Í fréttum er þetta helst....

23.01.2011 10:00

Antik handavinnan mín


Verð að deila með ykkur skemmtilegri sögu sem sýnir að maður á alltof of mikið dót, búin að eiga heima á mörgum stöðum, skilur það eftir einhvers staðar og man svo ekki neitt.
Þannig var að eftir að ég flutti úr Reykjavík og hingað norður fór ég að sakna 2ja dúka sem ég hafði saumað á Reykjaskóla sem mér þótti rosalega vænt um.

   

Hélt þeir væru ekki í mínu dóti sem taldi mjög marga kassa og bað mömmu að gá í sína kassa. Hún fór í gegnum þá alla og gott betur og ekki fundust þeir.
Af og til er ég búin að hugsa um þessa dúka og taldi þá bara vera í geymslunni í Miðhúsum. Ekki gat ég hugsað til þess að fara að gramsa í henni svo ég hef bara haldið áfram að vona að einhvern tíman kæmu þeir í leitirnar.
Síðastliðinn þriðjudag fékk ég alveg æðislega skemmtileg símtal sem gladdi mig mjög mikið. Svolítið spjallað og svo: "Það er dót hérna sem þú átt." Ég: Ertu ekki að grínast, ekki eru það dúkarnir sem ég er búin að láta mömmu leita að mörgum sinnum?
Ja það eru einhverjir dúkar. Mætti með kassann og ég fer að draga upp úr honum alls kyns handavinnu sem ég hafði bara alls ekki haft hugmynd um að mig vantaði en mundi eftir öllu þegar ég tók það upp. Hafði gert alla þessa handavinnu í Húsmæðraskólanum í Reykjavík þegar ég var 20 ára. Svo þetta er alveg antik handavinna :)Fullt af barnadóti og verst þykir mér að  hafa ekki munað að ég hafði gert barnasængurverasett merkt með stöfunum mínum, get svarið það að ég mundi bara alls ekki eftir að ég hafði gert þetta, eða neitt af þessu sem ég hafði gert í Húsó. Skil ekki af hverju þar sem þetta var allt í sama kassanum.


En þetta er komið í leitirnar, sýnir manni að margt leynist í geymslum en mikið ofboðslega er ég glöð að ég er búin að fá þetta í hendurnar. Setti myndir af flestu í myndaalbúmið.

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar