Í fréttum er þetta helst....

12.06.2012 22:49

Hestarnir hingað og þangað


Hestarnir eru komnir á þá staði sem þeir eiga að vera á núna í sumar.

Byrjuðum samt á því að fara á allar uppskeruhátíðir sem við komumst á. 3. júní var uppskeruhátíðin hjá krökkunum í Neista og fórum við uppí Kúagirðingu og grilluðum svo í Reiðhöllinni. Virkilega góður og skemmtilegur dagur.
Bjartmar og Fagrajörp alltaf jafn sæt :)


og þessir félagar alltaf jafn kátir, Hákon, Sigurgeir, Leon og Haukur.Mánudaginn 4. júní var svo knapamerkjapróf hjá okkur Sigurgeiri, við kláruðum okkur ágætlega á því, fengum Skímu hans Hödda lánaða þar sem engu tauti var komið við þessi hross okkar eða allavega gafst ég algjörlega upp á að reyna að laga þau.
Eftir prófið var svo uppskeruhátíð hjá okkur fullorðna fólkinu og það var sami háttur hafður á og við riðum uppí Kúagirðingu og grilluðum á eftir. Mjög svo skemmtilegt.

Á fimmtudeginum fórum við með þær systur Glettu og Gígju í Þingeyrar og þar verða þær í sumar að fita sig :)


og komum með þennan litla fola til baka þar sem það átti að slátra honum og ég bjargaði honum því. Hér er hann með mömmu sinni Hugrúnu frá Blönduósi.Þannig að nú eigum við allt í einu 2 veturgamla fola sem voru upphaflega ekki á planinu, en það er hann Glói sem er undan Hugrúnu og Sólon frá Skáney.....


og Bjarmi sem er undan Glettu og Dug frá Þúfu.Á laugardag fór ég í kvennareið og það var mjög svo skemmtilegt. Farin var góður hringur og grillað á eftir í Reiðhöllinni. Hér erum við Sigrún vinkona mín í Brekku.Á sunnudag vorum við í girðingavinnu þar sem við fengum úthlutað hólfi og þurftum að græja það.
Strákarnir í því .....
 og hestarnir sóla sig í brekkunni :)
og þá er allt klárt með hestana og þá er bara næsta verkefni.....Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar