Í fréttum er þetta helst....

22.08.2011 20:37

Ekkert heima.....


Enn ein helgin sem fór í hestastúss. Nú brunuðum við Sigurgeir og Bjartmar á Melgerðismela á Stórmót hestamanna þar :)

Fórum með Susku-fjölskyldunni en þau voru með bústað í Eyjafirðinum austanverðum en við fengum íbúð á Akureyri sem hún Begga á og lánaði okkur, takk takk takk frábært alveg.

Fórum eftir hádegi á föstudag og brunuðum í bústaðinn til Susku. Drifum mat á grillið, ég á ekki grill og kann ekkert að grilla en mér sýndist málið vera að henda þessu á grillið og snúa því við og þá var það tilbúið, veit ekki alveg af hverju karlmönnum finnst svona gaman að standa við grill í tíma og ótíma.... mér fannst þetta nú bara eins og standa við eldavélina emoticon
Krakkarnir og Haukur voru auðvitað í fótbolta á meðan og skemmtu sér frábærlega og svo var potturinn eftir matinn.


Forkeppni á laugardeginum. Hér eru þeir Haukur Marian og Sigurgeir. Sigurgeir komst í úrslit.


Fórum svo í bíó og það voru 3 myndir teknar út, við Bjartmar fórum á Cars 2, strákarnir fóru á einhverja mynd sem ég man ekki hvað heitir og Sonja og Haukur fóru með stelpunum sínum á Strumpana. Aldeilis gaman hjá okkur.

Drifum okkur í sundlaugina á Hrafnagili á sunnudagsmorgunn, alveg í annað skipti sem ég fer í sundlaug í sumar. Æðisleg laug og ekki of margir í henni.

Mæting í úrslitakeppnina og Sigurgeir og Hátíð lentu í 7. sæti sem var sama sæti og á Einarsstöðum enda við sömu krakka að keppa en alltaf gaman að fara og keppa, sjá aðra staði og hitta fólk.......


ofboðslega fallegt í Eyjafirðinum en fallegra samt í Þingeyjarsýslunni á Einarsstöðum sko.....

Á leiðinni heim komum við við í
Holtseli og fengum okkur ís og mikið rosalega er hann góður, hefði alveg viljað taka með mér heim nokkra lítra en held hann hefði bráðnað. Förum klárlega þangað aftur og bíð spennt eftir því að hann verði aftur til sölu hér í Samkaup.

Skólinn var svo settur í dag og Sigurgeir er kominn í 9. bekk og Bjartmar í 3. bekk, aldeilis sem tíminn er fljótur að líða. Sigurgeir á 2 vetur eftir og þá fer hann í framhaldsskóla.

Nemendurnir mínir eru líka farnir að heiman svo ég verð annað hvort að elta þá uppi eða gera bara ekki neitt...... spurningin hvað ég geri.


Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar