Í fréttum er þetta helst....

13.02.2011 20:41

Ég vann......


Jæja það er búið að vera svo svakalega mikið að gera undanfarið að ég hef ekki tíma í að kenna .....

Við erum aðeins farin að fara út í reiðtúra, þ.e. bara þegar veðrið er gott sem er ekki nógu oft og heldur enginn tími að allir fari saman því Sigurgeir er svo yfirbókaður alla vikuna að maður verður bara þreyttur að skoða planið hans. Árshátíðin hjá krökkunum er framundan og hann er á æfingum alla daga. Svo er knapamerkið, tónó og allt hitt, ég er bara ekki alveg með á nótunum stundum.

En hér erum við að fara í reiðtúr saman einhvern tímann um daginn, það var allavega snjór emoticon   Í stíðustu viku lét ég plata mig í að taka þátt í Sparisjóðs-liðakeppninni á Hvammstanga,   í 3. flokki sem er fyrir óvana keppendur. Ég fór snemma vestur á föstudag og kenndi.
Ætlaði bara heim eftir forkeppnina en við Hátíð erum svo frábærar að við lentum  í 1. sæti í forkeppni svo ég mátti bíða eftir úrslitum sem voru svo ekki fyrr en kl. 23 og unnum  þau emoticonDásamlegt hross, get ekki annað sagt en að ég hafi verið að pissa í mig af stressi en Tryggvi var búinn að fara vel yfir prógrammið með mér og ég lét mig hafa það. Þetta var nú auðvitað gaman og sérstaklega gaman þar sem hún Didda í Litladal var með mér í úrslitum og svo vann Sibba 2. flokkinn. það var alveg geggjað.
Verð samt að segja að svona mót eru engan vegin fjölskylduvæn og engan veginn að gera sig því það fer ALLUR dagurinn í þetta og því nennir enginn til lengdar eða 2. hvern föstudag - 4 föstudaga. Ég nenni því allavega ekki, hef allt annað við tímann að gera.

Nema hvað ég prjónaði þessa peysu sem ég var í alveg sjálf


sem var SVOLÍTIÐ mikil vinna og ég ætla ekki að gera aðra.......


Í dag var svo töltmót í Reiðhöllinni og þar voru strákarnir auðvitað með.
Bjartmar fór á henni Fögrujörp sinni og hann stjórnar henni nú bara eins og hann vill.... svo flott saman emoticon


en með semingi lánaði ég Sigurgeir Hátíð þar sem hann hafði ekkert hross til að keppa á og það gekk svona glimrandi vel að hann bara vann unglingaflokkinn emoticonHvað fleira, Salka er hvolpafull og á væntanlega að gjóta um næstu helgi....
Held samt að þeir séu ekkert fleiri en 4 - hún er ekki svo digur en ég setti nýjan link á hana "Hundarnir"  og þar verður allt sett um hana og hvolpana svo enginn missi nú af neinu emoticon

Framundan er grunnskólamót, knapamerkjapróf, smali í Sparisjóðsliðakeppninni, árhátíð og ég veit bara ekki hvað........

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar