Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2005 Júní

30.06.2005 22:03

Júní 2005

June 30, 2005

Aftur norður

Fyrst kallinn er kominn í frí dríf ég mig auðvitað norður á morgun. Það liggur eitthvað fyrir í kennslunni og próf í næstu viku. Var svo leiðinleg við krakkagreyin að ég frestaði prófinu þeirra um viku. Svona getur maður verið leiðinlegur alltaf að hugsa bara um sjálfan sig :-)

Nema hvað það er búið að hundrigna hérna finnst mér í marga daga, ég held allavega að blómin mín séu að drukkna þarna úti svo ég dreif sum þeirra bara inn í garðhúsið. Ætli sé ekki best að hafa þau bara þar.

Nú ég var eitthvað leið á þessu aðgerðarleysi hjá Sigurgeiri þessa dagana svo ég msn-aði Helgu í Miðengi til að vita hverjir væru eiginlega með reiðnámskeið fyrir börn hér í nágrenninu af því hún veit allt og hún vissi það auðvitað það var í Þorlákshöfn. Ég hringdi og það var akkúrat námskeið í gangi sem byrjaði reyndar á mánudaginn en hann mátti alveg koma og ég dreif hann af stað. Þetta var kl. hálf tólf í morgun og hann var mættur kl. eitt. Þegar ég kom að ná í hann mætti hann með kettling í bílinn og sagðist alveg mega eiga hann, hann væri meira segja ókeypis. Ég hélt nú ekki, væri nú ráð að hann hugsaði eitthvað um þessa hunda áður en hann færi að taka að sér ketti og hana nú.

Beggi er sem sagt kominn í sumarfrí og fer út 14. júlí. Þá er bara að plana Boston ferð. Verst að það er alltaf hættan á að verkefnið lengist í annan endann og það er venjulega seinni endinn svo það er svolítið erfitt að setja ferðadag, sjáum til.

En sem sagt norður á morgun og ég verð held ég bara alla vikuna.

Posted by Selma at 10:31 PM | Comments (1)

June 28, 2005

Kemur og fer

Já maður kemur og fer.
Kom heim á sunnudagskvöld eftir mikla kennslulotu og á námskeið hjá KHÍ í akstursmati í gær. Tók mömmu með á sunnudagskvöldið og hún var hér í gær. Skilaði henni í dag :-)
Maður er bara alltaf á ferðinni.

Varð vitni af skelfilegustu umferðarmenningu sem ég hef séð lengi og þá er ég nú að tala um að ég er nú búin að vera þónokkuð úti á þjóðvegi sl. 5 ár. Þetta var að sjálfsögðu stórhættulegur framúrakstur á þjóðvegi 1. Ekki einn heldur margir og á ótrúlegustu stöðum. Ég er ekki hissa á því þó verði slys, en ég segi nú sem betur fer sleppur það þó þetta.
Meira segja strákarnir sem ég var að kenna urðu forviða.

Posted by Selma at 04:39 PM | Comments (1)

June 24, 2005

Norður norður norður

Jebb norður í dag - ekki nema í Hrútafjörðinn að vísu að kenna þar, suður aftur á sunnudag til að fara á námskeið á mánudaginn, norður kannski aftur á mánudag, þriðjudag, fer eftir því hvern ég get platað til að passa á þriðjudag og miðvikudag því þá fer Beggi í frí, hann breytti fríinu úr júlí í júní .......
ég þarf hins vegar að kenna - auðvitað fyrir norðan.....

Eva Dögg er búin að vera hér í nokkra daga og það var æðislegt, hún fer norður með mér í dag.

Posted by Selma at 10:46 AM | Comments (0)

June 22, 2005

Út að hjóla

Gamla fór bara út að hjóla.
Við rauðhausarnir fórum út að hjóla í kvöld og ég man meira segja hvernig á að hjóla. Ég var nú að vona að það væri sprungið á hjólinu en Beggi pumpaði bara í dekkin og það virkaði strax.

En nýasta nýtt, Beggi er að fara til Bandaríkjana að vinna frá 14. júlí - 10. ágúst. Jájá eða 10. sept. maður veit aldrei.

Sumarfríið í upplausn, búið að fá sumarbústað alla leið á Kirkjubæjarklaustri í júlí. Ættarmót á Sandi í byrjun ágúst, búið að leiga tjaldvagn á Akureyri fyrir þá ferð, húsbíllinn seldur um daginn :-(
Hver býður sig fram til að fara með okkur :-)

Nema hvað við æltum sko að fara á eftir honum og hitta hann í Boston í nokkra daga. Tilvalið það eru ekki nema 20 ár síðan ég fór til Boston sem au pair. Vá og ég ennþá svona ung.

Posted by Selma at 09:43 PM | Comments (4)

June 21, 2005

Afmæli

Krúttið hann kallinn minn á afmæli í dag, hann er 40 eitthvað :-) til hamingju með það. Auðvitað verður eitthvað ógó gott í kvöldmatinn.......

Nema hvað ég gerði alveg stórgóða ferð á Hvanneyri í gær að heimsækja Magga Lár og Svanný. Algjörlega frábær og skemmtileg ferð. Við komum um fimm leytið og fórum ekki fyrr en um hálf ellefu. Svona er nú gaman að fá mig í heimsókn, sit bara og sit og læt bjóða mér í kvöldmat og allt. Reyndar voru nú strákarnir orðnir töluvert lúnir og sofnuðu um leið og þeir komu út í bíl.

Við fórum auðvitað að skoða hrossin og þá var ein merin þeirra nýköstuð, brún meri þar. Nú og svo er Hlökk hjá þeim að bíða eftir sónarskoðun eftir að hafa hitt hann Orra, eða ekki hitt heldur svona óbeint.......

Strákarnir vildu endilega fara á hestbak svo Hlökk greyið sat í súpunni með það og hún Hildur var auðvitað ekkert nema góðmennskan og við klöppuðum henni í bak og fyrir.

Alveg hreint frábært og takk fyrir Maggi og Svanný.

Og svo eru hér auðvitað myndir af þeim strákum og Hlökk

og ein af Hildi sætu

og svo er hér ein mynd af sundferðinni á sunnudaginn þegar sundlaugin í garðinum var vígð aftur eftir breytingar....

Posted by Selma at 01:57 PM | Comments (2)

June 19, 2005

Komin aftur heim

Jæja við skelltum okkur bara heim í gærkvöldi og vorum við komin í hús um hálf eitt í gærkvöldi, Sigurgeir svaf alla leiðina en Bjartmar sem var búinn að fá sér lúr áður en við lögðum af stað, vakti alla leið og missti sig svo alveg á Hellisheiðinni þar sem EKKERT var stoppað á leiðinni. Allir dauðþreyttir þegar heim var komið.

Ekki man ég nú alveg hvernig síðustu dagarnir voru en ég var allavega að kenna og Jóhanna að passa og Sigurgeir hjá vinum sínum.

Náði nokkuð mörgum af þeim sem ég ætlaði að heimsækja en alls ekki öllum, ég náði allavega bestu pizzu ever, sem ég hef smakkað á Íslandi, hjá Gústa og Guðrúnu, alveg megagóð og segi ykkur alls ekki hvað var á henni.
Ég var sem sagt með heimsóknarlista en þeir sem ekki fengu mig í heimsókn núna fá mig yfir sig í næstu ferð, sem verður fljótlega :-)

En ég náði allavega nokkrum myndum sem ég fljóta hérna með. Það eru auðvitað myndir af hrossum til að byrja með, fyrst Hátíð og Sigurgeir, hún er svo mikil dúlla og alveg sama þó sé verið að hnoðast á henni. Þau eru hér sem sagt fyrir neðan.

Nú svo var að ná mynd af Hrund, jörpu merinni okkar Tryggva hún er auðvitað líka flottust....

og svo drifum við okkur í Miðhús en þar var verið að bera á og Bjartmar vildi alveg endilega prófa dráttarvélina hjá frænda sínum og það var engin leið að fá hann út úr henni aftur enda lokaði hann bara hurðinni á okkur....

Þegar heim var komið smellti ég mynd af gula fallega sópnum og líka smá fjólublátt, mikill munur á gróðri á viku :-)

Posted by Selma at 03:37 PM | Comments (3)

June 15, 2005

Á Blönduósi

Er ekki rétt að skella inn fréttum frá Blönduósi, ekki það að það sé eitthvað að frétta, því ég er auðvitað bara búin að sitja útí bíl að kenna síðan við komum.

En samt:
Við herlegheitin komum norður á sunnudag með gjörsamlega pakkfullan bíl, hundinn og allt ja nema Beggi var í Þýskalandi þannig að hann slapp við að vera pakkað saman. Benni kom með okkur norður og þar sem ég gat ekki ákveðið hvar við ættum að ráðast til atlögu með svefnstað þá rákum við Siggu og Hödda bara suður í menninguna og lögðum Brekkubyggð 4 undir okkur. Vá þau vita ekki hvernig hún lítur út núna. Það er nefninlega alveg heilmikið mál að leggjast uppá fólk í heila viku fyrir næstum því heila fjölskyldu og hund. Reyndar er hundurinn yfirleitt aðalmálið þótt hún sé óskaplega góð. En þar sem Höddi var að fara að vinna í henni Reykjavík, Sigga var að gera sig klára fyrir Ítalíuferð 17. júní og stelpurnar allar fyrir vestan hjá afa og ömmu þá atvikaðist það svo að hér erum við. Hér er heldur ekkert mál að vera með hund eða jafnvel hunda. Þvílík sæla og takk takk takk takk.

Nú vikan hófst sem sagt á því að sofa næstum fram að hádegi, fara í kaffi til Hörpu H. og fara svo að kenna kl. 14 og kenna alveg til 10 held ég. Fékk þessa úrvals barnapíu hana Jóhönnu til að dröslast með Bjartmar daginn út og inn. Jóhanna er dóttir Höskuldar löggu og ég er með húsið hans Hödda löggu í láni........

Dagur 2 var svipaður degi nr. 1 nema hvað við fórum í sund og það var mjög notalegt, engar rennibrautir til að æsa sig yfir og auðvitað ís á eftir í Kaupfélaginu, nei Húnakaup nei Samkaup heitir það nú!

Dagur 3 var afskaplega svipaður nema hvað ég fór ekki að kenna fyrr en kl. 3 og því náðum við að fara í Þingeyra og kíkja á hana Hátíð sem er 2 vetra 19. júlí og það kemur mynd af henni síðar. Voðalega gott að koma þar í kaffi og trufla fólk við bústörfin.....

Sigurgeir er voðalega duglegur að heimsækja vini sína og þarf því litlar áhyggjur að hafa af honum.

Á morgun eru Eyvindarstaðir, Raddý, kenna og annaðkvöld pantaði ég kvöldmat hjá bæjarstjóranum, það yrði að vera eitthvað voðalega gott og að það hentaði mér að koma kl. 19.30. Alltaf gaman að fá mig í mat :o)

Í lokin verð ég að segja ykkur eina alveg dásamlega af nemenda mínum:
Erum að koma keyrandi hjá Höskuldsstöðum á leið á Blönduós og þar eru kýrnar að koma út. Á úteftir leiðinni, þ.e. á Skagaströnd, benti ég á kúamerkið hjá Höskuldsstöðum og að það væri vegna þess að kýrnar kæmu þarna gangandi eftir veginum fyrir og eftir fjós og maður yrði að spá í það. Já já allt í lagi með það nema að auðvitað eru þær að koma þarna út þegar við komum til baka og haldiði ekki að minn bara skelli höndunum á flautuna og flauti og ég sveitamanneskjan sem þoldi ekki þegar flautað var á mann þegar maður var með skepnur á vegi, snarstoppaði bílinn og hélt langa ræðu um það að maður flautaði ekki á menn og skepnur við veg. Og bara aldrei að flauta og þá kom bara "nú til hvers er flautan eiginlega". Já góð spurning!!!!

Posted by Selma at 10:08 PM | Comments (2)

June 10, 2005

Sá græni

Jæja þá er úðarinn kominn og farinn, búinn að úða tréin, það þurfti nefninlega maður að koma að norðan til að segja mér að maðkurinn væri að éta limgerðið hér að framan. Ég kom auðvitað alveg af fjöllum. Þetta var auðvitað hann Gústi nágranni minn fyrrverandi sem sá alltaf alveg um garðinn minn á Brekkubyggðinni enda vissi ég aldrei um eitt eða neitt þar.

Komdu bara sem oftast Gústi minn og Guðrún bara líka.

Posted by Selma at 08:02 PM | Comments (1)

Sundferð

Þá er Beggi farinn aftur til Þýskalands og kemur aftur á mánudaginn. Við fórum loksins í sund í dag því Sigurgeir losnaði við gipsið svo við stormuðum í sund. Get ekki sagt að mér hafi fundist neitt skemmtilegt því auðvitað vildi Bjartmar fara í allt það sem strákarnir fóru í, þ.e. Sigurgeir og Benni sem er í heimsókn hjá Sigurgeiri og fer með okkur norður á sunnudaginn. Sundferðin, sem var frekar stutt sökum óánægju Bjartmars með mömmu sína að nenna ekki í rennibrautirnar með honum, endaði auðvitað í ísbúðinni. Mér fannst það miklu skemmtilegra en sundið, ég held það sé eitthvað ættgengt þetta með ísinn.

Aftur til Reykjavíkur á morgun að kenna svolítið og svo er stefnan á Blönduós á sunnudaginn að kenna þar næstu viku. Voðalega verður það gaman.........

Posted by Selma at 05:36 PM | Comments (3)

June 09, 2005

Tekin út

Ég skrifaði webmaster hjá skífunni í gær og bað þá að taka þetta út sem þeir og gerðu :-) Þannig að það virkar ekki lengur að kíkja á Skífan.is og sjá linkinn á mig.

Posted by Selma at 09:34 AM | Comments (0)

June 08, 2005

Meira hissa

Jæja maður verður alltaf meira hissa, núna hefur einhver komið inn í gegnum Skífan.is þar sem ég er í "links" heimasíða Selmu. Ég bara spyr nú eins og kjáni, kynnir fólk sér ekkert áður en það linkar hingað og þangað. Þetta sem sagt finn ég út með því að fara á teljarann og þar fæ ég upplýsingar um það hvaðan fólk kemur inná síðuna. Ekki svo að ég viti hverjir það eru en sé stundum hvaðan það kemur sem er náttúrunnilega ekkert nema gaman.

Þetta er sem sagt alveg ennþá barasta fyndið.......

Posted by Selma at 03:10 PM | Comments (3)

June 07, 2005

Selma .... hvaða

Já hvað haldið þið að maður finni, mig inná einhverri upplýsingasíðu frá Hollandi, held allavega að hún sé þaðan og ég er undir músíkinni, skildi þetta eiga að vera Selma Björns...

Mér finnst þetta barasta fyndið.......

Posted by Selma at 10:15 PM | Comments (1)

June 06, 2005

Rigning

Haldið þið ekki að það sé rigning og við sem ætluðum í skólagarðana í morgun. Nema hvað þegar betur var að gáð þá voru regnbuxurnar í Miðhúsum síðan við vorum í sauðburði og gúmmístígvélin orðin alltof lítil og svo auðvitað gipsið sem ekki má blotna svo við ákváðum bara að vera heima.

Myndin hér að neðan er síðan í gær, það var auðvitað gott veður í gær og Sigurgeir ákvað að skreyta blómabeðin svolítil með skeljunum sem hann tíndi út á Gróttu. Þetta beð ásamt öllum örðum beðum í garðinum var fullt af grjóti og við ákváðum að losa okkur við mikið af grjóti og setja frekar litrík sumarblóm í þau, allavega í sumar.

Þetta er sem sagt beðið áður en við tókum grjótið úr, ömurlega drungalegt.....

Posted by Selma at 10:46 AM | Comments (2)

June 05, 2005

Uppáhaldsplantan mín

Þetta er uppáhaldsplantan mín í garðinum, geislasópurinn, hann er nú kominn til ára sinna held ég og ekki nógu vel hugsað um hann síðustu ár, hefði mátt klippa hann eitthvað til svo hann væri ekki útum allt. Hann er svo rosalega fallegur þegar hann blómstrar. Rigningin í gær bætti heldur betur úr fyrir gróðurinn. Það varð sko alveg hellidemba og svo fínt veður það sem eftir lifði dags.

Posted by Selma at 10:58 AM | Comments (1)

June 04, 2005

Gaman í gær

Það var svo gaman í gær, fór í bæinn með mömmu og hitti svo Elfu á eftir. Fórum víða t.d. að ná í lakkrís, gott að luma á svoleiðis sætindum í henni Ameríkunni, í föndurbúð, í Perluna að borða ís og svo datt Elfu í hug að skreppa út á Gróttu og þar sátum við og spjölluðum meðan Sigurgeir safnaði skeljum og Bjartmar svaf á meðan. Meiriháttar dagur, takk kærlega Elfa mín, alveg frábært að hitta þig.

Nú er bara verið að baka og svoleiðis, hlýtur einhver að droppa við í kaffi í dag................

Posted by Selma at 11:28 AM | Comments (3)

June 03, 2005

Skólaslitin

Þá er nú skólinn búinn og það tókst bærilega að slíta honum. Sigurgeir spilaði Sailing með gítarkennaranum því Ian var kominn í frí og það var flott auðvitað. Tók að sjálfsögðu myndir sem fljóta hér með en þar sem ég og myndavélin erum ekki alveg að gera það þá urðu myndirnar ekki í fókus en ég læt þær samt fljóta hér með. Ég held ég þurfi eitthvað að fara að lesa þennan leiðbeiningabækling betur með myndavélinni því myndirnar virðast ansi oft verða úr fókus þegar teknar eru myndir inni.

Nú svo er bara Reykjavík með mömmu á eftir, hún þurfti auðvitað að horfa á drenginn spila, held henni hafi ekkert leiðst það. Beggi er í Þýskalandi og er örugglega bara að vinna.

Posted by Selma at 10:28 AM | Comments (1)

June 02, 2005

Fín ferð

Gerði þessu fínu ferð norður í gær, 3 í próf og það gekk frábærlega auðvitað, ekki við örðu að búast. Sá nýfædda folaldið okkar Tryggva undan Hyllingu, mynd hér að neðan af þeim mæðgum. Fór síðan upp í hesthús til Tryggva og sá þar rauðan hest sem við eigum líka. Tryggvi lagði á og þar er fínn klárhestur.
Kíkti aðeins til Guðrúnar, fyrrverandi nágrannakonu minnar og náði smá spjalli og það var aldeilis gott og svo aðeins til Berglindar og náði líka smá spjalli þar. Frábært.
Mamma kom og reddaði málunum hér, svo læt ég hana bara vera hér þangað til á morgun og við förum á skólaslitin, Sigurgeir á að spila þar. Beggi missir af því því hann fór til Þýskalands í morgun og kemur heim eftir 5 daga sem þýðir 10-14 daga ef ég man það rétt.

Annars bara sól og sumar og blóm blóm blóm..........

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar