Í fréttum er þetta helst....

31.05.2010 09:44

Maí

May 27, 2010

Fukum upp

Við kellingarnar, þ.e. við saumó og þær eru alls engar kellingar, bara ég, ákváðum um daginn að ganga á alla tinda sýslunnar í sumar og fórum við fyrsta túrinn í gær.
Við réðumst til atlögu við Hnjúkinn við Hnjúkahlíð og vorum enga stund þar sem við fukum hreinlega upp :) svolítið hvasst og kalt en hvað gerir það til ef það er sól og allir vel búnir :)

Hér erum við á leið upp tindinn, ég greinilega síðust :)

Ísól, Jóhanna, Bjatmar og Sigurgeir skelltu sér með okkur ....

og Sigurgeir tók mynd af okkur gellunum, útsýnið líka frábært....
Selma, Gerður Beta, Harpa, Sædís, Erna, Sigrún, Erla og Berglind

svo verður farið vikulega í sumar á tinda héraðsins og sund
þar á milli :o)

Um síðustu helgi keyrði ég 1000 km. Á föstudag skaust ég í Borgarfjörðinn að ná í Sölku sem fór og hitti kærastann sinn hann Kóp. Verður gaman að fylgjast með því hvort eitthvað kemur út úr
því, sem þýðir ekkert sumarfrí :)

Á laugardag fór ég í kennsluferð til Akureyrar.

Á sunnudag fór ég í fermingarveislu hjá föðurfólki mínu í Skagafirði, mjög notalegt og flott.

Á mánudag kom orkan í heimsókn og ég tók til í garðinum :o)

Í dag fóru strákarnir í skólaferðalag. Sigurgeir og hans bekkur fóru uppí Dalsmynni og ætla að gista þar. Verður örugglega frábært.
Bjartmar fór á Hvammstanga með 1. 2. og 3. bekk að skoða selasafnið og í leiðinni heim átti að stoppa í Þórdísarlundi, gaman hjá þeim.
Margt hægt að gera og fara hér í nágrenninu, þarf ekki endilega alltaf að fara langar leiðir til að sjá eitthvað skemmtilegt.

Annars allt við það sama, hestarnir allir í fríi, búin að fresta Knapamerkjum fram á haust, allavega að sjá til hvað er framundan, get ekki ímyndað mér að það verði Landsmót úr þessu, held við ættum að hugsa algjörlega um hag hestanna en ekki hvot einhver græðir eða tapar. Ætli tap hesteigandanna sé ekki mest, búnir að hafa hestana sína í þjálfun í allan vetur og svo verður ekki neitt en betra að gera ekki neitt en fara út í óvissuna með heilsu þeirra.

Eftir síðasta tímann hjá Hönnu kom Sigurgeir með snilldarhugmynd að fermingargjöf (næsta ár sko). Hann ætlar á námskeið hjá honum Nevzorov, ég væri svo sem alveg til í að kunna þetta, spurning hvort væri ekki bara sniðugt að fá hann hingað :)
Ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi :O)

Posted by Selma at 10:44 AM | Comments (0)

May 21, 2010

Vorið að koma

Lítið að gerast hér á þessum bæ.
Vorið er að koma og búið að snyrta garðinn en ég hef bara ekki haft orku í að koma öllu því sem úr klippingunni kom úr garðinum, svo hann er allur í drasli. Ég hef heldur ekki haft orku í að laga til hér inni og hvað þá í bílskúrnum. Orkan hlýtur að stoppa hér við einn góðan veðurdag og þá skelli ég mér í málin :o)

Sigurgeir fór til afa síns um síðustu helgi í sauðburðinn og var dauðuppgefinn þegar hann kom heim. Þessi vika er undirlögð í prófum hjá honum og endar með bóklegu próf í knapamerki 2. Honum finnst þessi prófavika hreint hræðileg og ég skil hann sko vel en þá er hún líka búin og þarf ekkert að hugsa meira um það þetta árið :o)
Hann ætlar svo aftur í sveitina þessa helgina, vonandi verður kindin hans borin núna en hann var að reyna að skipta við afa sinn á kindum en það gekk nú illa þar sem gamli vildi endilega fá einhverja milligjöf. Sigurgeir sendi mér alltaf sms um hvað var í gangi og ég sagði honum að lokum að hann gæfi ekkert í milli, kindin hans væri með horn en hin ekki svo það ætti að vera nóg.

En að hestamálum. Hef ekki hreyft hestana mína í maí þar sem þessi kvefpest skall hér á eins og hendi væri veifað. Langaði ekki í dýralækniskostnað á þá svo ég ákvað að hreyfa þá ekki neitt í nógu langan tíma að þeir væru pottþétt orðnir góðir þegar við færum aftur af stað. Hef ekki hugmynd um hvort þeir eru góðir eða ekki.
En Hylling mín og er farin undir Sólon frá Skáney. Helga og Gunnar á Þingeyrum eiga það folald þannig að ég fæ ekkert folald næsta ár sem er bara gott, hvað hefur maður að gera með alla þessa hesta :o)
Hér er mynd af þessum flotta brúna hesti undan Hyllingu og Glym.
Skemmtileg sagan sem fylgir þessari mynd sem ég stal af síðu Þingeyrabúsins.

Posted by Selma at 09:53 AM | Comments (0)

May 10, 2010

Tónleikar og Landsmót lúðrasveita

Það var eins gott að ég var búin að vera í íþróttahúsinu í vetur..... því ég held ég hefði ekki getað gengið 1 dag í viðbót ef ég væri ekki búin að "æfa" svona mikið. Mikið labb í Vestmannaeyjum um helgina, ferðin var FRÁBÆR.

En byrja á vortónleikum Tónlistarskólans sem voru 29. apríl. Að sjálfsögðu mæting þar.

Bjartmar og Björn Ívar spiluðu saman tvö lög á blokkflauturnar sínar með Stefáni. Svo flottir og duglegir og gaman að sjá hvað þeir eru búnir að læra mikiðí vetur aðeins í hálfu námi.
Er nú að reyna að setja inn myndband en það tekur ár að hlaðast inn en ef þið nennið þá getið þið kíkt á það undir myndbönd.

Sigurgeir spilaði á saxann, svo mikill stíll yfir honum með saxann :o)

og svo þeir strákarnir, Sigurgeir, Kristófer og Skarphéðinn á gítarana sína, þeir Sigurgeir og Kristófer eru búnir að vera að læra á gítara í hálfu námi í vetur, á móti saxanum - Sigurgeir og trommur - Kristófer.

og síðan voru strákarnir með hljómsveit. Rosalega flott hjá þeim :o)


Nú eldsnemma á föstudagsmorgni 7. maí var svo lagt af stað til Vestmannaeyja á Landsmót Lúðrasveita. Þar lentum við kl. 16 eftir góða sjóferð með Herjólfi. Það tóku allir sjóveikitöflu svo enginn varð sjóveikur enda líka gott í sjóinn og geggjað veður.
Við komum okkur fyrir í Hamarsskóla og síðan gengu hópar á æfingastaði.
Gulir, þ.e. yngstu krakkarnir sem voru 13 fóru með Hauki og Kristínu Ingibjörgu í framhaldsskólann. Þaðan var styðst í Höllina en þar var matur fyrir alla; morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur og þangað var langur gangur fyrir alla hina.
Rauðir voru niður í Týsheimili og þar var Skarphéðinn að stjórna og hafði hann Garðar með sér í þá sveit.
Grænir voru 6 og ég og Berglind fylgdum þeirri sveit þar til þau rötuðu um bæinn þá fórum við að versla...... hahahahaha
Bláir voru í Betel en þær voru 3 og Ásdís hjúkka passaði uppá þær og síðan var það slagverkið sem var í Akogos og Sigga hjúkka sá um þá.

Á föstudagskvöldinu var mótsetning og skemmtun eftir kvöldmatinn og það voru þreyttir krakkar sem fóru að sofa á föstudagskvöldiu.

Æfingar, sundlaugarferð í frábæra sundlaug, bátsferð á laugardeginum og síðan diskótek um kvöldið, frábær dagur og allir sofnaðir um 11.30 á laugardagskvöldinu, algjörlega búnir á því.
Ræs kl 7 á sunnudagsmorgunn, taka til, koma dótinu út á bíl, morgunmatur uppí höll, æfing, hádegismatur uppí höll og síðan frábærir tónleikar kl. 13. Maður verður svo stoltur að hlusta á lögin sem þau ná að æfa og gera svo flott á þessum stutta tíma. Alveg sama hvaða sveit það er, svo ofboðslega flott og vel gert hjá þessum krökkum. Frábært og flott.
Síðan var strauið tekið í rútu niður í Herjólf og þau voru mörg ansi þreytt og sofnuðu þar. Vorum komin á Blönduós kl. 24 og þá beint heim í rúm og ofboðslega dösuð í dag.

Tók "nokkrar" myndir en þær eru komnar í myndaalbúm en hér
er mynd af "græna hópnum okkar" og mér :o)

Hér er svo mynd sem tekin var þegar komið var til Þorlákshafnar á leiðinni heim :o)


Algjörlega frábær ferð í alla staði. Takk fyrir mig :o)

Flettingar í dag: 657
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 37
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 641931
Samtals gestir: 98132
Tölur uppfærðar: 23.2.2018 15:36:25

Tenglar