Í fréttum er þetta helst....

30.05.2011 08:41

Ísak Hrafn, Hlökk og lömb


Margt búið að brasa frá 10. maí.....

Við fórum auðvitað eins oft í sauðburð í Miðhúsum og við gátum. Bjartmar varð ekkert rosalega ánægður þegar kindin hans Sigurgeirs varð þrílembd en hans bara alls ekki borin...en ég reyndi mikið að kaupa þessar flottu gimbrar, sem Bjartmar heldur á, af Eið en það var ekki tauti við hann komandi, ekki láta mér detta það í hug sagði hann.


Kindin hans Bjartmars hún Birta varð svo "bara" einlembd en það var allt í lagi því afi hans gaf honum mórauða gimbur í uppbót.

Nú Ísólfur ákvað að fara með Hátíð á kynbótasýningu á Hvammstanga í síðustu viku og hún hækkaði uppí 9 fyrir tölt og fegurð í reið. Lækkaði hins vegar úr 9 í 8 fyrir vilja og geðslag þar sem henni fannst greinilega ekkert spennandi að fara fram og til baka, fram og til baka...... (mér dettur alltaf í hug auglýsingin um rúðuþurrkurnar fram og til baka) og vildi ekki fara inná í einni ferðinni svo hún var snarlækkuð og komst þar að leiðandi ekki í fyrstu verðlaun fyrir hæfileika en það kemur bara næst, en flott var hún hjá Ísólfi. Takk takk Ísólfur fyrir flotta sýningu :)

Hún er komin heim og Sigurgeir er farinn að æfa sig á henni .......

Helgin var þéttsetin af veisluhöldum, þ.e. við mættum í veislur, fyrst í afmæliskvöldverð hjá Jobbu og svo í skírnarveislu hjá Evu Dögg og Jóa en litli fallegi gullmolinn þeirra fékk nafnið sitt fallega í gær, Ísak Hrafn. Innilega til hamingju með það.Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar