Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2006 Janúar

31.01.2006 19:40

Janúar 2006

Guðmundur Hilmar

Í gær var fyrsta langömmubarnið hennar mömmu skírt og heitir hann Guðmundur Hilmar. Athöfnin sem var mjög falleg og skemmtileg var í Grafarvogskirkju. Presturinn Lena Rós spilaði sjálf á gítarinn og við sungum, auðvitað. Flottur kór :)
Læt ég nokkrar myndir fylgja með.


Feðgarnir tilbúnir fyrir skírnarathöfnina.....

og hér fær prinsinn nafnið sitt, Guðmundur Hilmar


Næsta langömmubarn er hjá Sibba og Birnu í maí :)

Villi, Ólöf og Guðmundur Hilmar

Nafnarnir....

og með ömmu Helgu sem átti afmæli í gær :)

Æðislegur dagur og innilega öll til hamingju með hann :)

Nú svo var það sjónvarpsgláp í gærkvöldi, ekki mátti maður nú missa af söngvakeppni sjónvarpsins en strákarnir létu hana nú ekki trufla sig eins og sjá má. Bjartmar var bara að koma skepnum á kerrur og færa þær á milli borða og Sigurgeir var sem oft áður að leika sér við Sölku.


við gömlu hins vegar vorum hundfúl að hann Magni skildi ekki komast áfram......

Í dag er hundrigning og slagveður eins og svo oft áður, strákarnir fóru í sund á Selfoss og ég þarf að gera eitthvað af þessum ófáu verkum sem bíða eftir mér.....

Posted by Selma at 11:13 AM | Comments (0)

January 25, 2006

Flott prinsessa

Verð að setja hérna inn mynd af fallegu prinsessunni
þeirra Svanhildar og Magga.

Ég skrapp aftur í Neðra Sel í gær og við Toppa erum að meika það aðeins meir en síðast. Þetta krefst svolítið æfinu hugar og líkama og það er einhvern veginn ekki alltaf að virka hjá mér, ætli það sé ellin, maður er stundum svo lengi að hugsa. Ég segi nú stundum við krakkana sérstaklega þegar þau eru að bakka, stoppið á meðan þið eruð að hugsa því bíllinn heldur jú áfram á meðan þið hugsið og þið eruð stundum svo lengi að hugsa. Þetta á svolítið við okkur Toppu eða þá sérstaklega mig því ég stjórna henni jú. Ætli ég þurfi þá ekki a.m.k. 10-12 tíma til að fá æfingaaksturinn :)

Svo fór ég auðvitað og heimtaði kaffi, var reynar á óguðlegum tíma og lenti bara í kvöldmat og beið svo og beið þar til prinsessan vaknaði.

Annars er allt við það sama, við erum búin að leggja símana frá okkur, þeir hafa ekkert hringt meira en venjulega :(

Posted by Selma at 08:24 AM | Comments (0)

January 19, 2006

Þarf hjálp :)

Sigurgeir: Ég verð að hringja í 112
Ég: Nú af hverju
Sigurgeir: Nú af því ég þarf hjálp
Ég: Maður hringir ekki í 112 nema ef eitthvað mikið er að og maður þarf hjálp
Sigurgeir: Já ég þarf það, það er svo leiðinlegt að skrifa í skriftarbókina :)

Þannig er nú það, það er svo lítið um að vera hérna að við dunduðum við að semja auglýsingu í Gluggann um land eða bara jörð. Viðbrögð verða vonandi mikil :) og þá verður alveg brjálað að gera hérna.

Skrúfan í bakinu á mér er örugglega forskrúfuð, hún lagast ekki alveg og þar sem ég þyrfti að gera alveg hundrað hluti bíða þeir bara áfram, en eins og alltaf fara þeir víst ekki neitt. Ég fór reyndar austur í Neðra-Sel í morgun að líta á litlu prinsessuna þar, hún fór bara að orga þegar ég ætlaði að hossa henni. Ég skilaði henni hið snarasta og dreif mig í kennslustund hjá Magga. Við Toppa erum nú ekki alveg að meika það, held meira segja að það sé langt í land. Skrítið þó maður sé búinn að vera á hestbaki síðan maður var smápolli, þá virðist maður ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut nema að tolla á baki ;) Svo margt, ég meina allt, sem Maggi hefur sagt sem meikar svo mikinn sens. Þannig að ég er að læra alveg helling, spurning hvort það virkar svo þegar ég er komin á hestbak. Skil núna krakkagreyin sem lenda hjá mér í ökukennslu, hahahahaha.
Verst ég gleymdi myndavélinni þar eystra en ætlaði að nota hana á morgun því þá er foreldratími í klarinett hjá Sigurgeiri. Ætlaði að koma Bjartmari á granna minn hana Guðrúnu og fá "frið" með Sigurgeiri í smá stund.

Á morgun fer ég líka í eina af vinnunum mínum en hún er einn morgunn í viku hjá Zeppelín arkitektum á skrifstofunni, gæti það verið, ég meina skrifstofuvinna.

Og á morgun er aftur kominn föstudagur........

Posted by Selma at 02:14 PM | Comments (3)

January 16, 2006

Jæja

Eitthvað lítið um að vera hér nema þetta hefðbundna.

Verð auðvitað að segja frá henni Brellu minni gömlu sem hún Helga vinkona mín í Miðengi á og hefur átt sl. 4 ár eða svo. Hún þ.e. Helga þrammaði með hana á sýningu hjá DÍF sem ég steingleymdi að fara á, því miður, því hún og hennar ræktun þ.e. Helgu og Brellu, sem heitir réttu nafni Melkolku-Brenda, gerðu það bara rosalega gott.
Æðislega flott hjá þeim og til hamingju með það.

Posted by Selma at 08:56 AM | Comments (5)

January 08, 2006

Kominn tími til :)

Jæja það er víst kominn tími til að skrifa er það ekki. Annars hef ég nú ekki verið uppá marga fiska sl. viku. Það losnaði skrúfa í bakinu á mér 2. jan og það gengur eitthvað erfiðlega að herða hana aftur, gott að þetta var ekki í höfðinu :) Var að stíga út úr jeppanum og þá heyrði ég smellinn og hef verið ómöguleg síðan. Granni minn hún Guðrún var látin fara í apótekið og ná í dóp og hef verið á því síðan, aðeins farin að skána.

Fórum og hittum Elfu Þöll aðeins í gær áður en hún fór í loftið til USA. Æðislegt að hitta hana. Síðan fórum við í eldavélaleiðangur með mömmu.

Í morgun fékk ég sms frá Svanhildi og Magga Lár og bumbubúinn kom loksins í heiminn, lítil prinsessa. Innilega til hamingju með það.

Posted by Selma at 01:40 PM | Comments (0)

January 01, 2006

Gleðilegt ár :)

Kæru vinir og vandamenn og aðrir þeir sem lesa þetta:
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.

Hér koma myndir frá gærkveldinu en það virtist alveg vera nóg til af flugeldum hér í nágrenninu þvílíkt og annað eins skotið upp. Við vorum nú frekar hógvær í þessu, en eins og alltaf virðist karlpeningurinn fá eitthvað útúr þessu, Gústi Vals kom líka með smá en hann var hjá okkur. Ætlaði nú að taka fleiri myndir en tíkargreyið var gjörsamlega að farast úr hræðslu svo "einhver" varð að passa hana.Svo eru hérna tvær myndir af "hestum". Fórum í mikinn hestaleiðangur í gær. Byrjuðum á að fara og fá lánaða kerruna hjá Helgu vinkonu minni í Miðengi og tókum Gátu með okkur í kerruna sem Helga er búin að passa fyrir okkur í tæp tvö ár. Hún er undan Gerplu og Þóroddi sem er allrabesti graðhestur á landinu :) eða þannig. Fórum með hana í Neðra-Sel í hagagöngu.

Þar vorum við svo heppin að fá að smala stóðinu inn, þau settu það inn fyrir nóttina svo það stykki ekki út um allar áttir vegna flugeldaskothríðar. Þar hittum við fyrir Hlökk og knúsuðum hana í bak og fyrir og síðan hittum við Hugrúnu sem er þar í tamningu og knúsðum hana í bak og fyrir og svo hittum við nýju merina okkar "Toppu" það vantar á hana toppinn og knúsuðum hana í bak og fyrir og svo fórum við í kaffi og knúsuðum svo húsráðendur í bak og fyrir þegar við fórum. Frábær ferð í alla staði og vorum komin heim upp úr fimm þegar við vorum búin að skila kerrunni, takk fyrir það allt saman.

Í dag erum við svo að fara til mömmu í mat og þar hittum við alla :)

  • 1
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar