Í fréttum er þetta helst....

31.01.2012 20:51

Gifting, brúðkaup, hjónavígsla


Elskuleg frænka mín Sigurbjörg Jóhannesdóttir gifti sig sl. laugardag og ég "skrapp" suður til að gleðjast með henni og hennar manni honum Bigga. Yndisleg frábær dagur og kvöld og ekki oft sem maður fær að sjá þrjár kynslóðir tónlistarmanna sama daginn en Páll Óskar söng í kirkjunni , algjörlega dásamlegur og frábært að hlusta á hann og horfa. Haffi Haff kom líka og söng í veislunni og Raggi Bjarna toppaði svo þetta með því að syngja þegar brúðarvalsinn var stiginn. Algjörlega frábært. Takk takk fyrir mig.
Ég er reyndar aðeins að spá í þetta orð "brúðkaup".........

Fór heim um nóttina og það var svolítið hvasst á leiðinni en ég lét mig hafa það og fékk hraðasekt úr myndavél uppí Kjós, í um 100 km/klst. Hef 2var sinnum á ævinni fengið hraðasekt, fyrra skiptið var árið 1995 en þá keyrði ég aðeins og hratt í Langadalnum, það var nú fyrir ökukennaramenntun mína.

Á sunnudag fylgdist ég svo með námskeiðahaldi í Reiðhöllinni en þar var Birna Tryggvadóttir að kenna. Mjög góð þátttaka og ótrúleg elja í foreldrum þessara barna sem þar voru að koma með þau og hanga yfir þeim alla helgina meðan þau eru á námskeiðum. Alveg frábært og gekk vel.

Sigurgeir fór á söngvakeppni Samfés og söng með krökkum úr skólanum. Það gekk vel en hann mætti heim í síðustu viku og sagðist eiga að syngja á Samfés. Ég kom alveg af fjöllum, vissi ekki að hann væri yfirleitt að syngja. Fór svo og kíkti á þau á fimmtudag áður en þau fóru og þetta var bara flott hjá þeim, en dimmraddaður er hann orðinn drengurinn og ótrúlega fyndið að hlusta á hann.


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar