna mitt, eins og hvað mig langaði nú í páskaegg þegar ég var að kenna fyrir norðan um daginn......

Posted by Selma at 10:31 AM | Comments (0)

April 14, 2006

Norsk-íslenski ættboginn

Alltaf fjör hér.

Kom heim í gær, í kvöld kom norski ættbogi minn í heimsókn þ.e. hluti af honum. Ég ásamt eldri bræðrum mínum eigum nefninlega 6 systkini í Noregi, en það vissuð þið nú.
Heiða mamma þeirra er hér um páskana með 2 yngstu, Ingu og Garðar sem eru 13 og 16. Þetta er í fyrsta skipti sem við 5 hittumst öll saman og áttum við alveg meiriháttar kvöldstund saman.

Hér fylgir ein mynd af þeim ásamt okkur gamla fólkinu auðvitað.


Svo verð ég bara að setja hérna eina mynd af okkur, elsta genginu :)

Posted by Selma at 10:44 PM | Comments (3)

April 09, 2006

Góður gærdagur

Gær var frábær.
Byrjuðum á fótbolta í Þorlákshöfn, Sigurgeir fór á æfinaleik með strákunum og það tók aðeins lengri tíma en áætlað var og vorum þar af leiðandi of sein í afmælisveislu út á Álftanes.
Fórum þaðan í fermingarveislu og það var hreint út alveg geggjaður matur þar og virkilega flott allt.
Síðan aftur út á Álftanes að sækja Sigurgeir, hann nennti ekki í enn eina fermingarveisluna. Þar var rest af afæmli. Flott bara.

Í dag er norðurferð og kenna fram á miðvikudag, próf og svo kemst ég í saumó sem er GEGGJAÐ. Aftur suður á fimmtudag þar sem það er alltof mikill snjór í Þingeyjarsýslu að við nennum að fara þangað. Bíðum eftir vori og þá förum við bara.

Posted by Selma at 01:37 PM | Comments (0)

April 06, 2006

Dagskráin framundan

Búið að kaupa flugmiðana til Alicante 21. júní. Sædís mín verður þú ekki þar um þetta leyti :) Komum heim aftur 5. júlí. Ekkert nema spennandi.

Framundan er:
Ein fermingarveisla á laugardaginn og afmæli hjá Helgu Guðrúnu.
Ég norður á sunnudag-mánudag að kenna því það eru próf á Blönduósi á miðvikudag í næstu viku.
Beggi ætlar að taka sér frí í næstu viku ;) og koma noður á þriðjudag-miðvikudag.
Norður í Sand á miðvikudag eða fimmtudag og liggja þar í leti alla páskana.
Fermingarveisla á annan í páskum í Reykjavík, fínt að komast í eina veislu á heimleiðinni.
Próf á Selfossi á þriðjudag eftir páska.
Er þetta ekki bara ágæt dagskrá + allt hitt sem við þurfum að gera :)

Já og Idol-partý hérna annaðkvöld með útvöldum .......... :)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar