Í fréttum er þetta helst....

09.08.2011 09:38

Keppnishelgin mikla


Sumarið snýst greinilega um fótbolta og hesta, aðallega þó hesta að sjálfsögðu.

Síðastliðn helgi var keppnishelgin mikla. Bjartmar fór á Króksmót með félögum sínum úr Hvöt og kepptu þeir á laugardegi og sunnudegi. Sigurgeir, hins vegar,  "skaust" norður á  Stórmót Þjálfa í Þingeyrjarsýslunni og keppti þar á Hátíð. Hann komst í úrslit og varð í 7. sæti.Gleymdi myndavélinni, ótrúlegt en satt en fékk þessa mynd hjá Diljá Óladóttur á Sandhaugum sem tók fullt fullt af myndum. Rosalega flott mót, góðir hestar, knapar og umhverfið æðislegt. Svo var nú ekki leiðinlegt að komast aðeins í Sand og ganga út að vatni. Yndislegt.

Annars varð þetta frekar flókið. Beggi fór á vakt á sjúkrabílnum á föstudag og þá varð að redda ýmsum málum því hann komst ekki með Bjartmari á Sauðárkrók og það er ekki hægt að skilja hann einan eftir heima ef Beggi fer í útkall. Þannig að Auður og Óli tóku Bjartmar með sér á Sauðárkrók, þau komu heim um kvöldið. Eva Dögg og Ísak komu svo og gistu ef ske kynni að Beggi þyrfti í útkall. Beggi gat svo fengið sig lausan smá stund á sunnudeginum og brunaði norður og sá einn leik og Bjartmar varð himinlifandi yfir því. Við Sigurgeir fórum eldsnemma á laugardagsmorgni og komum heim seinnipart á sunnudegi.
Svo aldeilis vel heppnuð helgi hjá strákunum.
Á engar mynd af Bjartmari á Króksmóti en kannski finn ég eina einhvers staðar.

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar