Í fréttum er þetta helst....

08.08.2012 21:00

Verslunarmannahelgin


Það var nú ýmislegt brallað um versló.....
Áttum pantaðan tíma hjá Hróðmari á föstudagsmorgni kl. 11 og fórum bara suður um morguninn. Bjartmar auðvitað í fantaformi og "ekkert" að honum.  Hann er búinn að vera ótrúlega góður og sprækur og ekkert þreyttur eins og hann var alltaf enda lyfjalaus síðan 18. júní og ekki slegið feilslag síðan í aðgerðinni svo við erum bara rosalega jákvæð yfir því að þetta hafi bara tekist.
Þurfum ekki að koma aftur til Hrómðars fyrr en eftir 6 mánuði.

Æfir fótbolta í garðinum þar sem hann kemst loks á mót um næstu helgi, búinn að bíða eftir því í allt sumar emoticon   


Brunuðum norður aftur einni part á föstudeginum, umferðin aðeins meiri en um morguninn og fáránleg keyrsla á húsbíll sem straujaði fram úr öllum bílum á Holtavörðuheiðinni og skapaði stórhættu í umferðinni. Hann var svo bara rétt á undan okkur í Staðarskála og út stigu hjón á miðjum aldri, kallinn keyrði, og drifu sig í sjoppuna. Lét það vera að segja við hann nokkur vel valin orð. Það þýðir ekki neitt.

Nú á laugardeginum lögðum við á og héldum út í Þingeyrar. Helga og Andri komu á móti okkur og við riðum út bakkana frá Hnausabrúnni og út í Þingeyrar. Geðveikt gaman og veðrið var dásamlegt. Þessi tvö eru alltaf jafn dásamleg.


Fallegt fallegt fallegt.....


Á sunnudeginum komst Sigurgeir ekki með okkur því hann "þurfti" að fara til kirkju með Eið og Beggu. Enda hváði ég bara þegar hann sagði mér þetta, til kirkju, hvert, spurði ég. Hann vissi það nú ekkert til að byrja með en það var auðvitað í Ábæjarkirkju í Austurdal.
Ég fór þangað í hestaferð 2009, ofboðslega gaman og fallegt þar.
Á sunnudeginum ákvað ég því að klífa nokkra "tinda".
Hafði ekki farið lengi uppá Hnjúkinn og ákvað því að drífa mig þangað. Magnað útsýnið þar.


Gekk svo á Kothólinn en þangað fer ég á hverju ári, það er alveg dásamlegt að liggja þar og horfa norður yfir dalinn, bara elska það.Síðan fór ég í Þórdísarlundinn og gekk á Þórdísarhólinn, hólinn sem er næstur lundinum. Alveg  frábært og góðir göngutúrar.Á mánudeginum var síðan haldið í Þingeyrar til að fara með hestana heim og aldrei þessu vant náðist mynd af okkur öllum.
Beggi á Tind, ég á Gust með Hugrúnu, Sigurgeir á Hátíð og Bjartmar auðvitað á sinni Fögrujörp.Á leiðinni hittum við hann Háfeta sæta sem er í hólfi á Þingeyrum með nokkrum skvísum. Hann kom hlaupandi og þáði nokkra köggla. Afskaplega mikið krútt.


Húnavatnið alltaf jafn skemmtilegt og veðrið alveg yndislegt.
Framundan er önnur hestaferð
emoticon emoticon emoticon


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar