Í fréttum er þetta helst....

02.01.2011 13:19

Hestarnir komnir inn :)


Hér vöknuðu allir glaðir á nýársdagsmorgunn, missnemma auðvitað en eftir hádegið brunuðum við í Hæli að ná í hestana. Það voru 3 ferðir, fórum og fengum kaffi hjá Jonna í síðustu ferðinni. Takk takk, Jonni og Sibba, fyrir að passa gullklumpana okkar :)

Hér kemur "gamla" ég með aðalgullklumpinn hana Hátíð.


Bjartmar að græja heyið :)Bjartmar að koma með sinn gullklump inn .......


og Sigurgeir sinn......og mín dásamlega Hátíð komin í sína stíu.....og þeir feðgar við flottu flottu innréttinguna sem Beggi er búinn að eyða öllu haustinu í að smíða, að klappa Tind sem Beggi á.


Þannig að það er sko aldeilis lúxus á hestunum núna, 2 saman í "risastórum" stíum, allavega mikill munur á að horfa á innréttingu sem var í fyrra eða þá sem er núna og ég tala nú ekki um stærðina á hverri stíu :)

  "fyrir"  þ.e. í fyrraveturog "eftir" þ.e. sú sem er NÚNA :)
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar