Í fréttum er þetta helst....

Færslur: 2004 Nóvember

30.11.2004 21:42

Nóvember 2004

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jólaföndur

Ég var svo gjörsamlega búin að gleyma hvernig ég ætti að setja myndir þarna inn og er sem sagt búin að berjast í því í kvöld "án Hörpu" og YES það tókst. Dj.... er ég klár. LOL.
Nema hvað það var sem sagt jólaföndurdagur hjá 2.bekk og auðvitað mættum við. Þau áttu sem sagt að búa til hvítt jólaskraut úr pappír og fórum við svo með það niður í Listasafn Árnessýslu og skreyta jólatréið sem þar var. Það var æðislegt, fallegt furutré og þau settu svo sín fínu listaverk á tréið og svo var tekin mynd af öllum hópnum. Bjartmar missti sig gjörsamlega í sölum hússins en í einum salnum voru 4 sjónvörp með einhverju listaverki í gangi (þ.e. eitthver sýning á dropum og hljóðum) og mesta fjörið var auðvitað að slökkva á tækjunum og maður mátti hafa sig allan við til að ná að bjarga því, honum fannst þetta EKKERT leiðinlegt.
Aftur var farið í skólann og þar voru skreyttar nokkrar piparkökur og þær síðan borðaðar.
Bjartmar var svo þreyttur eftir þetta að hann sofnaði fyrir hálf átta. Það var nú bara fínt.....

Selma


og þessi líka Posted by Hello


myndir teknar í Listasafni Árnessýslu þar sem krakkarnir úr 2 bekk skreyttu jólatréið í dag. Posted by Hello

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Geggjaðir tónleikar

Ég segi nú bara hvað varð um þessa viku, sofnaði ég eða hvað.
Nema hvað það var hvort sem er ekkert að gerast fyrr en í gær þá fórum við mamma á jólatónleika til stuðnings krabbameinssjúkum börnum í Hallgrímskirkju. Þeir voru gjörsamlega geggjaðir. Þar sungu Kristján Jóhannsson, Diddú, Jóhann Friðgeir, Birgitta Haukdal, karlakór Kjalarness og Fóstbræður. Bara aftur: gjörsamlega geggjaðir og ég myndi nú sko fara aftur.... ég er svo mikið fyrir það að fara oft á það sama. Alltaf í því sama eða þannig.

Annars er bara ekkert nema bara jólaljós hér og þar,þau eru svo notaleg, ætli maður verði að fara að baka....... kannski ekki í kvöld.

Selma

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Góð námskeiðshelgi

Vá hvað var gaman á námskeiðunum sem ég fór á um helgina. Ég byrjaði á föstudagsmorgun í hreint ógeðslegum kulda hér austur í sveitum, fyrir svona inniveru eins og mig þá var þetta sko alltof mikill kuldi í einu. Nema hvað ég var á námkskeiði hjá Magga Lár og Svanhildi Hall sem heitir "Meðhöndlun og mat á 1-4 v. unghrossum" og ég verð nú að segja það að mikið dj..... var það ógó skemmtilegt. Ég var mætt uppí Miðengi að sækja Helgu kl. hálf níu og mátti meira segja vera að því að sjá hvolpana hennar Brellu og fá mér gott kaffi. Svo var brunað að Brjánsstöðum á Skeiðum, eins og ég hafi nú vitað hvar þeir voru, en ég veit það núna. Námskeiðið tók allan daginn og var mjög skemmtilegt. Ég held meira segja ég gæti alveg notað það ef ég hefði einhverja hesta til að æfa mig á. Heim var ég komin kl. að verða hálf níu og þá var Sigurgeir búinn að hringja svona 100 sinnum hvort ég væri ekki að koma því ég var búin að lofa pizzu sem ég keypti svo bara á leiðinni heim. Mamma sem sagt bjargaði börnunum þennan daginn. Sigurgeir er nú greinilega alveg dottinn út úr því að láta aðra skutla sér því ég bað eina mömmuna að skutla honum heim úr skólanum og hann hringdi til að segja mér að það hefði verið leiðinlegt og hann ætlaði ekki að láta skutla sér í fimleika sem önnur mamma átti að gera og þar við sat, hún kom en hann neitaði alveg að fara með henni. Meiri maðurinn, hvaðan skildi hann hafa þennan þverleika....!

Á laugardag var svo námskeið hjá Ökukennarafélaginu og þar fékk maður að vita allt um nýjustu tækni og vísindi í sambandi við bremsukerfi og öryggisbúnað í bílum og ég segi nú bara maður þarf bara orðið ekkert að gera því tæknin er þvílík að hún tekur bara af manni völdin ef maður er að fara að klúðra einhverju. Jeminn. Mjög skemmtilegt námskeið líka.

Þið getið nú ekki ímyndað ykkur hvað við gerðum í dag, jú við fórum í bílskúrinn og drösluðum ÖLLUM kössunum hér inn sem höfðu ekki komið hingað inn fyrr og tókum uppúr þeim. Dagurinn fór nú allur í sortera draslið upp úr þeim, því var ýmist hent, aftur út eða varð eftir inni. Ekkert smá magn af drasli sem maður á og hvað á maður að gera við þetta allt saman.

Selma

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Ekkert grænna hinu megin

Já ég er nú búin að komast að því að það er ekkert grænna hinu megin, hér er sko allt á "kafi" í snjó og skítakuldi og eins og ég sagði um daginn þá hélt ég nú að það snjóaði aldrei hérna. Hélt að svona veður væru bara fyrir norðan!!!

Nema hvað ég fór norður um síðustu helgi og meikaði það! sem sagt grænna hinu megin!! þ.e. kenndi nokkra tíma, fékk engan frið á götum bæjarins með kaffiboðin svo ég reyndi að komast í kaffi til allra sem buðu mér og takk kærlega fyrir það. Svo bara suður aftur á mánudag.

Og svo skóli og aftur skóli núna, Sigurgeir fer í sinn skóla og ég hamast við að búa til myndir fyrir fjarnámið og svo ætla ég sko á hrossanámskeið á morgun með vinkonu minni Helgu. Það er einhvers staðar hér fyrir austan mig en hún hlýtur að rata því ekki geri ég það. Svo á ég nú eftir að fara og skoða hvolpana hennar Brellu og fara með Sölku til hennar því hún ætlar að fá hvolpa úr henni og svo og svo hlýtur að verða svakalega gaman á morgun að finna einhverja hestalykt loksins. Mikið rosalega hlakka ég til. Svo er annað námskeið á laugardagsmorguninn hjá Ökukennarafélaginu og það er nú rétt að maður mæti þangað líka, hafa þetta svona námskeiðshelgina miklu!

Nú annað er ekki markvert, skrapp aðeins til R. í morgun og datt aðeins inn í Garðheima og þvílíkt úrval af ljósum maður, annað eins hef ég nú bara ekki séð og ég hefði nú alveg getað keypt nokkur eða kannski bara svolítið fleiri en nokkur. En ég meiri segja keypti ekki neitt og fór bara heim.

Selma

föstudagur, nóvember 12, 2004

Skóli

Er skóli, ekki skóli, skóli eða hvað er í gangi þessa dagana. Allavega er ég að reyna að klastra saman mynd fyrir fjarnámið mitt í Iðnskólanum í Photoshop en það er algjört möst, alveg hrikalega gaman en tíminn maður sem fer í þetta, það er nú samt ekki eins og maður sitji hérna allan daginn því Bjartmar er svolítið duglegur þegar hann kemur hér inn í tölvuherbergi og ýmist kveikir eða slekkur á tölvunni þannig að hingað kemur enginn nema þegar Bjartmar er sofandi eða maður lokar á eftir sér og einhvern veginn á ég mjög erfitt með að hafa hann einan frammi með Sigurgeir - þannig engin tölva nema þegar hann er sofandi og þá er hann auðvitað látinn sofa sem mest á daginn...... hahahahahaha

Jæja á morgun er ferð með 1 stk hund í augnskoðun, hvað leggur maður ekki á sig fyrir þessi grey, spurning hvort hún þurfi gleraugu eða ekki. Nú svo held ég að ég bruni norður aftur, það er svo gaman fyrir norðan, það er eitt ökupróf eða svo. Þá er spurning er skóli, ekki skóli, skóli eða ekki, fær Sigurgeir að fara með eða ekki eða bara allir eða enginn........ framhald í næstu viku......

Selma

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Mikið að gera

Vá það er svo mikið að gera að maður hefur bara ekki orðið tíma til að skrifa á bloggið og þá er nú mikið sagt. Ég virðist hafa verið rosalega upptekin í síðustu viku en ég man nú alls ekki hvað ég var að gera. Jú það var skóli og það tók nú ekkert smá á að vekja mannskapinn kl. 7 alla daga vikunnar en þetta reddaðist í morgun þegar allir gátu sofið til 8, ég segi nú bara vei enginn skóli....

Nú við fórum auðvitað norður, fyrst með hundana í Miðengi og svo brunað norður í terturnar hans Magnúsar, mikið rosalega voru þær nú góðar. Við gáfum honum rollu af því okkur finnst hann eiga alltof fáar en þessi er reyndar til að hafa á vegg svona til að hann geti horft á hana þegar hann er inni svo hann gleymi ekki hvernig þær líta út. Flott afmæli en hann varð sem sagt 60 ára kallinn.

Á laugardag var svo heimsóknardagur, við sem sagt heimsóttum marga en alls ekki alla en við komumst auðvitað ekki yfir það allt á svona svakalega stuttum tíma en þetta var alveg meiriháttar ferð. Nú svo af því að kindin hans Sigurgeirs kom ekki af fjalli með lömbin sín og við fáum því ekkert að borða í vetur þá hringdi ég bara í SAH og þvílík þjónusta, maður bara pantar það sem maður vill og ég gat svo bara sótt eða látið senda mér kjötið en af því að ég var á ferðinni þá tók ég það auðvitað bara með mér. Þannig að suður í Kelfavík kl. 15.00 á sunnudag með bíllinn fullan af kjöti skyldi vera mætt til að ná í Tælandsfarann. Ekki málið, straujað suður án þess að stoppa, allt í lagi allir sofandi, en þar þurftum við svo að bíða í klukkutíma því fluginu hafði seinkað þar sem var svo mikil flugumferð yfir Atlandshaf. Ja svona veit maður nú aldrei neitt um. En hann kom og bíllinn var svo pakkfullur að töskurnar hans komust varla fyrir. Heim kl. 18.00 og allir þreyttir og geðvonskan eftir því í gær. Gúúd hevens.

Í gær fór ég sótti hundana og bíð núna spennt eins og Helga eftir að Brella gjóti, hún er sem sagt mamma Sölku okkar. Maður getur nú aldrei beðið eftir að sjá hvað koma margir, hvernig þeir eru á litinn osfrv.

Já og svo enginn skóli í dag þannig að nú er það bara blessað sjónvarpið.......

Selma

mánudagur, nóvember 01, 2004

Norður um helgina

Veiiiiiii norður um helgina, ég gat nú ekki beðið lengur og í kvöld hringdi ég nú bara og spurði hvort yrði ekki örugglega rjómaterta á föstudaginn því ég ætlaði að koma norður. Maggi á nefninlega afmæli og við ætlum sko að mæta í það! Þá er nú bara að koma hundunum fyrir, en það er sko miklu meira mál heldur en að koma börnunum fyrir en þau/þeir fara auðvitað með, skárra væri það nú, en Helga vinkona mín í Miðengi aumkaðist yfir mig og hefur hundana, það vill enginn fá mig í heimsókn með tvö börn og tvo hunda!

Annars er nú skóli, vá maður hvað var erfitt að vakna í morgun og koma skikki á þetta aftur, það mun taka alla vikuna og þá verður aftur verkfall, held við ættum að gera eins og Frakkar og mótmæla almenninlega þessu kennaraverkfalli, þeir eru svo helv..... góðir að mótmæla!!

Nema hvað það komu gestir að norðan í gær og stoppuðu lengi, meiriháttar og voðalega notalegt, ég meira segja gat tekið köku úr frystinum! Alltaf gott að fá gesti. Þeir komu nú kannski alveg gagngert að norðan til mín heldur var verið á námskeiði og ýmsum snúningum í henni Reykjavík og síðan var litið aðeins hérna alla leiðina austur fyrir fjall!

Nú svo er bara akkúrat ekkert að frétta nema það hundrignir hér í allan dag.

Selma

  • 1
Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641686
Samtals gestir: 98129
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 10:21:56

Tenglar