Í fréttum er þetta helst....

30.11.2010 09:58

Læsa


Er virkilega að hugsa um að læsa þessari síðu, sé að hér koma inn uppí 90 manns á dag og auðvitað hef ég ekki hugmynd um hverjir það eru, svo sem ekkert leiðinlegt að eiga svona marga aðdáendur en samt...............

Þessi fréttasíða var upphaflega sett upp þegar ég flutti til Hveragerðis "fyrir mörgum árum" en ég hef reyndar oft hugsað um það að hætta að skrifa þar sem ég er löngu komin "heim" aftur en það er svo sem ágætt að fletta upp í þessu. Ekki man maður nokkurn skapaðan hlut lengur.

Svo ef þið komið hér inn og allt er læst þá er bara að biðja um lykilorðið. Það fá þeir einir sem ég þekki :)

Eitthvað er nú búið að gera síðan síðast þ.e. á þessum hálfa mánuði sem ég hef ekki skrifað.

Um síðustu helgi var aðventudagur Blönduskóla og þar mættum við auðvitað til að föndra.

Þessi helgi fór i skemmtanir. Við fórum á frábæra árshátíð á Húnavöllum á föstudagskvöldið og það var bara algjör snilld. 10. bekkur sýndi Gauragang og hann tókst frábærlega hjá þeim. Virkilega gaman. Svo var auðvitað kaffi og "nokkrar" kökur á eftir að hætti foreldra 10. bekkinga.

Á laugardagskvöld stormaði ég svo á uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna (sjá neisti.net).  Alveg ágætis skemmtun og góður matur. Fór samt snemma heim og sunnudagurinn fór í að gera aðventukransinn og setja upp jólagardínurnar í eldhúsið :)Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar