Í fréttum er þetta helst....

19.12.2010 08:32

Jólin nálgast :)


Dagarnir líða sem fyrr og hér er ekkert skrifað.....
Eitthvað hefur nú gerst síðan síðast. Jólatónleikar Tónlistarskólans voru haldnir 9. des og strákarnir spiluðu þar ásamt mörgum öðrum börnum. Það er alltaf svo gaman að hlusta á hvað þau eru flink að spila og dugleg að koma fram.

Hér eru þeir Bjartmar og Skarphéðinn að spila ....


Sigurgeir alltaf flottur með saxann :)


og svo þeir kapparnir á gítarana, Benni og Sigurgeir.Ég og allir hinir fórum í bóklegt próf í knapamerkjunum og þau gengu glimrandi vel. Þá er bóklega hlutanum lokið hjá öllum og ekkert annað en að byrja í verklega eftir áramótin og æfa sig og æfa allan veturinn. Vonandi fyllist ekki allt af snjó, á mjög erfitt með að líka við hann og þennan endalausa kulda... er sennilega bara orðin of gömul til að hafa áhuga á slíku veðurfari.

Nú laugardaginn 11. "skutluðumst" við suður og náðum í 1 stk. hund sem er búinn að vera hér í viku. Þessi hundar er svo prúður, góður og fallegur að hann er alveg eins og Trýna dásamlega var, alveg andstæðan af henni Sölku blessaðri sem er ofvirk og endalaust á hlaupum að gá að einhverjum emoticon     
Vonandi kemur eitthvað út úr þessum hittingi þeirra eftir uþb 2 mánuði.


Nú við erum löngu búin að baka og borðum það jafnóðum. Ég er alveg ótrúlega heppin að hafa ekkert/lítið að gera, skárra núna eftir að krakkarnir komu í jólafrí, sem þýðir það að ég hef bara verið heima og strákarnir notið góðs af því og ég auðvitað líka, því það er bara yndislegt að geta verið heima með þeim. Það er bara ekkert sem jafnast á við að vera heima þegar strákarnir koma heim úr skólanum og vera með þeim. Við Bjartmar spiluðum alltaf UNO eða veiðimann áður en hann fór í íþróttaskólann og það er svo notalegt.  Ég er auðvitað bara ótrúlega heppin og er afar þakklát fyrir að hafa tíma fyrir þá.
Þannig að piparkökur voru bakaðar sl. sunnudag, við vorum svolítið þreytt eftir Reykjavíkurferðina á laugardeginum en þar náðum við að gera ótrúlega marga hluti. Við hittum mömmu, Gumma og Albert og Jóhönnu, alveg yndislegt og svo komumst við meira segja í nokkrar búðir áður en við sóttum hundinn Skrúð sem á heima í Hafnarfirði og vorum komin heim kl. 22.30.

Á þriðjudag fór ég á tónleika með Frostrósum í Varmahlíð en sem betur fer hafði Raddý vit fyrir mér því ég hélt alltaf að ég væri að fara til Akureyrar en sem betur fer var það ekki því það var auðvitað snarvitlaust veður þann daginn og við fórum sem sagt í Varmahlíð á yndislega tónleika. Fer samt næsta ár á Akureyri emoticon   

Litlu jólunum var frestað vegna veðurs og verða þau vonandi bara eftir jól eða á nýju ári. Í dag er svo jólatrjáaleiðangur og ýmislegt fleira örugglega ......
annars er allt tilbúið hér fyrir jólin þ.e. þegar jólatréð verður komið. Strákarnir verða hjá pabba sínum og ég mæti bara þangað, þarf þar að leiðandi ekki að elda  emoticon      

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar