Í fréttum er þetta helst....

14.08.2011 12:54

Hin árlega hestaferð :)


Meira af hestaferðum :)
Hin árlega hestaferð var í Þingeyjarsýslu að þessu sinni og var algjörlega frábær.

Þar sem það er tölvuvert bras að koma öllum hestum á áfangastað og ekki eiga allir risastóra jeppa með risastórar kerrur þá var brugðið á það ráð að fá gripaflutningabílinn hans Bigga Upp lánaðan og var það auðsótt og komust 14 hestar á þann bíl. Aðrir hestar voru fluttir á hestakerrum en í ferðina fóru 14 manns og 28 hestar, 2 hestar á mann sem er alveg nóg þar sem dagleiðir eru stuttar og frábærar.

Lögðum af stað frá Blönduósi uppúr 10 á fimmtudagsmorgni 11. ág og vorum komin í Fosshól upp úr kl. 13. Þar voru hross tekin af og bílum komið niður í Torfunes þar sem hestar fengu næturgistingu. Vorum í rólegheitum og lögðum ekki af stað fyrr en um 15.30.

Riðið, teymt var yfir gömlu brúna hjá Fosshól......


og haldið norður veginn að Hriflu og Fremstafelli og síðan út með Skjálfandafljóti


í gegnum Fellsskóg


út eyrarnar að
Torfunesi þar sem Baldvin tók á móti okkur og setti hestana í grasmikið og gott hólf.


Virkilega frábær leið og fjölbreytileg. Svo gaman og gekk vel.

Næsti dagur var Torfunes - Sandur.
Byrjuðum á að ríða yfir brúna á Skjálfandafljóti......


og síðan niður hjá Húsabakka og þar niður á frábæra reiðleið norður með Skjálfanda í Sand.


Algjörleg mögnuð leið og alltaf dásamlegt að komast í Sand en þar fengum við hagagöngu fyrir hrossin.

3. dagur var Sandur - Saltvík.
Alltaf fallegt á bökkum Skjálfanda.


Riðið í gegnum hraunið/skóginn frá Sandi uppá þjóðveg sem er alveg hreint mögnuð leið.


og uppá Hvammsheiðna í 
Saltvík en þar gistum við báðar næturnar í frábærri aðstöðu.

Hestar settir á bíl og kerru og haldið heim og vorum við komin heim um 21.00.
Frábær ferð, frábærir ferðafélagar, fallegar reiðleiðir og góðar, frábærir hestar. Takk fyrir skemmtilega daga.

Myndir komnar í albúm.

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar