Í fréttum er þetta helst....

13.04.2011 21:12

Styttist í stóra daginn hans Sigurgeirs


Það er ekkert lát á því hvað er mikið að gera á þessu heimili....... ég verð nú að segja að mér finnst nú fullmikið í gangi í unglingadeildinni og þau búin að vera á stanslausu flandri seinnipartinn í vetur að mér finnst. Ekki það að Sigurgeir hafi þurft að fara en það er nú gaman að fara og mikið upplifelsi fyrir þau svo ekki segi ég nú nei við því. Það er búið að fara á Samfés 2x, skólahreysti, þjóðleik, vera með árshátið og nú um síðustu helgi fengu þau svo dúkkubarn til að hugsa um og ég verð nú að viðurkenna það að mér fannst það nú ekki beint heppilegur tími þar sem þau voru upptekin alla helgina þar á undan á Akureyri, enda var Sigurgeir bara þreyttur eftir þessa helgi. Þurfti að vakna til "barnsins" mörgum sinnum yfir nóttina og ég líka en  ég hefði viljað eyða annari helgi í þetta en helgina fyrir fermingu.
En það hafðist allt saman og svo er stóri dagurinn á laugardaginn.
Hlakka bara til emoticon  allt tilbúið sko.... emoticon

Við fórum loksins á Sauðárkrók i síðustu viku til Evu og Jóa, það féll niður tónlistartími svo við sáum lausa stund og hentumst til að kíkja á litla sæta frænda sem fæddist 25. mars. Hann er svo FALLEGUR. Set mynd síðar.

Í öllu þessu  stússi gaf ég mér tíma í að fara á Sparisjóðskeppnina á Hvammstanga á föstudagskvöld og við Rúnar unnum 3. flokkinn. Við vorum frekar fá sem komum héðan úr A.-Hún (Lið 4). Óli var einn héðan  í 1. flokk og vann hann með algjörlega frábærri sýningu á Gáska, svo gaman að horfa á svona flott par.
Við vorum 3 héðan, held ég, í 3. flokk og við Rúnar mössuðum þetta, algjörlega frábært hjá okkur og virkilega ánægð með okkur. Þar með vann ég einstaklingskeppnina og fékk verðlaun fyrir það (sjá á neista.net).

Nú er keppnisferli mínum lokið þennan veturinn, hef ekki mikinn tíma til útreiða.
Framundan er ferming á laugardag, knapamerkjapróf á mánudag (ekki hjá mér samt), ökupróf á miðvikudag, æfingar fyrir æskulýðssýningu eftir páska, æskulýðssýning 30. arpíl, knapamerkjapróf hjá krökkunum 4. maí og Æskan og hesturinn 7. maí og uppskeruhátíðir hjá öllum sem hafa verið á námskeiðum í vetur.

Segiði svo að það sé ekkert að gera hér emoticon

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar