Í fréttum er þetta helst....

23.06.2012 02:30

ER - Bráðavaktin


Allt stórt í Bandaríkjunum það er sko alveg víst..... kaffibollarnir á Au bon Pain eru 355 ml annars vegar og tæpir 600 ml hins vegar, hver þarf svona mikið kaffi í einu, risadollur af öllu finnst mér og skammtarnir allir of stór svo það er ekki skrítið þó margt fólk sé orðið ógurlega stórt, manni veður óþarflega mikið starsýnt á það. Svakalega mikð af "ruslfæði" og það fyrsta sem maður sér er McDonal, BurgerKing og það allt. Annars finnst mér maturinn alveg ótrúlega vondur, hann lítur reyndar ofboðslega vel út en svo þegar maður smakkar hann þá er bara ekkert bragð af honum og þá borðar maður bara brauð sem er svona þokkalegt en eftir smátíma líður manni eins og gerdeigi áður en maður bakar það.... uppblásið. Bjartmar vill hins vegar ekkert nema ruslfæði og Coca Puffs er það eina sem hann fæst til að borða, svooooooooooooooooo það verður gott að komast heim í almenninlegan mat.

Nema hvað fyrsti viðkomustaður okkar var bílaleigubíll og þar sem við vorum að deyja úr hungri þá var McDonalds auðvitað fyrsti viðkomustaður...... jeeiiiiiiiii


Við fórum upp til Wells fyrsta daginn og eyddum helginni með Uli og Denis vinafólki okkar, alveg yndislegur staður og gott að vera einhversstaðar annars staðar en í Boston.


Hittum Sam og Wendy í hádegismat þar uppfrá


og keyrðum svo til Belmont til eldri hjóna sem ég þekki frá því ég var hér á árunum áður :)
Vorum hjá þeim í 3 daga sem var æðislega notalegt. Komum hingað á Holiday Inn á miðvikudegi því við áttum að mæta á spítalann á fimmtudagsmorgun í viðtöl sem við og gerðum. Eftir það fórum við svo niður í bæ og ætluðum í Frog Pond en hún er ekki opnuð fyrr en í næstu viku sem við skiljum ekki þar sem það var yfir 30 stiga hiti þann daginn og í gær líka. Það var reyndar skemmtilegur leiktækjagarður þar sem Bjartmar rasaði út í smá stund en þegar við vorum að leggja af stað heim þá sagðist hann vera kominn með hraðtakt og við eins og kjánar ætluðum með lestinni heim á Hótel og svo á spítalann en ákváðum að taka leigubíl beint á spítalann og þá var takturinn í 186. Við vorum að sjálfsögðu lögð inn og heimtuðum að læknirinn hans kæmi niður því hann ætti að fara í aðgerð morguninn eftir og það leið ekki á löngu þar til alllt "teamið" hans kom niður til að spá í það hvað ætti að gera.


Ákveðið var að setja myndavél niður í gegnum nefið, aftur fyrir hjartað og sjá hvar þetta væri, sem þeir sáu mjög vel en þeir ákváðu að koma taktinum í lag og fara svo bara í aðgerðina sem hann og gerði. NEMA hvað auðvitað er ekkert sjálfgefið þegar Bjartmar er annars vegar........ hann fór ekki í hraðtakt í aðgerðinni, fór aðeins upp en ekki í takt en þeir voru búnir að kortleggja þetta vel í myndatökunni í gær, mjög sjaldgæfur staður í vinstra hjartahólfi og ef hann hefði farið í almenninlegan hraðtakt þá hefðu þeir sennilega fundið nákæmt skotmark til að brenna en það fannst ekki svo það var brennd "spots" þar í kring svo mjög líklega er búið að komast fyrir þetta en við erum ekki 100% örugg með það. Hvenær er maður það?? Við vorum ekkert rosalega upplitsdjörf þegar læknirinn sagði okkur þetta eftir 4 tíma aðgerð og okkur fannst þeir hefðu bara átt að gera aðgerðina þegar ann var í hraðatakti en......... í gærdag þegar við ræddum við lækninn þá var hann mjög jákvæður svo við verðum það bara líka. Hann sagði að þeir hefðu verið búnir að sjá hvar þetta væri og að það hefði ekki verið neitt víst að þeir hefðu gert betra job þó hann hefði verið í hraðtakti. Það var allavega MJÖG gott að hann fór í hraðtakt því þá gátu þeir algjörlega kortlagt hvar þetta er og hvernig það hegðar sér svo það var frábært annars hefðu þeir ekki séð þetta í gær í aðgerðinni :)
Vorum aftur í nótt á spítalanum þar sem hann þarf að vera á apseríni til að passa uppá blóðflæðið upp til heilans þar sem vinstra hjartað stjórnar því, passa að það verði ekki blóðtappi. Vorum á einkastofu með frábæru útsýni NOT það er verið að byggja við spítalann svo það var útsýnið, samt flottir kallar að vinna þar hahahah og gott að það er verið að stækka spítalann. Það sem stakk mig samt var að í herberginu er mjög hávær vifta, loftræsting og það var ekki hægt að slökkva á henni svo hún var á allan sólarhringinn og var alveg ærandi. Furðulegt alveg. Og svo var bara Au Bon Pain allan daginn og umbúðapakkningar eftir því :(

Eftir hádegi í gær kom Bea og bjargaði Sigurgeiri út á "lífið". Þau fóru fyrst heim til vinkonu hennar sem er fullorðin kona en þar fékk hann að handleika Nóbelsverðlaun sem maður þessarar konu vann til þeirra einhvern tímann, þarf að finna það út, en hann er dáinn og ég veit ekki nafnið á honum, finn það út líka seinna.
Síðan var hann hjá ömmubörnum hennar Bea að horfa á myndir og hanga í tölvunni.

Komum heim á Hótel núna seinni partinn og erum bara að hanga í tölvunum og horfa á myndir.

Tölvur eru hins vegar ekki stórar hér, það eru allir með ipad, iphone og kindler í höndunum og við erum bara hallærisleg með okkar gömlu síma og fartölvuna, vá hvað maður lætur ekki sjá sig með slík tæki.  Í flugvélinni voru allir með ipad og kindler meðan við vorum bara með bækur. Á biðstofunni í gær vorum við Beggi bara með bók og krossgátublað á meðan hinar fjölskyldurnar voru allar með iphone að leika sér í og það voru sko ALLIR og fullorðna fólkið sko ekkert skárra, búið að taka upp tækið áður en það settist í stólinn. Mikið er ég fegin að maður er ekki orðinn svona háður þessum tækum, þvílík hörmung að horfa uppá þetta en það er þeirra mál ekki mitt :)


Set inn myndir seinna, eitthvað erfitt að koma þeim inn.

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar