Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2005 Ágúst

31.08.2005 22:07

Ágúst 2005

August 27, 2005

Geggjaðir tónleikar

Fórum á alveg hreint frábæra tónleika í dag sem haldnir voru í Kerinu í Grímsnesi. Alveg meiriháttar flottir og veðrið var frábært. Tók mömmu með úr bænum í morgun því ég var að kenna þar en Bjartmar greyið var vakinn til að fara á þessa tónleika og geðið eftir því það sem eftir lifði dags. En meiriháttar flott....


Posted by Selma at 10:42 PM | Comments (4)

August 26, 2005

Sólberin mín....

Takk, takk fyrir allar afmæliskveðjurnar :-)

Playstation komin upp og virkar :-)

Bjartmar búinn að fara 2x á leikskólann og gengur vel. Hann allavega grenjar þegar hann á að fara heim þannig að honum hlýtur að finnast gaman :-)

Engin sólberjasulta búin til í ár þar sem þau fuku öll út í veður og vind í gær, dj.... var ég drullufúl yfir þessu þegar ég uppgötvaði þetta. Það hafði einhver góður maður sagt mér í fyrra að ég hefði þennan fína sólberjarunna úti í garði svo ég gerði sólberjasultu og hún var rosalega góð, þó ég segi sjálf frá. Svo ég var búin að fylgjast með þessum rosa flottu berjum og þar sem ég var ekki búin að finna blaðið með uppskriftinni á þriðjudaginn þá ákvað ég bara að tína nokkur rifsber og sulta þau og láta hin bíða sem ég og gerði.

Nú þegar var verið að setja upp "græjuna" inni hjá Sigurgeiri þá sá ég að sólberjarunninn var bara allur fokinn, bæði lauf og ber. Allt farið bara út í veður og vind nema nokkur ber sem ég fór og tíndi í rokinu og sultaði, náði 2 litlum krukkum - uhuhuhuhu.

Posted by Selma at 11:51 PM | Comments (1)

August 23, 2005

Spræk í morgun

Hér voru allir, nema hundurinn, ræstir kl. 05.30 til að fara á Keflavíkurflugvöll að ná í Begga. Hann er sem sagt kominn heim :-)
Fórum beint á skólasetningu og Sigurgeir mikið glaður því Magga heldur áfram með bekkinn hans enda sagði hann: "Magga ég er svo glaður að sjá þig".

Nú ég hlýt að hafa farið fram úr vitlausu megin núna undanfarna daga því ég ákvað að vera "góð" mamma og lét Begga kaupa playstation 2 fyrir Sigurgeir, nota bene hann fær hana í afmælisgjöf svo nú er að endurraða öllu húsinu fyrir þetta playstation dr..... því ekki fer ég að setja þetta í herbergið hans eða......

Í gær hringdi ég í einhvern einkaþjálfara og vildi komast í þjálfun áður en ég læki niður hérna í sófanum, dísús ekki veit ég hvað er að koma yfir mig en þetta gengur ekki svona lengur held ég.

Nú svo er bara að halda áfram í fjarnámi í Iðnskólanum og ég er að hugsa um að fara í MOM103 sem er freehand og flash :-)

Svo er nú það.......

Posted by Selma at 12:27 PM | Comments (3)

August 20, 2005

Berjamó

Í gær fórum við til Helgu í Miðengi að kíkja á hvolpana hennar Sölku sem fæddust auðvitað á afmælisdaginn minn. Hún átti 7 stykki, 6 hunda og bara 1 tík. Æðislega sætir og Salka bara ótrúlega róleg yfir þessu. Salka er sem sagt í fæðingarorlofi hjá Helgu :-)

Í morgun mætti ég til mömmu með strákana, skildi þá eftir þar og fór að kenna, fórum ekki á menningardag/nótt Reykvíkinga, býst við því að þeir skemmti sér bara án okkar eins og alltaf áður. Við skruppum hins vegar í berjamó uppí Grafning og þar tók ég þessar myndir.

Bjartmar hafði sofnað í bílnum og var ekkert sérlega kátur með þessa berjaferð til að byrja með

en það rjátlaðist af honum og hann meira segja tíndi uppí sig smá


Sigurgeir og Perla voru hins vegar alveg til í slaginn og þarna er Sigurgeir að lýsa beri fyrir Perlu :-)

og Sigurgeir sæll og glaður

og auðvitað engin mynd til af mér :-)

Posted by Selma at 10:05 PM | Comments (0)

August 17, 2005

Ég á afmæli :-)

Bara að minna ykkur á að ég á afmæli.....

Við Sigurgeir fórum til læknis í gær og hann þarf aftur í aðgerð :/ Það var nú svona nokkuð víst að þess þyrfti þar sem svæðið var allt svo sýkt þegar hann fór í hinar aðgerðirnar að það náðist ekki að hreinsa það alveg. Það fór greinilega að safnast í holuna í júlí og þegar hún var orðin ískyggilega stór fórum við með hann á Selfoss og þar var það hreinsað og hann á sýklalyf. Það hefur verið til friðs síðan en Þráinn sagði að best væri að reyna að ná þessum poka sem eftir er og þá ætlar hann að minnka örið í leiðinni. Þetta verður í september.

Við lentum í mat hjá Albert og Jóhönnu í gærkvöldi og fengum þennan æðislega fisk, takk fyrir það.

Nú hvað á svo að gera í dag, ég ætla EKKI að ryksuga þó svo ég þurfi þess greinilega. Er að hugsa um að fara með Sigurgeir í bíó en þá verð ég að bögga einhvern með Bjartmar. Ég geri það bara, það er góð hugmynd.

Posted by Selma at 09:39 AM | Comments (7)

August 13, 2005

Sleikjó

Verð að sýna ykkur þessa skemmtilegu mynd af Bjartmari þar sem hann er að gefa Perlu sleikjó. Hann fann þennan sleikjó hjá Sigurgeiri, held hann eigi 50 sleikjóa frá því á Kanarí því þar fá börn sleikjó eftir matinn á veitingastöðunum. Bjartmar kom mjög sposkur á svipinn til mín og fór að sleikja, vissi auðvitað að hann átti ekki að vera með þetta. Eftir smástund var hann kominn út og var að gefa Perlu með sér svo ég hljóp inn eftir myndavél, veit ekki hvort þau skiptust á að sleikja hann en Perlu fannst hann góður. Sleikjóinn endaði fljótt í ruslatunnunni......


Posted by Selma at 07:43 PM | Comments (0)

August 12, 2005

Aftur heim

Þá erum við nú komin aftur heim eftir frábært frí norður í Aðaldal með viðkomu á Blönduósi auðvitað.
Margt var nú gert skemmtilegt.
Merkast er auðvitað ættarmótið þar sem Sandalar Sigurbjargar og Njáls komu saman. Við fórum norður á sunnudegi á báðum bílunum enda eins gott því Beggi þurfti aftur suður á miðvikudeginum. Meiriháttar veður á mánudegi og þriðjudegi. Heldur fór nú að kólna á miðvikudegi og ofboðslega kalt á fimmtudegi og föstudegi en upp rann laugardagur með sól og logni. Alveg frábært. Ég nenni ekki að lýsa þessu í orðum, læt bara fylgja með myndasafn sem ég henti inn í kvöld en ég sé það í hendi mér að ég þarf að finna eitthvað fljótlegra albúm til að þetta taki ekki heilu dagana að setja inn nokkrar myndir.
Mæting var mjög góð en ég sé að ég hefði mátt taka fleiri myndir af fólkinu og börnunum sérstaklega.
Sigurgeir sá ég varla allan tímann, hann var úti að veiða eða leika sér við frændsystkini sín og hafði mjög gaman af þessu öllu saman sem og allir sem voru þarna.

Beggi fór til Denver á fimmtudeginum og missti af tengifluginu þar sem Flugleiðir voru aðeins of seinir aldrei þessu vant og svo var honum ekkert gefinn sérstaklega mikill tími á flugvellinum hvort sem var þannig að auðvitað missti hann af næsta flugi. Nema hvað það var nú ekki allt því næstu nótt fór brunakerfið í gang á hótelinu sem hann var á og allir ræstir út. Sérstaklega skemmtilegt en það var nú bara krullujárn sem hafði gleymst á rúmi einhversstaðar og allir reknir inn aftur.

Nú á Blönduósi var gott eins og venjulega, við vorum á hótel Brekkubyggð 15, frábært, allir á Spáni svo við fengum húsið alveg fyrir okkur.
Það fóru nokkrir í próf í gær og það gekk bærilega.
Svo hittumst við stelpurnar í saumó aðeins hjá Ólöfu til að kíkja á gjafirnar og spjalla. Meiriháttar notalegt.

Suður í dag og back to normal á morgun :)

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar