Í fréttum er þetta helst....

15.11.2010 21:53

Skvísuferðin


Þegar við skvísurnar í saumó fórum norður á Akureyri í bíó í ágúst ákváðum við að fara til Reykjavíkur og hitta Reykjavíkurskvísurnar okkar eina helgi í nóvember. Sú helgi rann upp og við fórum suður á föstudag og áttum frábæra daga saman, þetta varð matarhelgin mikla, ekki verslunarferð emoticon   

Fengum leigða íbúð í Þangbakkanum og vorum mættar þar um kvöldmat. Pöntuðum mat og áttum svo kósístund.

Laugardagurinn var þéttskipaður en við ætluðum að drífa okkur í zumba dans í Hreyfingu kl. 11 en það fóru ekki nema 3 - ansi erfitt að drífa sig upp svona eldsnemma....
Hádegismatur var á Saffran í Glæsibæ alveg megagott. Síðan ákváðum við að labba niður allan Laugaveginn en enduðum á að labba alla leið niður Skólavörðustíg en þá var okkur svo kalt að við drifum okkur í Smáralind. Þar var lítið verslað miðað við Danmerkurferðina okkar frægu....... emoticon


Hér erum við að leggja í hann niður Skólavörðustíg


og Sunna náði okkur......Kvöldmatur var á Carusó, geggjað gott ummmmmm og eldsnemma á sunnudagsmorgun vorum við mættar í Turninn í brunch sem var alveg geggjaður. 

   
                    Glæsilegur hópur emoticon  


Alveg meiriháttar skemmtileg og velheppnaður hittingur hjá okkur stelpunum. Hlakka til næstu ferðar sem verður mjög fljótlega :)
Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 920
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 634519
Samtals gestir: 97340
Tölur uppfærðar: 19.1.2018 03:18:06

Tenglar