Í fréttum er þetta helst....

15.06.2011 08:48

Á leið á Landsmót hestamanna


Jæja ég verð víst að éta allt ofan í mig um að nenna ekki að eltast við þessi mót hingað og þangað allt sumarið, hef margt sagt það að mér finnst óþolandi að eyða sumrinu í að keyra staðanna á milli til að koma krökkunum á einhver mót en það á auðvitað bara við um fótbolta því mér finnst hann glataður. Það gegnir auðvitað allt öðru máli um hestana emoticon og þarf ég nú að eltast við Sigurgeir á Landsmót hestamanna. Það er sem betur fer á Vindheimamelum í Skagafirði. Nei auðvitað eru allar íþróttir frábærar þó ég nenni kannski ekki alveg að helga tíma mínum í það að eltast við mót allt sumarið.

Eftir miklar vangaveltur og marga hringi þá ákvað ég að fara ekki með Hátíð í B-flokkinn til að reyna að koma henni þar inn á Landsmót heldur lofa Sigurgeiri að spreyta sig í keppni og lánaði honum þá Hátíð auðvitað, ekkert annað hross keppnishæft nema auðvitað Fagrajörp fyrir hann Bjartmar.

Ég ákvað líka að lofa honum að prófa að keppa í tölti en það var opinn flokkur þar þannig að það mátti hver sem er keppa, ekki bara fullorðnir.

Þar sem við höfum aðgang að tveim frábærum mönnum, þeim Val og Óla, til að æfa þá bað ég þá um að leiðbeina honum aðeins þar sem hvorki Sigurgeir eða ég vissum nokkurn skapaðan  hlut hvernig svona keppni fer fram, þ.e. aðeins örðuvísi að keppa úti á velli eða inní lítilli reiðhöll. Og við æfðum nokkrum sinnum, aðallega þó fyrir unglingaflokkinn en aðeins fyrir töltið, ekki eins mikið þó.
Takk takk fyrir kæru vinir.

Upp rennur dagurinn 13. júní og þeir mæta auðvitað á svæðið.

 

Bjartmar var frábær í pollaflokknum, fékk að ríða stökk heilan hring og hjartað næstum úr mér auðvitað en hann alsæll...og fékk auðvitað verðlaun emoticon


Sigurgeir var að keppa í unglingaflokki í 1. skipti og var efstur eftir forkeppnina og ég get svo svarið það hvað ég var stressuð um að hann myndi ekki muna röðina eða hann myndi ríða útfyrir eða eitthvað en hann kláraði sig sko aldeilis flott og var langefstur eftir forkeppnina og hélt því í úrslitum. Aldeilis flott hjá þeim.

               

  

Ég sagði við hann þú gerir bara eins og þú getur í töltkeppninni því þar var hann að keppa við alla þessu "stóru" kalla og haldiði ekki að hann hafi bara unnið það með glæsibrag, hann sem sagt kom, sá og sigraði emoticonÞað var nú aldeilis ekki búið því þau voru valin glæsilegasta par mótsins sem var ótrúlega gaman og flott enda afar flott par þar á ferð.....
 
þau komu því heim með 5 bikara þennan eina dag og farmiða á Landsmót hestamanna en forkeppnin þar er 26. júní, svo mæting  þar.

Ég get bara ekki neitið því að hafa verið rosalega stolt mamma þennan dag og ræktandi auðvitað en ég á reyndar ekkert í þessari ræktun því þetta er allt minni kærri vinkonu Helgu á Þingeyrum að kenna að þessi meri er til en ekki eitthvað annað hross þar sem hún setti Hlökk í hólf hjá Aski þegar hún, þ.e. merin kom heim sónuð fylfull við Kveik frá Miðsitju. Ég get seint þakkað þér Helga mín að færa mér þennan dásemdargrip.
Ræktunina á strákunum á ég alveg sjálf með Begga og hún er að koma ágætlega út líka held ég bara emoticon

Fleiri myndir í albúmi.


Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar