Í fréttum er þetta helst....

07.02.2011 21:07

Þorrablót


Tíminn líður svo hratt að það er alltaf mánudagur og föstudagur, hef ekki hugmynd um það hvað verður um hina dagana.

Nema hvað við Þórdís Björns erum bekkjarfulltrúar 2. bekkjar í ár og drifum á þorrablót fyrir bekkinn í síðustu viku og það var virkilega skemmtilegt. Hrefna æfði þau í ýmsum uppákomum, leikrit, söng, upplestri og hljóðfæraleik og svo höfðum við smá að smakka af þorramat. Þau borðuðu harðfiskinn, rúgbrauð og flatbrauð en fullorðna fólkið rest emoticon


Hér eru krakkarnir að syngja Þorraþrælinnog Bjartmar að spila.


Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur.

Mamma var hérna um helgina og það var ekkert nema notalegt. Hún spilar á spil við strákana og þeim finnst það svo skemmtilegt. Kenndi Bjartmari kapal sem hann leggur nú daginn út og daginn inn. Mjög svo skemmtilegt.
Í kvöld var æfing fyrir knapamerkjapróf 2 sem verður 21. febrúar. Ákvað að taka Gust í það því Hátíð er svona aðeins of hraðskreið í það en Gustur var svo sem ekkert betri svo ég ákvað að ég ætlaði bara að setja Hátíð í 1. gírinn og vera á henni. Þarf bara að æfa þann gír svolítið mikið og mig auðvitað emoticon


Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar