Í fréttum er þetta helst....

30.08.2011 22:00

Skemmtilegt


Mjög svo skemmtileg helgi að baki og ég hef bara ekki verið eina einustu helgi heima í ágúst.
Ég náði því samt að slá garðinn og þrífa húsið um helgina en á laugardaginn hringdi Helga i mig og þá voru þau að fara út í hólma að ná í tryppin og koma þeim í land og þá Bjarma og Glettu líka.
Þau voru ekki farin af stað þegar ég kom svo ég slóst í för með þeim sem var nátttlega bara æðislegt, því það er svoooooooo fallegt þarna.Sóttum prinsinn ......og Gunnar teymdi Glettu yfir og Bjarmi elti eins og ekkert væri sjálfsagðara .....og þeir Sigurgeir spjölluðu saman þegar heim var komið :)Aldeilis gaman og takk takk frábæra fólk Helga og Gunnar, besta fólk í heiminum:


Sunnudag skrapp ég á 80 ára afmælishátíð Reykjaskóla og þau Erna og Fannar tóku mig með. Mjög gaman að koma þar en alltof fáir komu úr okkar röðum þ.e. þeir sem voru á árunum 1978 - 1981 en nokkrir komu og það var mikið talað og mikið hlegið og farið á allar vistar og skoðað. Eitthvað fannst mér sem herbergin, írþóttasalurinn og allt hafi minnkað síðan ég var þarna. Þarf nú að skanna nokkrar myndir af mér síðan þá :)

Í dag fórum við og sóttum Hyllingu en hún var sónuð geld. Ég var eiginlega ferlega fúl. Hún verður þá geld þetta árið. Sennilega á ég bara ekki að eignast folald undan henni. Hún er búin að eignast 5 folöld og það eina sem ég átti drapst. En hún er allavega komin í Þingeyrar og verður auðvitað þar.

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar