Í fréttum er þetta helst....

09.10.2010 19:45

Þrif og knapamerkjapróf

Ýmislegt klárað í þessari viku.

Á sunnudag fórum við í að þrífa hesthúsið.
Þar sem verið er að fækka plássum og búið að henda gömlu innréttingunum út þá var um að gera að nota góða veðrið sem búið er að vera og skúra, skrúbba og næstum því bóna og tóku allir þátt í því. Sigurgeir þvoði gúmmímotturnar og Bjartmar sópaði vantinu niður í niðurfallið.


 


og gamli hékk i ljósunum..... svolítil mikð ryk ofan á þeim :)


þetta verður allt mjög flott þegar þetta er allt búið og verður gaman að taka inn í vetur :)

Á miðvikudag fór ég á Akureyri þar sem Ökukennarafélagið boðaði okkur ökukennara á Norðurlandi á fund þar sem ræða átti nýtt fyrirkomulag í ökukennslunni. Það er loksins búið að setja í reglugerð  ökunám í akstursgerði en vandamálið er að eina aksturgerðið er í Reykjavík og ekkert í raun gert til að koma þeim upp annars staðar. Við ökukennarar úti á landsbyggðinni erum bara alls ekkert ánægð með þetta fyrirkomulag enda þessu skellt á án þess að spá í hvernig átti svo að gera þetta eins og annað í þessu þjóðfélagi. Dæmigert, búa til reglur án þess að vera búið að undirbúa þær. Veit svo ekki hvað verður gert en eftir 1. nóv. eiga allir að vera búnir að fara í Ö3 - ökugerðið áður en þeir fara í próf. Sé bara ekki að það sé að virka.
En já ég byrjaði að kenna á Sauðárkrók þann dag og fór svo á Akureyri og náði að kenna krökkunum mínum sem eru þar í skóla. Bara gaman. Fór á fundinn kl. 20 og var komin heim upp úr 24 :o)

Á fimmtudag voru svo langþráð knapamerkjapróf hjá krökkunum sem áttu auðvitað að vera í vor en náðist ekki að klára sökum hestapestar.

Hanna og Christina voru búnar að koma nokkrum sinnum norðan úr Skagafirði að fínpússa þá sem voru að fara í próf þ.e. Hanna krakkana sína í 1 og 2 og Christina konurnar sem voru í kn 1 og náðu ekki að taka prófið í vor.


Sigurgeir með Helgu prófdómara, Hrafnhildi sem var líka í Kn 2 (vantar Alexöndru á myndina) og Hönnu reiðkennara:)

Nú stelpurnar voru hálf hestlausar þar sem annaðhvort var búið að draga undan þeim hestum sem þær voru með í vetur og eða búið að sleppa svo ég lánaði þeim Toppu, Gust og aðaldjásnið hana Hátíð og gekk þetta bara frábærlega vel hjá þeim. Ég fékk auðvitað mynd af okkur og Christinu kennara :)Virkilega skemmtilegur dagur hjá okkur og ég ofboðslega fegin að þetta er búið og gekk vel. Þá er bara að draga undan hestunum og sleppa þeim :o)
Fór í dag og dró undan heilum einum hesti. Fór út í hólf með hamar og naglbít og dró undan henni Toppu sem stóð bara grafkyrr allan tímann meðan ég dundaði við þetta. Ef ég næ einum á dag þá tekur þetta alveg 5 daga að draga undan þeim öllum....... spurning um að fá einhvern með réttu tækin í þetta :O)

Ælta að kíkja á Háfeta á morgun ;o)Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641974
Samtals gestir: 98135
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 16:02:56

Tenglar