Í fréttum er þetta helst....

22.11.2011 21:00

Aldrei þessu vant eitthvað um hesta


Það er komið grænt ljós á Boston með Bjartmar, sennilega ekki fyrir jól samt. Við bíðum bara og förum þegar við eigum að fara, ekkert vandamál með það.


Nú af öðru. Þessi fagri foli, Háfeti frá Blönduósi undan Hlökk og Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, er kominn inn í tamningu og verður afskaplega gaman að fylgjast með honum. Ég á helminginn í honum á móti þeim eðalhjónum á Þingeyrum þeim Helgu og Gunnari og þau sjá um tamningu á honum. Ég horfi auðvitað bara á og dáist af honum.
Meira af hrossum.....
Ég fór á uppskeruhátíð búgreinafélaganna og hestamannafélagins sem er nú ekki í frásögur færandi nema ég fékk verðlaun. Hef aldrei á ævinni fengið eins mörg verðlaun eins og í ár. En sem sagt, við Tryggvi Björnsson fengum, sem ræktendur, viðurkenningu fyrir hæst dæmdu 6v merina á kynbótasýningu sl. vor hana Hildi frá Blönduósi sem er undan Hlökk og Adam frá Ásmundarstöðum. Flott meri.


Stal þessari mynd af fésinu.... af henni og Benedikt Benediktssyni.


Ég er svo mikill ræktandi, ég hef alveg einu sinni áður fengið svona viðurkenningu en það var þegar Hylling var 4 vetra þá stóð hún efst í sínum flokki var með 8.08 í hæfileikum það árið. Hún er líka undan Hlökk og Hilmi frá Sauðárkróki.


Ég er alveg að missa mig yfir þessum verðlaunum öllum
emoticon


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar