Í fréttum er þetta helst....

11.09.2012 08:37

Hestafréttir


Það má auðvitað ekki gleyma að skrifa um hestana en það fæddist folald 15. ágúst.
Var búin að grínast með það við Gunnar að það myndi fæðast á afmælisdaginn minn en hann hélt nú að það myndi fæðast 15. Ég hélt nú ekki, fæ svo sms 15. um að það sé fætt folald. Spyr hvort það sé brúnn hestur, nei það er ekki brúnn hestur og ég yrði bara að koma að skoða. Fer niður á tún með Helgu og segi við hana, jæja þá er þetta bara bleikálótt meri, nei segir hún og þá sé ég að það er brúnt og veit þar að leiðandi að það er meri þar sem það var ekki brúnn hestur.
Folaldið ákvað sem sagt að skyggja ekki á afmælisdaginn minn og hafa sinn eigin fæðingardag. Hún er undan Hyllingu frá Blönduósi og Vita frá Kagaðarhóli og ég er ekki búin að finna nafn á hana ennþá......
Toppa gamla var hins vegar felld, hún var búin að vera ómöguleg í afturfótunum í allt sumar svo það var ekki gerandi annað en að fella hana. Elsku kerlingin var nú ekki mikið notuð seinni ár og var skilin ein eftir heima þegar eitthvað var farið. En hún var óskaplega mikil dúlla og þær Fagrajörp miklar vinkonur. Alltaf svo hræðilega leiðinlegt að þurfa að fella hestana sína sem maður er búin að hafa svo mikla ánægju af en svona er þetta líf víst.
Hér er Bjartmar að knúsa hana.
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar