Í fréttum er þetta helst....

19.10.2010 08:12

Tíminn hleypur


Einhverra hluta vegna hleypur tíminn enn og ekkert er skrifað..... h
ér er svo sem ekkert að gerast nema bara allt í rólegheitunum. 

Fékk nýrri eldavél þar sem sú gamla var alveg að gefast upp á þessari endalausri eldamennsku. Sem betur fer átti Þórdís meðhoppari minn nýlega eldavél útí bílskúr og ég fékk hana og hún er bara eins og ný, eldavélin sko eða já bara þær báðar bara 
emoticon

Ný dekk fóru undir bílinn þó svo ég sé nú ekkert að nota hann þessa dagana en ef ske kynni...... ég fékk mér ekki nagladekk. Ætla að prófa það einu sinni, naglar fara frekar í taugarnar á mér en auðvitað eru þeir nauðsynlegir allavega stundum, sums staðar, en ég ætla að sjá hvernig það gangi að vera án nagla og hvort ég verði bara alltaf útí móum, spurning um að keyra hægar eða hafa varann á sér emoticon

Við fórum í afmælið hans Hilmars Loga á föstudag og stoppuðum lengi. Afskaplega notalegt að hittast og spjalla, takk takk fyrir okkur.

Á laugardag slepptum við hrossunum, þau verða á Hæli fram að áramótum en þá er hugmyndin að taka þá inn. Held þau hafi verið fegin að komast í stærra hólf með meira grasi, ég varð allavega mjög fegin að geta sleppt þeim en hlakka jafnframt rosalega mikið til að taka þau inn aftur.

Síðast en ekki síst er hún Sigrún æskuvinkona mín  og Fúsi maðurinn hennar flutt í Brekku. Rosalega spennandi og hlakka til að fara og kíkja á þau þar.

Annars allt við það sama.


Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar