Í fréttum er þetta helst....

05.07.2016 10:19

Hestarnir

Byrjum á hestunum emoticon


Hesta hef ég átt síðan ég keypti Tígul af Magga þegar ég var ca 9 ára.... átti hann lengi allavega til ársins 1986 :)


Mynd af okkur síðan 1986Man ekki annað en að ég hafi alltaf átt hesta síðan þá.... mismarga og misgóða eins og gengur. Síðustu ca 15-18 árin áttu þau öll átt samastað á Þingeyrum hjá þeim eðalhjónum Gunnari og Helgu og trúlega ætti ég ekkert hross í dag ef þau hefðu ekki tekið hrossin mín að sér á sínum tíma. Verð ég þeim ævinlega og endalaust þakklát fyrir það og get seint fullþakkað þeim fyrir að sjá um þau fyrir mig. Þau hross sem ég á í dag eru því fædd á Þingeyrum þó þau séu kennd við Blönduós... enda á ég heima á Blönduósi en ekki Þingeyrum.
Gunnar og Helga eru flutt suður og hrossin mín þurfa að finna sér annan samastað, gáfulegast fyrir mig væri auðvitað að selja þau öll þar sem það er ekkert nema vesen fyrir landlausa manneskju að hafa alltof mikið af hrossum.... sé til hvað ég geri. Mig langar samt mest af öllu að sjá um þau sjálf og knúsa þau á hverjum degi..... svo maður veit aldrei hvað maður gerir emoticonÍ dag eigum við 9 hesta, áttum fleiri en það fækkaði um 5 á einu ári, misstum 2 og 3 fóru í "kaupstaðarferðina" í fyrrasumar.

Misstum Gígju og Tígul en Gustur, Hugrún og Fagrajörp fóru í kaupstaðarferðina.

Gígja, jarpskjótt, fædd 2008, undan Gerplu og Gammi. Við misstum hana í janúar 2015. Hún varð veik fljótlega eftir að hún kom inn og ég var alltof sein að fá dýralækninn á staðinn þannig að dýralæknirinn gat ekki bjargað henni eftir að hann kom.
Gígja hefði orðið mjög skemmtilegt klárhross, hafði skemmtilegt tölt og brokk og var auðveld í tamningu en var frekar leiðinleg við önnur hross.

Hér erum við, ég, Háfeti, Gígja (sú skjótta) og Gletta vorið 2014 og á hinni myndinn Gígja með systur sinni Glettu.

   


Þegar ég var búin að ákvaða að hætta í Syðri-Brekku og flytja aftur á Blönduós þurfti ég að fækka hrossum. Gat ekki hugsað mér að selja þau þar sem þau voru ekki alveg fyrir hvern sem er og ég vildi ekki að þau færu á flakk. Fannst betra að senda þau öll í kaupstaðarferðina. Það var ekki skemmtileg ferð en gat þó huggað mig við það að þau færu öll saman. Mikið sem við Bjartmar grétum í þeirri ferð.
Þetta voru þau Gustur og Hugrún og svo Fagrajörp hans Bjartmars. Get ekki neitað því að mér fannst ömurlegt að fara með þau í "húsið" en gat heldur ekki farið að biðja fólk um að grafa stóra holu fyrir hross frá mér. Söknum Fögrujarpar því hún vað svo mikið eðalhross.... og Bjartmar elskaði hana... hann náði henni alltaf úti í haga en ég ekki. Þau voru yndislegt par. En svona er þetta víst.

 


Tígull (f. 2010) sem Sigurgeir fékk í fermingargjöf misstum við í janúar sl vetur (2016) þegar hann slasaði sig svo þurfti að lóga honum. Það var verulega ömurlegt.
Hann var ekki mikið taminn en hefði orðið gott reiðhross. Gangur laus, þægur, mjúkur og gæfur.
Maður verður alltof tengdur hrossunum sínum þegar maður á svona fá að það tekur verulega á að missa hest.... sérstaklega þegar þau farast úr veikindum eða slysförum, en það er víst bara eins og það er.


Núna eigum við sem sagt:

Hyllingu, bleikálótt, f 2000, undan Hlökk frá Hólum og Hilmi frá Sauðárkróki

Undan henni, sem við eigum:

Hlökk, brúnstjörnótt, fædd 2012, undan Vita frá Kagaðarhóli

   


Hróbjartur, moldóttur, f 2014, undan Þorláki frá Prestbæ

 


Sóldís, móálótt, f 2015, undan Akri frá Kagaðarhóli

  Hátíð, grá, f 2003, undan Hlökk frá Hólum og Aski frá Kanastöðum
Undan henni, sem við eigum:

Glódís, glóbrún, f 2015, undan Akri frá Kagaðarhóli

 Háfeti, grár, f 2008, undan Hlökk frá Hólum og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu

  Gletta, bleikálótt, f 2007, undan Gerplu frá Hofi og Álfasteini frá Selfossi

 


Undan henni:

Bjarmi,
moldóttur, f 2011, undan Dug frá Þúfu (löng saga sem fylgir Bjarma).  Hátíð og Háfeti, systkinin, eru eins og svart og hvítt.
Háfeti fékk 8.02 í byggingardóm 4 vetra en Hátíð fékk bara 7.50... sem sagt forljót.
Háfeti er hundlatur miðað við Hátíð sem gat aldrei beðið eftir neinu.... alltaf að drífa sig og þvílíkt skemmtileg reiðhross, en Háfeti er ekki að drífa sig og er afskaplega auðveldur og þægur en skemmtilegur.

Núna eru Gletta og Háfeti reiðhestarnir okkar/mínir og Bjarmi reiðfær. Hann fór í mánuð í tamningu í vetur og er mjög þægur og auðveldur eins og mamma hans var og er. Hún fór í mesta lagi í 2 mánuði í tamningu en að öðru leiti höfum við Bjartmar riðið henni og Sigurgeir auðvitað líka (fór á henni í göngur). Leiðinlegt samt að reyna ekki með hana í kynbótadóm því auðvitað væri gaman að vita og sjá hvað hún getur, því það er allt til staðar þarf bara að fá "rétta" manneskju á bakið á henni....

Það er svo sem ekkert leiðinlegt að eiga undan Vita og Akri frá Kagaðarhóli og það allt merar, en mjög trúlega verður ekkert úr þeim frekar en öðrum hrossum sem ég á, nema bara venjulegir reiðhestar sem maður "bambast" á í reiðtúrum. En til þess eru nú þessir hestar að hafa gaman af þeim í reiðtúrum.


Þannig er nú það.....

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar