Í fréttum er þetta helst....

11.09.2011 20:57

Réttir, réttir, réttir....


Réttirnar næstum því á sínum stað en þeim seinkaði um 1 dag í Vatnsdalnum þar sem veðrið var ömurlegt í vikunni, mikið var ég fegin að vera ekki í göngum þessa dagana og ég vorkenndi mönnum og hestum að vera í þessu veðri. En í stað þess að byrja um hádegi á föstudag þá byrjaði réttin um hádegi á laugardag og það var réttað til myrkurs þann daginn, maður alveg uppgefinn  :o)

Jóhann kom í réttir eins og í fyrra og það var bara fjör hjá strákunum ....og Bjartmar dró margar en bara þær sem voru með horn, þær voru viðráðanlegri ....


féð er alltaf jafnfallegt og gaman að sjá þennan fjölda í dilknum.


og alltaf gaman að sjá það komið heim á tún
.


Í dag var Undirfellsréttin kláruð, þ.e. féð sem kom af Haukagilsheiðinni og hún var búin um hádegi, þá var stormað í Sveinsstaðaréttina og það réttað og við rákum það heim. Þurftum að vísu að bíða svolítið því það voru að koma rekstrar framan að og það er víst ekki gott að mætast með kindur í rekstri svo Biggi Upp fór með sinn rekstur upp hjá Flóðvangi og við rákum svo heim áður en Steinnes reksturinn kæmi út dalinn :)
og það fór auðvitað á Eyrina alveg eins og í fyrra og hittifyrra og öll árin þar á undan.Allir dauðuppgefnir eftir frábæra réttardaga.

Myndir komnar í albúm.

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar