Í fréttum er þetta helst....

31.01.2012 20:00

Hestarnir okkar


Það sem ekkert gerist þessa dagana þá fór ég og tók mynd af hestunum okkar sem eru inni og set hér inn myndir og hlutverk þeirra :)

Þessir félagar eru saman í stíu og fer afskaplega vel á með þeim, annar þó aðeins fyrirferðameiri en hinn en honum er alveg sama.
Sá blesótti er Tindur, 8v., hans Begga, stór og fallegur og með sérstaka lund. Alltaf fyrstur inn í hús og bíður svo eftir að geta strítt öllum sem eiga eftir að koma inn. Þeir félagar þ.e. Beggi og Tindur, eru í kn 3 og það gengur bara flott :)
Sá jarpi er Gustur 9v. sem er ósköp prúður hestur, fer lítið fyrir honum og hann er ekki sérstaklega mannblendinn. Sigurgeir er með hann í knapamerki 3 og það gengur oftast nokkuð vel
emoticon

   

Tessar gömu tvær eru saman í stíu og það gengur oftast vel nema þegar sú jarpa er búin með sinn mat þá rekur hún þá vindóttu í burt og klárar allt enda feit eftir því.
Fagrajörp 16v. er hesturinn hans Bjartmars og hann elskar hana út í eitt þótt hún sé feit og það má ekki gera grín að henni með það. Þetta er 3. veturinn þeirra saman og þau eru svo flott saman.
Toppa gamla sem er að verða 17v hefur nú ekki mikið hlutverk annað en að vera inni því það er enginn til að vera með úti í haga svo hún var auðvitað bara tekin inn með hinum. Hún er alveg neðst í viðingaröðinni og er alltaf rekin í burtu af öllum en hún er ósköp mikil dúlla.

   


Þessar eru systur, báðar undan Hlökk, önnur hárprúðari en hin og eru einar í stíu.
Sú gráa er auðvitað aðaldjásnið í húsinu og heitir Hátíð og er og verður alltaf jafngömul Bjartmari eða 2 dögum eldri. Hún er að sjálfsögðu með mér í knapamerki 3 en held reyndar að Sigurgeir muni koma til með að keppa eitthvað á henni í vetur.
Sú brúna er Hugrún 11v. og var send í folaldseignir í 2 ár en er komin inn núna og verður bara skottast eitthvað á henni fram og til baka í vetur. Ekkert sérstakt fyrir stafni með hana nema kannski að laga á henni hárið, fer frekar í taugarnar á mér mikið og alltof sítt hár á hrossumemoticon

   


Þessi jarpskjótta er Gígja og er systir Gusts en hún er undan Gammi frá Steinnesi, er á 4.v og er allsvakaleg skessa, lætur ekki vaða yfir sig. Svo sem lítið búið að eiga við hana en hún er alþæg og maður þyrfti kannski að vera eitthvað  duglegri að sinna henni.


Svo á bara eftir að taka Glettu inn en hún er ennþá með Bjarma sinn úti á túni hjá þeim á Þingeyrum. Gletta er systir Gusts og Gígju og er undan Álfasteini.
Þá held ég að næstum öll hrossin okkar séu bara inni.Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar