Í fréttum er þetta helst....

01.08.2011 20:18

Margt skrítið


Um þetta leyti í fyrra hringdi Gunnar á Þingeyrum í mig og sagði mér að foladið hennar Hyllingar væri týnt og hefði ekki sést í nokkra dag, það fannst dautt nokkrum dögum síðar. Í gær hringir hann í mig og segir mér að hin bleikálótta merin mín Gletta sé komin með folald. Það stóðst nú ekki í mínum huga því ég gat alls ekki munað að henni hefði verið haldið í fyrra og þar að leiðandi gat hún ekki verið búin að eignast folald og hann væri bara að sjá ofsjónir. Jú jú þarna útí hólma með henni væri ljóst folald.

Ég frameftir í dag og öll riðum við útí þennan hólma og þar var þetta afskaplega fallega folald með henni, moldótt að lit........
þannig að í staðin fyrir það sem ég missti í fyrra í þessum sama hólma, hann Hrafnaflóka sem var brúnn, þá fékk ég moldóttan hest. Ég er bara alsæl með það og strákarnir himinlifandi. Glettu var haldið en hún var sónuð geld frá hestinum. Hún var tekin inn í vetur og tamin. Skelfileg meðferð á merinni. Fannst hún alltaf frekar þunn og gaf henni aukalega til að fita hana og sendi hana síðan í Þingeyrar og bað Gunnar að setja hana útí hólma og fita hana fyrir mig. Hesturinn heitir Bjarmi í höfuðið á frábærum moldóttum hesti sem hét Bjarmi og er eflaust einn besti hestur sem ég hef komið á fyrr og síðar, fyrir utan Hátíð auðvitað :)
 Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar