Í fréttum er þetta helst....

26.06.2012 02:20

Sprækur sem lækur

 
Það er ekki hægt að sjá það á Bjartmari að hann hafi verið í 4 tíma hjartaþræðingu á föstudag, hann er svo spilandi kátur og virðist hafa miklu meiri orku en fyrr, kannski af því við erum ekki að gera nokkurn skapaðan hlut nema hanga á Hótelinu að mestu. Fórum að vísu með hann í risastóra Toys R Us í dag til að kaupa eitthvað handa honum fyrir hvað hann er duglegur. Fundum auðvitað eitthvað dót :)

Við Sigugeir fórum í skóleiðangur niður í bæ í gær. Hann var búinn að finna einhverja búð á netinu sem hann þurfti nauðsynlega að kaupa skó í og auðvitað fékk hann það og ég fór með þar sem ég rata betur hér en Beggi. Við enduðum reyndar á að ganga bæinn á enda en það gerði ekkert til. Fundum skóna og ég meira segja keypti mér líka skó. Ég þoli reyndar alls ekki búðarráp og finnst það hræðileg tímaeyðsla að fara í búðir, hér er ekkert til nema stuttermabolir eða þaðan af glataðra svo ég þarf ekki að eyða meira af mínum dýrmæta tíma í búðarráp..... jeiiiiiii.

Sigurgeir er búinn að standa sig rosalega vel, alveg ótrúlega þolinmóður og góður við bróður sinn og hann átti því þessa skó fyllilega skilið. Hann er alsæll með skóna og ég líka.

Erum búin að horfa svolítið mikið á bíómyndir sl. daga en Sigurgeir var svo sniðugur að taka flakkarinn sinn með sem var fullur af einhverjum bíómyndum svo við höfum ekki horft mikið á amerískt sjónvarp sem betur fer því það er ekki hægt.

Sjónvarp hér er óþolandi svo það er ekki nokkur leið á að horfa á það, viftur eru óþolandi því þær eru svo háværar, það er vifta hérna í herberginu okkar og er að æra okkur og svo eru amerísk klósett ömurleg........

Kem engan vegin myndum inn svo það verður ekki gert fyrr en ég kem heim.

Ætlum að flytja yfir til vina okkar á morgun og reikna ekki með að ég liggi á netinu, er ekki að sýna mikið þessa risastóru fartölvu sem við erum með en ég hendi kannski einherju á fésið.Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar