Í fréttum er þetta helst....

07.09.2011 08:14

Með Hrund Birgis


Alveg frábært að hitta Hrund Birgis eftir 26 ár.Við vorum saman í Boston fyrir 26 árum og höfum ekki hist síðan, svo hittumst við auðvitað á fésinu og ég vissi að hún var að koma með Drottningum Royale í hestaferð hjá Hauki í Hvammi. Ég lánaði honum hestana okkar og ég fékk svo að vera hestasveinka í ferðinni og það var auðvitað algjörlega frábært, fullt af skemmtilegum konum alls staðar að af landinu.

+

Veðrið var ekkert sérstakt síðasta daginn en hvað gerir það til ef maður er vel búinn og maður er með skemmtilegu fólki. Alveg meiriháttar ferð og takk takk fyrir mig og ég hlakka til að hitta Hrund aftur og kannski maður reyni að komast í Drottningar Royale hópinn næsta ár :o)


Á mánudagskvöld og þriðjudagsmorgunn gerðist ég fjósakona í Miðhúsum. Það hefur nú ekkert breyst frá því í den nema að Sigurgeir kunni þetta allt og hann mjólkaði og ég þvoði (þ.e. á mándudagskvöld), hann hefur sem sagt lært heilmikið í sveitinni í sumar. Ég mjólkaði svo í gærmorgun og það gekk svona ljómandi vel. Bara skemmtilegt.


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar