Í fréttum er þetta helst....

05.07.2011 10:25

Landsmót búið


Frábært Landsmót búið og nú líður mér eins og ég hafi bara ekkert að gera framundan, kannski ég komist sjálf á hestbak einhverja daga emoticon

Á fimmtudagskvöld rúlluðum við norður með 5 hesta í kerru, fékk lánaðan bíl og kerru í Steinnesi til að ferja hesta í hópreið en þá var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Það voru 11 manns sem tóku þátt hjá Neista, flottur hópur það.
Auðvitað var Sigurgeir með í því og hann var meira segja fánaberi. Stóð sig frábærlega á henni Hátíð sætu.
Hér eru þeir bræður með þeim bræðrum í Hvammi. Aldeilis flottur hópur og stóð sig frábærlega. Við Bjartmar fórum í brekkuna að horfa á og vorum afar stolt af okkar fólki.Ég var svo að vinna eina vakt á laugardeginum og skrapp aðeins á sunnudeginum. Frábært landsmót og gaman að vera þar.

Sigurgeir er í sveitinni að koma fé á heiði og það gengur ágætlega. Nú er bara að bíða eftir heyskap en fram að því ætla þeir bræður í bústað með pabba sínum. Ég verð bara heima á hestbaki á meðan.
Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar