Í fréttum er þetta helst....

26.09.2011 21:21

Tryppi inn :o)


Maður er ekki fyrr búin að sleppa í hausthagana, sem ég er reyndar ekkert búin að gera, að maður er búinn að taka inn aftur emoticon

Við ákváðum að taka hann Tígul hans Sigurgeirs inn og spekja hann svolitið svo hann væri viðráðanlegri þegar hann yrði eldri. Við mættum fram í Undirfellsrétt á laugardag með kerru og rákum hann uppá kerru. Hélt það myndi aldrei takast þar sem Miðhúsastóðið er nú ekki mjög mannelskt en það var sko ekkert mál, uppá kerru fór hann eins og ekkert væri. Við úteftir með hann


og Hátið var sótt til að hafa með honum


en þar sem okkur þótti þetta nú ekki alveg nóg þá ákvað ég að sækja jarpskjótta á 4. vetur sem heitir Gígja, er systir Glettu og er undan Gammi. Hún var sótt uppí Auðkúlurétt og það var eins og hún hefði verið að bíða eftir mér.....


og þá voru þau bæði komin inn og Hátið aftur út í girðingu....


og við erum búin að fara 100 sinnum uppí hesthús og búin að klappa þeim og knúsa og Tígull er orðinn svo gæfur og góður að við gátum sett á hann múl í dag. Svo ekkert nema skemmtilegt að hafa tryppin inni.


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar