Í fréttum er þetta helst....

01.01.2011 11:14

Gleðilegt nýtt ár


Þá er 2010 liðið og margs minnast frá því, bæði gott og annað ekki eins gott eins og gengur. En nýtt ár er hafið og því fylgir nýtt upphaf. þá tekur maður bara glaður á móti hverjum degi, nýtur þess að vera til  og er bjartsýnn. Með þeim orðum óska ég ykkur farsæls nýs árs og vona að alir eigi frábærar stundir á þessu nýja ári.

Hér er allt með hefðbundnu sniði. Jólin komu og fóru og voru afskaplega notaleg. Strákarnir voru hjá Begga og ég mætti bara þangað um miðjan dag á aðfangadag, hjálpaði aðeins til við eldamennsku og svo voru það bara rólegheit og lestur. Strákarnir og við öll vorum bara ánægð með allt það sem við fengum og þökkum við kærlega fyrir það. Mætti svo aftur til þeirra á jóladag í hangikjöt og þá var spilað og pússlað, alltaf jafnnotalegt.

Á milli jóla og nýárs hafði ég ágætt að gera í kennslunni og svo kláruðum við að ganga frá í hesthúsinu og nú er það fínt og flott. Beggi er búinn að gera það virkilega flott og á heiður skilið fyrir það emoticon   

Í gær vorum við 4 fjölskyldur samankomnar hér í mat,  Helgavatns-, Eyvindarstaða- og Miðhúsafjölskyldan og við auðvitað. Virkilega gaman og notalegt að vera öll saman og gaman hjá krökkunum
í að skjóta upp og líka þeim fullorðnu, þeim finnst það nú ekki leiðinlegt að skjóta þessu dóti upp. Ekki spillti veðrið fyrir, það var frábært.

Gleðilegt ár öll og takk fyrir að líta hér við emoticon

 Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar