Í fréttum er þetta helst....

05.01.2012 08:41

Gleðilegt nýtt ár


Ég óska ykkur lesendum mínum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur fyrir að gefa ykkur tíma til að líta hér inn. Langar stundum óskaplega mikið að vita hver "þið" eruð. Langar líka oft að læsa þessu bloggi og eða bara hætta en þar sem ég hef haldið þessu úti síðan 2004 og þetta er ágætis uppflettirit, "fletti" í þessu þegar ég þarf að vita hvenær ég fór þangað eða við gerðum eitt og annað þá held ég þessu eitthvað áfram en gæti samt alveg dottið það í hug að læsa þessu, þá verið þið bara að senda mér póst :)

En jább nýtt ár og fullt af nýjum tækifærum, 2011 var bara skemmtilegt, auðvitað "ups" og "downs" eins og gengur og gerist, 2012 verður örugglega ofboðslega skemmtilegt líka. Allavega fimmtugs afmæli emoticon

Set hérna inn myndir þar sem ég lofaði þeim í síðustu frétt en það eru fleiri í myndaalbúminu.                      


 


Sem sagt afskaplega rólegt og gott hér um jól og áramót, lásum bækur, pússluðum, gláptum á sjónvarpskassa og tölvuskjái. Strákarnir spiluðu við ömmu sína sem var hér þar til í gær þá fór hún suður, það er jú víst alltaf best heima. Það var alveg dásamlegt að hafa hana og ómetanlegt að geta átt þessar yndislegu stundir saman, allir í rólegheitum og bara verið að "chilla" eiginlega. Bjartmar lærði nýjan kapal hjá henni og leggur hann nú í gríð og erg. Sigurgeir kunni hann áður :)

 
Með þessum orðum og myndum óska ég ykkur farsæls nýs árs og vona að alir eigi frábærar stundir á þessu nýja ári.


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar