Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2005 Mars

31.03.2005 21:52

Mars 2005

fimmtudagur, mars 31, 2005

Vitið komið úr fríi

Vá hvað er mikill munur að vera búin að fá vitið úr fríi, ég verð nú að segja það að ég er alveg óskaplega fegin en þetta gekk nú auðvitað ekki alveg þrautarlaust fyrir sig, fyrst var það nú aflgjafinn, svo var það móðurborðið eða hvað þetta nú heitir og ég endaði í að kaupa nýjan turn. En þar sem maður er svo heppinn að þekkja rétta fólkið þá benti hún Helga í Miðengi mér á hann Kristján sem bara REDDAÐI þessu öllu fyrir mig og nú er ég sem sagt komin í samband aftur. Dísús hvað ég er ánægð.

Selma

mánudagur, mars 28, 2005

Vitið í fríi

Jæja, þá ákvað vitið mitt að fara í frí og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð þar til vonandi það verður komið aftur um hádegi á morgun. Tölvan mín ákvað nefninlega að nenna þessu ekki lengur og slökkti á sér í fyrradag og ég verð nú að segja það að ég er nú eiginlega höfuðlaus á eftir. Það er ég er alveg með höfuðið en það er bara ekkert í því. Sem sagt maður sér þegar tölvan er ekki lengur "mem" þá verður maður eins og höfuðlaus her. Eins og þið vitið öll þá er allt í tölvunni hjá manni og aldrei er nú verið að hafa fyrir því að taka afrit af þessu öllu saman en ég get nú eiginlega huggað mig við það að það er "kannski" bara einhver aflgjafi sem er farinn ekki endilega allt vitið, allavega vona ég það. Veit það um hádegi á morgun.

Nú er ég að hamra á tölvuna hans Begga sem ekki er með ADSL og jeminn það tekur allan daginn að bíða eftir síðunum að poppa upp svo maður nennir því nú ekki, gott ráð til að aftölva sig að fara í svona gamaldags tölvur en hér er búið að vera svo mikið að gera undanfarna daga að ég hef hvort sem er ekkert mátt vera að því að vera í tölvunni.

Fyrst komu Fanney, Óskar og krakkarnir hingað suður yfir heiðar og voru í bústað hérna á Núpi, þau komu svo í mat hingað á föstudaginn langa og mamma og Gummi bróðir og Ólöf líka og ég eldaði að sjálfsöðgu lambalæri áður en þau verða uppseld en það á víst að gerast í sumar segja blöðin. Ég var með þrjár mismunandi kryddtegunir á þeim, þ.e. lambalærunum ekki fólkinu og aldrei bregst það, ógó gott og vel heppnaður dagur. Virkilega gaman að fá fólk í mat, það er svo gaman að borða með skemmtilegu fólki ......

Strákarnir, þ.e. mínir og Fanneyjar, fóru allir í sund bæði á fimmtudag og föstudag og meira segja Bjartmar fór líka þótt hann væri með kvef. Ég held honum hafi ekki fundist neitt leiðinlegt en honum var víst eitthvað kalt því hann mátti ekki vera að því að vera alltaf ofan í vatninu og það var víst ekki 20 stiga hiti úti. En honum var ekki meint af.

Jæja á páskadag fórum við í fjöruferð hérna niður eftir og það var alveg svakalega gaman, alein í heiminum og Bjartmar vildi auðvitað bara strauja á haf út en við héldum aftur af honum. Við hefðum alveg getað verið þarna allan daginn því þarna sem við vorum sáum við ekkert nema hafið og sandhóla og það var fjara og þónokkuð brim þó það væri alveg logn. Sem sagt algjört æði og allir dauðuppgefnir þegar heim kom, meira segja hundarnir voru þreyttir eftir þessa ferð.

Í dag klifum við Sigurgeir og hundarnir Hamarinn og síðan skruppum við öll aðeins í kaffi í Kópavoginn og enduðum á Pizza Hut svona til tilbreytingar.

Og á morgun kemur vitið vonandi aftur.......

Selma

föstudagur, mars 25, 2005

Takk, takk, takk, takk

Já auðvitað gleymdi ég aðalatriðinu að þakka öllum fyrir alla hjálpina og við vorum í íbúðinni á Hæli hjá Jonna og Ólöfu og það var gjörsamlega geggjað, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, bara við sjálf enda þegar ég var búin að dásama þetta mikið fyrir Sigurgeiri þá sagði hann við Ólöfu, það er svo hljótt og kyrrt hérna, svo óskaplega gott að vera hérna. Svo merkilegt að honum var alveg sama um sjónvarpið þegar hann var búinn að fá að vita það að það væri bara ekkert sjónvarp, en ég varð nú reyndar að spila við hann lúdó í staðin og Erla Rut þurfti þess líka, en það var bara gaman.

Sem sagt takk takk takk Ólöf og Jonni, Erla Rut og allir á Helgavatni, Jobba og allir í Fagranesi og Guðrún og allir á Brekkbyggð 15.

Selma

Mikið að gera

Vá maður er búinn að gera svo mikið!
Við fórum norður á laugardaginn og sáum sýninguna í Reiðhöllinni á Blönduósi, barasta flott og mjög gaman. Um kvöldið fórum við gömlu á árshátíð hestamanna og Guðrún og Gústi lögðu það á sig að vera með strákana alla nóttina og alveg fram að hádegi á sunnudag. Ég verð auðvitað að segja ykkur það að ég fékk verðlaun, sko ÉG pæliði í því. Ég átti efstu 4 vetra hryssuna í A-Hún á síðasta ári hana Hyllingu frá Blönduósi og ég fékk bikar. Vá hvenær skildi ég fá bikar næst. Ætla auðvitað að setja mynd af mér með bikarinn þegar hún kemur, þ.e. myndin svo bíðið bara róleg.

Beggi fór suður á sunnudeginum og við hin urðum eftir, þ.e. ég og strákarnir því á síðustu stundu aumkaðist Eva Dögg barnapía í Hveragerði til að passa hundana svo ég þyrfti ekki að dröslast með þá með mér og Jonni og Ólöf ekki að hlusta á gjammið í þeim. Ég sem sagt eyddi svo vikunni í að kenna að sjálfsöðgu og strákunum var komið fyrir á hinum ýmsu stöðum. Það er til svo mikið að góðu fólki þarna. Þetta gekk allt vel og strákarnir sem fóru í próf á miðvikudeginum náðu báðir, ég held að brosið sé enn á örðum þeirra.

Náðum nú ekki að heimsækja marga en fórum að heimsækja Boggu í Ömmuhús og þvílíkt flott hús og útsýnið maður, það er gjörsamlega algjörlega geggjað. Ætli séu ekki margir sem myndu borga mikið fyrir svona útsýni. Allavega ég pottþétt.

Enduðum í Miðhúsum á miðvikudagskvöld, allir þreyttir og alltof mikil umferð til að fara að keyra suður svo við gistum í Miðhúsum. Sigurgeir dreif sig á fætur í fjósið með frænda sínum og lenti í smíðavinnu svo hann var nú ekkert á þeim buxunum að fara heim en þar sem ég gat lofað honum sundferð með frændum sínum á Eyvindarstöðum þegar heim kæmi, þá lét hann til leiðast og það var þreyttur drengur sem sofnaði í sófanum í gærkvöldi.

Fanney og Óskar eru í sumarbústað hérna niðri á Núpi og ætla að koma í mat í kvöld ásamt mömmu og Gumma bróðir. Hinn stóri bróðir minn og hans fjölskylda fóru norður í Helgavatn í gær. Svo þetta fer svona sitt á hvað.

Meir síðar.......

Selma

fimmtudagur, mars 17, 2005

Norður á laugardag, auðvitað

Já er ekki best að nota tímann á meðan maður bíður eftir breytingum í skránni, þeir þurfa nú að breyta fram á síðustu mínútu. En held samt að þetta sé allt klárt núna og það er alveg 2 dögum fyrr en venjulega sem er frábært þá get ég kannski klárað verkefnið mitt í IR áður en við förum norður sem verður á laugardag, maður má aldrei missa af neinu. Það er einhver skemmtun hjá Sigurgeiri á föstudag í fimleikunum svo hann má ekki missa af því og við megum svo ekki missa af hestasýningunni á Blönduósi á laugardaginn svo við drífum okkur bara á laugardagsmorgunn og við gamla settið förum svo á árshátíðina um kvöldið þ.e. hestamanna. Það er svo gaman. Ég er meira segja búin að fá heila íbúð til leigu hjá þeim Ólöfu og Jonna á Hæli, því það fer öll fjölskyldan með þar með talið hundarnir sem er nú ekkert smá mál en ætli maður reyni ekki að hafa hemil á þeim í sveitinni. Maður fær nefninlega ekki alls staðar inni með marga hunda, held nú yfirleitt að maður sleppi ef maður tekur bara börnin með sér.

Ég má auðvitað ekki gleyma að segja ykkur að hér kom fullt af gestum um síðustu helgi, allir að norðan. Fyrst droppaðu Berglind og Jóhanna Björk í heimsókn á föstudagsmorgninum og svo komu Harpa og Valdi á laugardeginum, algjörlega frábært. Takk fyrir það.

Á sunnudaginn fórum við á hestasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal, æskan og hesturinn og þar var mjög margt um manninn og mjög gaman. Alltaf svo gaman að sjá litlu púkana á hestbaki.

Og svo er þetta hefðbundna núna..........

Selma

þriðjudagur, mars 15, 2005

Enginn tími

Jæja Gústi minn bara til að láta þig vita að það er í lagi með okkur hérna sunnan heiða, vona það sama um þig!!!

Maður hefur bara engan tíma til að skrifa, skattframtal, verkefnið í IR sem tekur allan minn tíma núna og svo þarf ég að henda upp einni sýningarskrá fyrir hestakallana fyrir norðan ef þeir myndu nú ........ til að senda mér eitthvað til að hafa í henni.

Svo þar til næst.......

Selma

mánudagur, mars 07, 2005

Veikur

Það er auðvitað ekki fréttnæmt að einhverjir séu veikir en það er eiginlega hér því Bjartmar er veikur og 7,9,13 hann hefur aldrei verið veikur áður, nú liggur hann bara í sófanum og sefur. Kall anginn.

Nú ferðin norður var MJÖG góð, gerði alveg rosalega margt, fór á bingó og vann ekkert, fór til Hörpu E og vann mikið. Drakk mikið kaffi, lærði mikið á DW og töluðum mikið um heimisins mál auðvitað. Það var alveg rosalega frábært og í framhaldi af því er ég búin að skila verkefninu mínu í IR. Það fáið þið að sjá síðar!
Nú svo fór ég nokkra aðra bæi og fékk kaffi og svo kenndi ég auðvitað ekki má gleyma því.

Í dag er Reykjavíkurferð með Sigurgeir enn og aftur, vonandi lítur þetta betur út og ég verð að drösla Bjartmari með, skil hann bara eftir hjá mömmu á meðan.

Og hér er æðislegt veður..............

Selma

fimmtudagur, mars 03, 2005

Flott hjá krökkunum

Það var bekkjarárshátíð í dag hjá 2. bekk og ferlega flott hjá þeim. Sigurgeir fékk að vera kynnir, vissi nú að hann masaði útí eitt í tímum og hélt því að hann myndi standa þarna og segja brandara allan tímann en nei hann stóð sig mjög vel og ég var ákaflega stolt af honum, það er nú ekki alveg alltaf sem hann hefur viljað standa fyrir framan fullan sal af fólki, hann vildi allavega ekki taka þátt í fimleikamótinu sl. laugardag. En honum fannst þetta ekkert mál. Nema hvað þetta var virkilega gaman og svo var þessi svakalega fermingarveisla á eftir og ég bakaði auðvitað snúða, lang fljótlegast.

Bjartmar fílaði sig í botn þarna í matsalnum og steinlá svo úr þreytu þegar heim kom. Sem sagt mjög skemmtilegt.

Nú hér sit ég uppi með Border collie hvolp sem ég ætla að taka með mér norður á morgun, er sem sagt að fara norður að kenna og hann er svo stilltur og prúður og alveg voðalega sætur. En ég verð nú samt fegin þegar hann fer því hann pissar út um öll gólf, Bjartmar vill oftast þurrka það upp og ég er nú svosem ekkert of hrifin af því. Hann uppgötvaði það líka þ.e. hvolpurinn að Bjartmar er svona í svipaðri hæð og hann og fínt að leika sér við hann, toga í náttfötin og svona ýmislegt skemmtilegt sem Bjartmari fannst ekkert skemmtilegt. Hann þ.e. Bjartmar er vanur að geta hnoðast á hinum hundunum svo hann skilur þetta ekki alveg.

En sem sagt norður að kenna á morgun. Gaman gaman.......

Selma


Ótrúlegt en satt, Sigurgeir var kynnir á bekkjarárshátíðinni í 2. bekk í dag og það var sko ekkert mál. Posted by Hello


maður er auðvitað langflottastur Posted by Hello

þriðjudagur, mars 01, 2005

Ég get sungið...

Tónlistarkennarinn hringi í mig í dag og sagði að ég yrði að koma að hlusta á Sigurgeir spila sem ég og gerði. Hann er þvílíkt ánægður með hann að hann bara varð að láta mig hlusta á hann spila. Ég hef nú svo sem alveg hlustað á hann hér heima en svo sem ekkert spáð í það. Hann allavega spilar lag!!
Nú svo átti Sigurgeir að spila eitthvað lag með honum og ég hummaði með því hann sagði að það væri svo gott fyrir hann að æfa sig svoleiðis heima, ég sem kann engin lög en þegar ég var í sem mestu humminu sagði hann "ert þú ekki í kór, þú syngur svo vel" glætan maður að ég gæti sungið, hvað þá í kór. Ég get nú ekki annað en hlegið...... en Sigurgeir var frábær og ótrúlegt hvað hann er búinn að ná tökum á þessu klarinetti á svona stuttum tíma.

Selma

Reykjavík ó Reykjavík ......

Get ekki sagt að það sé neitt að gerast hérna, fór alla síðustu viku til Reykjvíkur með Sigurgeir og aftur í gær, fór meira segja tvisvar í gær til Reykjavíkur, hvað munar manni um það. Þetta lítur vel út hjá Sigurgeiri og förum aftur á miðvikudag, ótrúlegt hvað hann hefur mikla þolinmæði gagnvart þessu, ekki viss um að ég hafi sömu....
Á laugardaginn var ég að kenna í Reykjavík, tveir piltar að norðan komu og námu umferðina í Reykjavík. Held það sé öllum hollt þó umferðin sé nú kannski ekki eins og maður vildi hafa hana. Þetta var mjög skemmtilegur dagur og þeir höfðu virkilega gaman og gott af þessu.

Á sunnudag var Bjartmari komið fyrir hjá mjög góðu fólki útá Álftanesi, nánar tiltekið hjá Alberti og Jóhönnu á meðan við fórum í bíó með Sigurgeir. Sáum Grímuna 2 og þeim feðgum fannst mjög gaman, ég hef nú meiri húmor fyrir einhverju rólegra.

Þannig að það var farið til Reykjavíkur alla daga í síðustu viku. Gaman gaman!

Nú það er próf aftur á fimmtudag á Selfossi og ég get nú ekki sagt annað en það að ég sé bara virkilega stressuð. Svo eru 3 strákar að fara í bóklegt próf á Sauðárkróki á morgun og það gengur örugglega mjög vel hjá þeim og svo er þá að skella sér norður til að láta þá klára þetta. Ekki hægt að vera próflaus endalaust!!

Nú ætli sé ekki rétt að fara í að reyna að klambra þessu verkefni saman fyrir IR, ég er reyndar ekki alveg að skilja það en það kemur, verst hvað fer rosalegur tími í að reyna að skilja það......... en eins og allir vita þá er tími manns mjög dýrmætur.

Selma

  • 1
Flettingar í dag: 334
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641608
Samtals gestir: 98128
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 09:57:59

Tenglar