Í fréttum er þetta helst....

27.06.2011 22:21

Hestar = Landsmót


Hver helgin af annarri fer í mót, mikið rosalega sem ég var þreytt í gærkvöldi og í dag eftir helgina. Lá bara fyrir. Jæja nema hvað.......

ákváðum að fara með þeim í Hvammi á laugardag og æfa okkur aðeins á vellinum fyrir norðan. Þau tóku alla hestana og ég fékk bílinn og fellihýsið lánað hjá Begga.

Vorum komin um 16.30 á Vinheimamela og áttum æfingatíma kl. 17.00. Skrilljón manns á vellinum en við fórum samt og Hátið var ekki alveg eins og hún var vön, neitaði alveg að brokka sem setti okkur Sigurgeir aðeins úr jafnvægi en gátum svo sem lítið gert í því.

Fórum og fundum okkur hólf, tjölduðum og höfðum bara gaman um kvöldið í frábæru veðri sem entist allan sunnudaginn.
Mæting var á knapafund kl. 10 á sunnudagsmorgni þar sem Sigurbjörn Bárðarson sagði krökkunum að viss sigur væri unninn með því að komast á Landsmót og nú væri bara að hafa gaman af því að vera í brautinni, gera sitt besta og brosa, sem þau og gerðu.

Smá tími vannst til að fara niður í hólf og þar voru hrossin að hvíla sig og strákarnir líka :)Gamla fékk stresskast og dreif þau uppá völl að keppa. Þeim gekk ágætlega, hún var nú samt ekki eins pottþétt í öllu eins og hér heima og hann ekki búin að læra allt sem læra þarf í þessum bransa. En þetta er frábær reynsla og safnast þegar saman kemur og bara frábært að taka þátt á Landsmóti.
Þá er bara að halda áfram á sömu braut og æfa sig og læra meira. Ég fæ sennilega ekki frið með hana Hátíð mína hér eftir. Ætli ég fái hana nokkuð lánaða meir.

Myndir í albúmi.

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar