Í fréttum er þetta helst....

11.12.2012 08:34

Alltaf upptekin


Ég hefði verið til í að skipta þessum 3 helgum í nóvember þar sem maður komst ekki út úr húsi vegna veðurs í að hafa þær undanfarnar 3 helgar, þá hefði maður bara getað legið uppí sófa og gert ekki neitt. Nei ég segi bara svona.
Hélt ég hefði heimsins mesta tíma í desember að baka en ég er ekki búin að baka eina einustu köku sem gerir svo sem ekkert til því þá er það ekki borðað á meðan emoticon

Fór á uppskeruhátíð búgreinasambandanna og hestamannafélagins 24. nóv. sem var bara gaman. Helgina þar á eftir var árshátíð Húnavallaskóla sem var frábærlega skemmtileg og flott að vanda. Daginn eftir var markaður í Húnaveri sem ég ætlaði rétt að skreppa á en stoppaði í marga klukkutíma. Fór meira segja til spákonu og það var ótrúlega skemmtilegt. Hún sagði svo margt sem ég er akkúrat að hugsa þessa dagana. Ekki veit hún hvað ég er að hugsa emoticon
Og ég keypti mér skó emoticon

Á sunnudeginum fór ég til vinkonu minnar Sigrúnar í Brekku og Sifgúsar auðvitað og eins og alltaf þegar við hittumst þá er bara tíminn ekki nægur, við þurfum að hittast í minnst sólarhring til að geta spjallað um allt sem við þurfum að spalla um.

Fékk hann besta "litla" bróðir minn Eið til að ná í rúllur fyrir okkur sl. fimmtudag og það var auðsótt mál, erum þá komin með nokkrar rúllur hingað niðureftir.
Á föstudag 7. des sendi ég Óla Magg sms hvort hann gæti gert mér smá greiða, það var auðsótt. Af  því hann ætti 5 hesta kerru hvort hann gæti skutlað "öllum" hestunum okkar úr Vatnsdalnum hingað út eftir svo ég þyrfti ekki að fara 3 ferðir af því við eigum bara 2 hesta kerru. Það var nú lítið mál. Ég spurði hann hvort hann héldi að það kæmust 5 feitir hestar í kerruna hjá honum og hann hélt það hlyti að sleppa enda væri hún 6 hesta. Hann kom, ég hljóp út um öll tún í Miðhúsum og náði loks öllum, þau rétt komust á kerruna og úteftir komu þau. Takk takk takk Óli minn, alveg frábært emoticon
og hér kemur hann með hana Hátíð sætu.og þessi 5 feitu komin í hús.....Á laugardeginum skruppum við í afmæli í Miðhús og þar var auðvitað frábært en á sunnudagsmorgninum fór ég svo fram í Þingeyrar og náði í systurnar Glettu og Gígju. Þá eru þau öll komin inn og það þarf að fara að járna.Svo var stormað í aðventumessu í Blönduóskirkju sem var yndisleg, Lúðrasveitin spilaði, krakkarnir úr Húnavallaskóla sungu og kirkjukórarnir líka. Allt dásamlega fallegt.
Sr. Ólafur Hallgrímsson, fyrrum sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði, flutti hugvekju,
talaði m.a. um jól fyrr og nú og hvað það væri sem skipti máli á jólunum og hvernig þetta jólaauglýsingaflóð hellist yfir okkur eldsnemma með "jólin byrja í Ikea í okt" osfrv.
En ég fékk mér aldreilis frábæran miða á póstlúguna mína í haust ....


og ég hef ekki séð einn einasta auglýsingasnepil síðan og mikið er ég fegin og sakna þess sko ekki neitt. Glöð að blaðberarnir þurfa ekki að bera þetta inn til mín. Ég veit því sennilega ekkert um jólin sem framundan eru.... en hitt veit ég að ég ætla að eiga ofboðslega notalega aðventu og jól :)


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar