Í fréttum er þetta helst....

05.09.2012 17:00

"Afmælið"


Eins og allir vita átti ég afmæli, það kom meira segja fram í Mogganum og fór greinilega ekki fram hjá neinum á Blönduósi emoticon

mynd tekin 17. ágúst 2011

Ég er endalaust þakklát, hrærð  og glöð yfir því fólki sem sá um að afmælið varð svo eftirminnilegt og skemmtilegt, það gáfu allir vinnuna sína. Ég er líka endalaust þakklát, hrærð og glöð yfir þeim sem gáfu sér tíma í að koma og njóta dagsins með mér. Það er ómetanlegt að eiga svona dásamlega gott fólk að og mig langar endalaust til að þakka þeim öllum fyrir og mun því knúsa það og kyssa í tíma og ótíma þegar ég sé það :o)

Nema hvað, mig langaði auðvitað að halda upp á afmælið mitt en langaði ekki í hefðbundið afmæli frekar en fyrri daginn, þar sem yrðu endalausar ræður um hvað ég er frábær, ég veit það alveg, það þarf ekkert að segja mér það emoticon.  Ég braut því heilann um það í vor hvernig ég gæti haft það. Það var svo margt sem ég spáði í í vetur þegar Bjartmar var sem oftast á spítalanum hvernig maður forgangsraðar og hvað það er í raun sem skiptir mig máli, þ.e. strákarnir mínir, fjölskylda og vinir. Þetta skiptir mig öllu máli, ekki hvort ég komist í einhverja keppni eða í próf í knapamerkjum eða að komast hitt eða þetta, ekki dót og ekki stórt hús (myndi alveg vilja vera í minna húsi).
Það var því tvennt sem mig langaði að gera, hafa einhverja skemmtun fyrir fjölskyldu mína og vini og afþakka afmælisgjafir.
 
Eftir miklar "pælingar" langaði mig að halda styrktartónleika fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Vissi það á eigin skinni, sérstaklega þegar maður er sjálfstæður atvinnurekandi, að það er dýrt að vera með veikt barn heima og fara til útlanda með það og ég veit að það er fullt af fólki sem þarf að fara og vera í lengri tíma með börnin sín og það er kostnaðarsamt.

Það voru 3 manneskjur sem gerðu það að verkum að afmælisskemmtunin varð að veruleika.
Byrjaði á því að koma að máli við góðan vin minn og nágranna Skarpa, Skarphéðinn Einarsson og spurði hann hvort hann gæti sungið nokkur lög fyrir mig í afmælinu mínu því mig langaði að halda styrktartónleika fyrir hjartveik börn, ekki fyrir mig þó það liti auðvitað þannig út þar sem ég væri að fara til útlanda með Bjartmar. Hann sagði strax JÁ. Næst var að tala við vinkonu mína Gullu, Gunnlaugu Kjartansdóttur og spyrja hana hvort hún gæti græjað kjötsúpu í afmælinu mínu og það kom strax JÁ. Síðan talaði ég við vinkonu mína Sillu, Sigurlaugu Markúsdóttur og spurði hana hvort hún gæti hjálað Gullu og það koma líka strax JÁ, svo þá var það allt klárt.

Þar sem mig langaði líka óskaplega mikið til að hafa hesta á þessari skemmtun þá talaði ég auðvitað við krakkana sem voru með mynsturreiðina á æskulýðssýninguna í vor og það var auðsótt mál hjá þeim og foreldrum þeirra. Jóhanna mín besta á Reykjum átti 4 börn, Sólrúnu, Ásdísi, Hákon og Stefán (2 af þeim sem voru í vor komust ekki svo Jóhanna og Grímur auðvitað lánuðu mér öll börnin sín), hin voru Sigurgeir, Harpa Hrönn, Magnea Rut og Sigurður Bjarni.

Þannig að afmælishátíðin var "on" og ég þurfti ekki að gera neitt þar sem aðrir sáu
um það emoticon
Þessu fólki, ásamt Angelu minni bestu Berthold, Bergþóri mínum Gunnarssyni, frábæru tónlistarfólki; Skarphéðinn Einarsson, Benedikt Blöndal, Haukur Ásgeirsson, Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson, Anna Sigríður Valgeirsdóttir, Helga Dögg Jónsdóttir, Stefán Ólafsson, Guðmundur Karl Ellertsson, Fannar Viggósson, Þórður Rafn Þórðarson, Magnús Sigurðsson, bræðurnir í Hólabæ Bjarni og Rúnar, Höskuldur Sveinn Björsson, Pálmi Gunnarsson og Friðrik Brynjólfsson, get ég engan vegin þakkað nóg fyrir ótrúlega dásamlega flotta skemmtun og hvað þið lögðuð mikið á ykkur til að gera þennan dag frábæran, tónleikarnir voru 2 tímar af frábærri tónlist og skil ekki hvað við þurfum að draga hingað á Húnavöku einhverja fræga og Vestmannaeyjar hvað, hér eigum við frábæra tónlistarmenn.
Krakkarnir stóðu sig líka glæsilega, fyrst fóru þeir Bjartmar og Hlíðar í þrautabraut og síðan stóru krakkarnir í mynsturreiðinni. Alveg ótrúlega fljót að ná hlutunum og gerðu þetta glæsilega, takk takk fyrir.
Veitingarnar hjá Gullu, Sillu og Angelu voru líka frábærar og allir saddir og glaðir. Takk takk takk.

Ég má heldur ekki gleyma Sigga Jó, Sigurði Jóhannessyni hjá SAH Afurðum fyrir að lána mér eldhúsaðstöðuna þar og ýmislegt sem mig vantaði fékk ég að láni. Vörumiðlun sem lánaði tónlistarmönnunum bílinn og Hödda, Herði Ríkharðssyni, umsjónarmanni Reiðhallarinnar að fá Reiðhöllina lánaða. Algjörlega frábært og kærar þakkir fyrir.

Ég get heldur engan vegin þakkað þeim, sem komu og nutu þessarar frábæru atriða, næganlega fyrir komuna og hve rausnarleg þau voru, því þau gáfu tæplega 300.000 kr. í söfnunina sem er algjörlega dásamlegt. Kærar þakkir fyrir, ég er enn að njóta þessa dags í huganum og mun gera lengi.

Kærar þakkir fyrir mig dásamlega fólk.

Ég skora á ykkur tónlistarfólk að hafa þessa tónleika aftur um jólin, ég skal sko koma (það má samt sleppa 1. laginu emoticon ).
Gulla, Angela og Silla sáu um allt sem heitir matur og fólk.


Skarpi, Benni, Guðbjartur, Rúnar, Höskuldur, Kalli, Anna Sigga, Stefán,
Bjarni, Haukur, Helga Dögg og Þórður.


Benni Blöndal, Bjarni, Anna Sigga, Helga Dögg, Þórður Rafn, Skarpi og Haukur.


Strákarnir í Svörtu sauðunum, Höskuldur, Bjarni, Rúnar, Pálmi og Friðrik.


 Bjartmar og Fagrajörp alltaf flott.


Hlíðar og Skjóni


Krakkarnir í mynsturreiðinni,
Stefán, Sigurgeir, Sólrún, Magnea, Ásdís, Harpa Hrönn, Hákon og Sigurður Bjarni.


Dagurinn var sko aldeilis ekki búinn, þegar við vorum búin að ganga frá stormuðum við fjölskyldan, þ.e. ég, systkini mín, mamma, Maggi og fjölskyldur okkar í Þingeyrar og grilluðum og höfðum það ofboðslega skemmtilegt. Það er svo gaman að geta komið saman og notið samverustundarinnar.


Ótrúlegt en það er mynd af mér, takk sætusaumósystur fyrir flotta úrið


strákarnir að grilla, Albert, Gummi, Óskar, Höskuldur og Sibbi á bakvið....


og kisa var vinsæl, Helga Guðrún, Þórdís, Steinar, Bjartmar og Elvar.


Þannig að dagurinn var ógleymanlegur og algjörlega frábær í alla staði, takk endalaust fyrir mig.

Myndir eru komnar í myndaalbúm.Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar