Í fréttum er þetta helst....

05.12.2010 21:07

Aðventumessa í dag


Ég kem engu í verk frekar en fyrri daginn enda svo sem ekkert sem þarf að gera, ætti samt að vera að lesa undir bóklegt próf í knapamerki 2..... :)

Í gær skruppum við í Húnaver á markað sem þar var haldinn. Snilldarhugmynd og skemmtilegt hjá þeim og margt flott og skemmtilegt sem þar var á boðstólnum.

Í dag var aðventumessan í kirkjunni. Virkilega notaleg stund með góðri tónlist og fallegum söng. Sigurgeir var að spila og svo eins og alltaf í aðventumessu sjá fermingarbörnin um að bera inn ljósið. Svo flottur........


Eftir messu var kveikt á jólatrénu og þar voru jólasveinar að sjálfsögðu mættir á svæðið og Bjartmar var ekki lengi að finna þá .....


vorum við svo heppin að sjá þessa flottu bíla á leið í gegnum bæinn þegar við vorum á leiðinni heim :)
Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar