Í fréttum er þetta helst....

19.07.2011 20:51

Hátíð á afmæli í dag


Sennilega stafar það af leti að ekkert sé hér skrifað....

Þetta dásamlega hross á afmæli í daghún fékk nú ekkert nammi í dag en í gær fékk hún smá nammi eftir að bera Sigurgeir frá Þingeyrum í Miðhús og á sunnudeginum fór hún með hann frá Blönduósi í Þingeyrar.

Við fórum sem sagt öll ríðandi frá Blönduósi í Þingeyrar, þ.e. ég, Beggi, Sigurgeir og Bjartmar og tókum ÖLL hrossin 5 að tölu með í þessa ferð. Algjörlega frábært og gaman hjá okkur. Bjartmari fannst þetta nú ekki mikið mál enda er hún Fagrajörp dásamlegt hross.

Annars er bara allt rólegt, er á rúntinum alla daga, fór ekki á eitt einasta atriði á Húnavökunni, var bara ekki í stuði og fannst einhvern vegin eins og ég væri ekki að missa af neinu, fann mér bara eitthvað annað að gera :)

Um síðustu helgi skrapp ég suður til að ná sumrinu, strákarnir fóru í bústað á Laugarvatn með Begga og við mamma heimsóttum þá á laugardeginum. Fór heim á sunnudeginum og náði þar að leiðandi nokkrum sumardögum í sumar......

Afmælispartíið hans Bjartmars framundan sem og ná í hestana í Miðhús, förum auðvitað ríðandi heim.


Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar