Í fréttum er þetta helst....

06.05.2012 21:58

Síðan síðast


Svolítið mikið búið að gerast síðan síðast. Við vorum ekki fyrr komin heim á miðvikudeginum 25. að við vorum farin aftur suður með sjúkrabíl á fimmtudeginum 26. Það voru knapamerkjapróf og ég skráði mig í það kl. 17.00. Bjartmar var hér heima með fullt af strákum að leika við í garðinum og ég segi honum að nú þurfum við að fara upp í hesthús því ég sé að fara í próf, hann varð mjög ósáttur, vildi bara vera að leika við strákana en ég vildi ekki skilja þá alla hér heima án eftirlits og allra síst hann svo uppeftir varð hann að fara. Þegar uppeftir er komið er hann kominn í hraðtakt. Ég fór ekki í próf heldur til Reykjavíkur. Ofboðslega mikið gaman. Í samráði við lækna fyrir sunnan fékk hann eina hjartatöflu áður en við fórum af stað og hraðtakturinn lagaðist á leiðinni suður. Læknarnir ákváðu að hafa okkur fram á laugardag, skiptu um lyf aftur og vildu sjá til hvernig það virkað. Það gekk súper vel. Fékk lúxusbíl lánaðan hjá Guðmundi bróður mínum og vorum komin heim um miðjan dag á laugardeginum. Óskaplega sem það var gott :)

Svona lítur maður út eftir alla padsana sem eru settir til að tengja hann við eftirlitstækið sem fylgist með hjartslættinum, súrefnismettun ofl.

Á sunnudeginum brunuðum við til Akureyar þar sem Sigurgeir var með lúðrasveitinni á Landsmóti lúðrasveita. Hefði nú alveg vijað fara með eins og mörg undanfarin ár  en það verður bara næst.
Hann var ótrúlega flottur á Baritone Saxann, ég er svo stolt af honum og hann er svo flottur að spila á þetta hljóðfæri.Nú á mánudeginum var sitt lítið af hverju en á þriðjudeginum var Sigurgeir að spila með Lúðrasveitinni á 1. maí kaffi verkalýðsins og svo var Æskulýðssýning Neista uppí Reiðhöll sem þeir báðir tóku þátt í. Svo flott hjá þeim og gaman. Sigurgeir fékk viðurkenningu fyrir framför og góðan árangur í reiðmennsku á árinu 2011 ásamt Sigga, Lilju og Hauki. Aldeilis flott hjá þeim.


Þau stóru voru með flotta mynsturreið sem tókst frábærlega og Bjartmar og hans hópur voru í þrautabraut, eru svo flink.Á miðvikudag voru Vortónleikarnir hjá Tónlistarskólanum og þeir voru að venju að spila.

Bjartmar og Skarphéðinn.....


og Sigurgeir með strákunum
. Tók videó af þeim og reyni að koma því hér inn þegar ég hef tíma :)
Nú ég held áfram að æfa fyrir knapamerkjapróf 3, er alveg hætt á Hátíð því það er ekki nokkur leið að fá hana til að hægja á sér og ég er þá bara að æfa hana fyrir eitthvað annað núna. Ætlaði eiginlega að vera á systur hennar Hugrúnu en prófaði Gust í gær og held ég gæti alveg verið á honum kannski, eða bara tek 2 próf hver veit :)

Held Sigurgeir sé búinn með allar helgarferðinar hingað og þangað en reyndar er afi hans búinn að spyrja um hann um næstu helgi svo ætli hann fari ekki bara í Miðhús. Ég skrapp þangað í gær eftir að hafa farið í frábæran útreiðartúr á Hátíð, hún var alveg massa góð :)

Helgin var bara alveg frábær, byrjaði á því að ég fékk sms frá yndislega góðum vinum mínum sem voru stödd í tónleikaferðalagi og í því stóð: Tónleikar í kirkjunni í kvöld, eins gott að þú mætir. Kveðja Sigga og Rikki. Ég fór að sjálfsögðu og það var ofboðslega gaman og flottur kór en ekkert eins æðislegt og að hitta vini sína sem maður hittir alltof sjaldan. Takk takk að sms-a mig.

En dreif mig sem sagt í Miðhús á laugardaginn, ég er friðlaus á þessum tíma að komast ekki í sauðburð.
Sá þessa freku mórauðu kind sem jarmar stanslaust á eiganda sinn. Ótrúlega skemmtileg kind og falleg.Kíkti aðeins á þennan..... og hann  var bara eins gæfur og góður og þegar við skiluðum honum í haust. Þetta er hann Tígull hans Sigurgeirs.Fór svo í Þingeyrar í dag að kíkja á Bjarma og hann lítur bara vel út.... svolítið loðinn en krúttlegur :)
Læt svo eina mynd fylgja hér með sem Helga tók af þeim allra flottasta, Háfeta frá Blönduósi og hér getið þið lesið frétt um hann á heimasíðunni á Þingeyrum. Obbbslega flottur.Greinilega brjálað að gera á þessum bæ síðastliðna viku.


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar