Í fréttum er þetta helst....

28.07.2011 21:29

Frábær heimsókn


Við höfðum það af að koma hestunum aftur á Blönduós en það var ekki fyrr en á miðvikudag sem það hafðist..... alltaf svo mikið að gera eða dásamleg rigning og ekki nennir maður beint að fara í útreiðartúra í rigningu.

Frábærlega gaman að fara þessa leið, passlegar dagleiðir fyrir litla og stóra.
Hátíð reif að vísu undan sér á framfæti og heltist smá svo Sigurgeir gat ekki keppt á Fákaflugi sem var núna um helgina og var það svolítið fúlt en svona er þetta nú bara.


Um helgina komu Albert og Jóhanna og Snævar Njáll og Lise með krakkana og þau voru auðvitað drifin á hestbak.


ég og Albert afi með Elvu Snævarsdóttur, 3ja ára .....Sigurgeir og Helga Guðrún Albertsdóttir.......

og litli Ásbjörn Snævarsson dreif sig líka á hestbak með systur sinni.


Þau Snævar og Lise eru í heimsókn í 2 vikur en þau eiga heima í Danmörku.
Snævar verður kannski að spila á Airwaves í haust og auðvitað verður stefnan þá tekin þangað :)

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar