Í fréttum er þetta helst....

23.04.2011 20:00

Ferming, knapamerkjapróf, ökupróf......


Loksins smá tími til að setjast niður og skrifa nokkrar línur.

Fermingardagurinn var dásamlegur emoticon   

Á föstudag fengum við Flóðvang og gerðum klárt fyrir stóra daginn, sóttum nokkur borð og stóla í Félagsheimilið á Blönduósi og leirtau í Félagsheimilið á Skagaströnd og röðuðum öllu upp.
Mamma og bræður mínir þrír ásamt fjölskyldum mættu á svæðið uppúr 21 og einnig Valli bróðir og Jóhanna, þær Jóhönnurnar gerðu fyrir okkur kransakökurnar, TAKK TAKK TAKK og settu þær saman um kvöldið.


Við fórum heim um 22.30 þar sem koma þurfti þreyttum drengjum í rúmið og vakna snemma emoticon

Fermingin var yndisleg en tók svolítið langan tíma og við vorum of sein í okkar eigin veislu en það var allt í lagi þar voru allir bara í góðum gír. Veislan tókst frábærlega en var alltof fljót að líða. Fengum dásamlegast fólk til að elda og sjá um eldhúsið og get svo svarið það að það var algjörlega frábært að þurfa ekki að hugsa um það. Takk takk takk. Gestirnir voru margir og stoppuðu lengi og höfðu það notalegt í þessu dásamlega húsi sem Flóðvangur er. Takk takk öll fyrir komuna og frábæran dag og takk fyrir drenginn. Hann er alsæll með daginn og við líka emoticon

Skreytinguna gerði Guðrún Ben besta vinkona ........... og hún skrifaði á kertið líka fyrir Sigugeir. Takk takk elsku Guðrún.

                  

                                                    Fermingar "styttuna" fékk ég í Fab Lab á Sauðárkróki en hugmyndina fékk ég hjá Kristínu Ármannsdóttur þegar hún gerði verðlaunapeningana fyrir Grunnskólamótin í vetur. Gat ekki hætt að hugsa um þetta og setti hana í málið, endaði með því að bruna á Krókinn viku fyrir fermingu og þau græjuðu styttuna hún og Valur Valsson sem vinnur í Fab Lab og útkoman varð þessi. Kærar þakkir fyrir, gat ekki verið glaðari með þennan grip.
"Skálin" undir herlegheitin er gerð af Bergþóri úr "málmi" og kom frábærlega út.
Guðrún fékk þetta ásamt nokkrum hestum og kom þessu öllu haglega fyrir. Takk takk ÖLL.

Algjörlega dásamlegur dagur og líka sunnudagurinn þar sem bræður mínir fóru ekki fyrr en eftir hádegi en þá komu krúsídúllurnar mínar úr saumó og þeirra áhangendur. Algjörlega frábært og frábær dagur.

Frábært að vera í Flóðvangi, notalegt, fallegt, rólegt og barasta yndislegur staður.
Myndir eru komnar í myndaalbúm, nokkuð margar þar við Gummi bró tókum fullt af myndum. Svo koma myndir inn fljótlega sem Jón Sig tók í kirkjunni.


Á mánudag voru svo knapamerkjapróf og það fóru 14 manns í þau og stóðust allir. Frábært til hamingju með það.

Sem betur fer kom mamma með mér heim því ég var úti að kenna fram á fimmtudag en þá voru nokkur próf sem tókust bara vel.
Á fimmtudagskvöld vorum við svo boðin til Guðrúnar og Gústa þar sem það var verið að ferma Benna líka svo ekki komumst við til þeirra og þau ekki til okkar svo við áttum notalega kvöldstund með þeim.

Á föstudag kom Helena Mara og tók myndir af Sigurgeiri niður í Fagrahvammi og síðan skruppum við í Þingeyrar að kíkja á hann Háfeta sæta og hann var alveg til í köggla frá Bjartmari.


Komst aðeins á hestbak í gærkvöldi, fór á 3 merar og teymdi eina. Hestarnir, Gustur og Tindur, fóru í rekstur, vildi nú ekki láta "sparimerarnar" fara í það emoticon

Í dag var æfing fyrir æskulýðssýningu sem verður 30. apríl hér og á Sauðárkróki 7. maí. Sigurgeir fær nú Hátíð lánaða í það emoticon

Fórum síðan og hittum Helenu aftur í dag og vonandi náðust eins og 10 góðar myndir af strákunum.

Á morgun ætlum við að líta á hann Tígul ......


hans Sigurgeir sem hann fékk í fermingargjöf frá afa sínum og á mánudag er ferming hjá Guðmari.

Svo nóg að gera ..... spurning í að eyða kvöldinu í að laga svolítið til í þessu húsi, mamma er nefninlega farin til Fanneyjar emoticon
Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar