Í fréttum er þetta helst....

06.09.2012 21:00

Hringferðin


Ég á yndislega vini í Boston, þau sem við gistum hjá í sumar (sjá fréttir í júní). Í vor ákváðu þau, ásamt örðum hjónum (karlarnir eru bræður) að koma og heimsækja Ísland. Höfðu samband og spurðu hvort ég gæti keyrt þau þessa daga sem þau ætluðu að vera, treystu sér ekki að keyra á íslenskum vegum enda fólk um áttrætt. Ég hélt það væri hægt þar sem þau kæmu eftir afmælið mitt og Beggi var í fríi til mánaðarmóta ág. - sept.
Ég skipulagði því ferðina þeirra og sótti þau á flugvöllinn eldsnemma á mánudagsmorgni 20. ágúst.

Dagskráin var stíf og var í þessum dúr.
20. ágúst - komu til landsins og tókum það frekar rólega. Morgunmatur hjá Albert og Jóhönnu á Álftanesi. Gist á Bröttugötu 3b.
21. ágúst - skoðuðum Hörpuna og sáum sýningu sem ég man ekki hvað heitir, skoðuðum Hallgrímskirkju, Perluna og gengum upp og niður Skólavörðustíginn og um miðbæinn. Gistu á Bröttugötu 3b.

Á Kaffi Loka, fengum okkur rúgbrauðsís sem þótti magnaður :)

22. ágúst - Hellisheiðavirkjun, Þingvellir, Geysir, Flúðir og gistum á Sólheimahjáleigu.

á Þingvöllum

23. ágúst - Eyjafjallastofa, Safnið á Skógum, Skógarfoss, Dyrhólaey, Vík, Skaftafell, Jökulsárlón. G
istum í Hólmi í Hornafirði hjá Guðrúnu vinkonu minni.

   Bea og Dan við Skógarfoss


24.  ágúst - Bátsferð á Jökulsárlóni, Stokksnes, Höfn og sund á Höfn, gistum í Hólmi.25. ágúst - Austfirðirnar keyrðir, Álftafjörður, Djúpavík, Eggin í Gleðivík, Steinasafn Petru, gist á Útnyrðingsstöðum.26. ágúst - Káranhnjúkavirkjun, gengið upp að Hengifossi, Gestastofan við Klaustur. Gist á Eyvindará.27. ágúst - Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi. Gist á Húsavík28. ágúst - Mývatn í slyddu. Fuglasafn Sigurgeirs, Kröfluvirkjun, Námaskarð, Dimmuborgir og kaffi í Vogafósi. Gist í Sveinbjarnargerði.29. ágúst - Akureyri, Ísinn í Holtseli, göngutúr í Kjarnaskógi, Iðnaðarsafnið.


Stelpurnar að hlaupa upp kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju.

30. ágúst - Safnasafnið, Listasafnið, Bláa Kannan, Kjarnaskógur, Kaffi Kú, keyrt á Blönduós og gist hér heima.

Dan og Bea, Amy og Adam við Safnasafnið.


31. ágúst - Blönduvirkjun, farið á hestbak, fjósið í Miðhúsum.

Sigurgeir, ég, Bea á Hátíð og Bjartmar á Fögrujörp.

1. ágúst - farið til Reykjavíkur
2. ágúst - brottför.

Upp úr stendur, frábær ferð, frábært fólk, heppin með veður og við eigum svo ótrúlega fallegt land.
Skemmtilegast þótti mér að koma í Eyjafjallastofu sem er ótrúlega skemmtileg og vel upp sett og myndbandið sem maður fær að sjá er svo áhrifaríkt. Mikið upplifelsi að koma þar. Fuglasafnið hans Sigurgeirs á Mývatni er líka frábært, ótrúlega skemmtilega sett upp og flott.
Gestastofan á Þingvöllum kom mér á óvart, þar eru sjónvarpskjáir sem þú getur lesið bókstaflega allt um Þingvelli, virkilega flott, skemmtileg og fróðlegt.

Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, bátsferð á Jökulsárlón allt geggjað.

Frábært að sjá Hellisheiðarvirkjun og algjörlega magnað að koma aftur í Blönduvirkjun eftir 20 ár. Hef ekki komið þar síðan virkjunin var tekin í notkun en ég vann á skrifstofunni hjá Landsvirkjun árið 1989-1992.

Frábært að hitta Ingunni Gísla, Guðrúnu og Magnús í Hólmi og Sigurbjörgu Sigurbjörnsdóttur á Egilsstöðum ásamt öllu því skemmtilega fólki sem við hittum.

Það sem mér fannst ekki eins frábært var auðvitað að það var ekki hægt að þverfóta fyrir ferðamönnum, sérstaklega ekki á Suðurlandi og á Mývatni, aðrir staðir voru skárri. Ég veit það á að vera frábært að fá allt þetta fólk en sorry ég er bara ekkert hrifin af því enda er ég bara heima hjá mér á sumrin.
Harpan er forljótt hús, alltof stórt og hrátt og skil bara ekki hvernig hægt var að byggja svona stóran ljótan, illa byggðan kassa......
Róbótafjós er heldur ekki spennandi, vélrænt og óbóndalegt ....... ég ætla ekki að tjá mig um það hér......


Í heildina frábær ferð með frábæru fólki, held ég hafi alveg uppgefið það á þessari dagskrá enda keyrðum við 2.000 mílur eða um 3.220 km sem er nú vel af sér vikið á 2 vikum. Þeim fannst þetta frábært, landið geggjað og allt skemmtilegt sem við fórum, körlunum fannst samt virkjanirnar áhugaverðastar en konunum, landið, loftslagið, litirnir og allt það frábært.
Ég lá í rúminu allan mánudaginn, alveg uppgefin.

Myndir komnar í albúm.


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar